Síða 1 af 1
Festing undir loftnet
Posted: 01.sep 2011, 22:45
frá draugsii
nú er ég að spá úr hvaða efni er best að smíða festingu undir vhf loftnet?
er með það á frambrettinu en þarf að smíða betri festingu fyrir það. Þarf þetta ekki að ná góðri jörð?
Re: Festing undir loftnet
Posted: 02.sep 2011, 00:30
frá DABBI SIG
Það er alltaf best að setja loftnetsfót beint í bodí á bílnum en ekki hafa það á prófíl fyrir ofan húdd eða álíka. Slíkt getur skapað standbylgju og já ekki nógu góða jörð en það þarf einmitt að nást góð jörð á svona loftnetsbotn.
Re: Festing undir loftnet
Posted: 02.sep 2011, 08:58
frá Stebbi
Ekki svo nota ryðfrítt stál eins og þér var bent á í þræðinum á F4x4. Ryðfrítt stál sem liggur í venjulegu stáli kemur af stað ryðmyndun, þetta þekka flestir sem hafa fest gamla brettakannta með ryðfríum skrúfum.
Best er að koma þessu beint í boddý en ef þetta er stórt CB eða SSB loftnet þá myndi ég mæla með því að festa það í afturstuðarann og smíða undir það úr stáli.
Re: Festing undir loftnet
Posted: 02.sep 2011, 13:04
frá Oskar K
er að pæla að smíða festingar á toppbogana hjá mér (þverbogar úr svörtu stáli) væri það mjög vitlaust ? þá fyrir CB VHF og útvarp, ætla svo bara að jarðtengja þverbogan beint í bíl
mjög vitlaust ?
Re: Festing undir loftnet
Posted: 02.sep 2011, 13:06
frá Óskar - Einfari
Hefurðu ekki tök á að setja netið beint í þakið hjá þér?
Re: Festing undir loftnet
Posted: 02.sep 2011, 17:48
frá draugsii
ég vil helst ekki þurfa að setja loftnetið upp á þak
því ég er stundum að flytja eitthvað drasl á toppnum
bát og eitthvað og nenni ekki að þurfa að skrúfa loftnetið af í hvert skipti.
svo ég vil helst geta haft það á frambrettinu
þó það komi kanski eittvað niður á gæðum. þarf bara að ná að jarðtengja það almennilega
Re: Festing undir loftnet
Posted: 02.sep 2011, 19:36
frá Oskar K
ég hef barasta ekki áhuga á að bora mörg göt í þakið hjá mér