Síða 1 af 1

Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 21.mar 2010, 16:02
frá ellisnorra
Ég er í vandræðum, ég er með nRoute og Mapsourcse og var að fá mér GPS18 USB pung. Hann virkar allsekki í Mapsoucre en hann virkar í nRoute en um leið og hann 'virkjast' þá dettur íslandskortið(v3.5) út. Tölvan virðist bara ekki finna hann í Mapsource og ég er búinn að vera meira og minna í allan dag að reyna að laga þetta vesen.
Svo downladaði ég MobilPC (reyndar með hjálp torrent, suss) og það lookar flott, tölvan finnur gps punginn að einhverju leiti en virðist ekki virka alveg (þegar ég ræsi forritið þá kemur "Could not authenticate Garmin GPS hardware.") og svo þegar ég klikka uppi í horninu á signal merkið þá finnur hún punginn, GPS 18USB - software ver. 3.20 og kemur líka með GPS Unit ID: Unknown. Auk þess að ég skil ekki hvernig maður hleður íslandskortinu inn í það.
Ég botna ekki mikið í þessu þó ég sé sæmilega tölvulæs.
Einhver sem getur aðstoðað mig? :)

Kv. Elli

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 21.mar 2010, 16:07
frá ellisnorra
Þess má geta að íslandskortið virkar fínt bæði í Mapsource og nRoute, en dettur eins og áður sagði út í nRoute þegar signalið dettur inn

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 21.mar 2010, 17:32
frá Járni
Ef mér skjátlast ekki er Mapsource ekki lengur með stuðning fyrir GPS tæki, heldur eingöngu nRoute.
Þú þarft að virkja kortið fyrir tækið í nRoute, ef þú ert ekki búinn að því. Tvö leyfi fylgdu kortinu, þeas það er hægt að virkja það með tveimur tækjum. Mér dettur í hug að vandinn liggji þar?

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 21.mar 2010, 21:42
frá Polarbear
maður unlockar kortið fyrir svona pung í Mapsource, og eftir það á það að virka fínt með nRoute, eða gerir það hjá mér.

það er aftur á móti erfitt að unlokka gps ef maður fær ekki unit id. ertu búinn að prófa að fara á garmin support síðuna og sækja nýjustu garmin USB driverana?

þú ættir að geta farið í Mapsource og fengið unit-id þótt kortið læsist. svo þarftu að unlocka kortið fyrir þetta tæki eins og þú gerðir við handtækin.

ég er búinn að gera þetta þónokkrum sinnum og ef þig langar að kíkja í kaffi með punginn þá skal ég amk. gá hvort ég get ekki barið þetta í gang hjá þér :)

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 21.mar 2010, 21:50
frá hobo
Polarbear wrote:ég er búinn að gera þetta þónokkrum sinnum og ef þig langar að kíkja í kaffi með punginn þá skal ég amk. gá hvort ég get ekki barið þetta í gang hjá þér :)

...vá það er sko hægt að misskilja þetta :)

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 21.mar 2010, 23:47
frá Járni
Haha

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 22.mar 2010, 21:41
frá Polarbear
ég get nú líka sparkað í punginn á ykkur hobo og járni ef þið ætlið að vera með einhverja stæla :)

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 22.mar 2010, 22:39
frá hobo
hehe nei takk, ég skal vera þægur..

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 29.mar 2010, 07:31
frá ellisnorra
Þetta fór þannig að ég þurfti bara að aflæsa tækinu sjálfu, mér datt það ekki í hug eftir að kortið var orðið opið í tölvunni. En MobilPc er ekki ennþá farið að sýna mér kortið, á eftir að fikta meira í því.

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 31.mar 2010, 15:38
frá SverrirO
sææælir hvar næ ég mér í svona pung og er eitthver betri enn annar? Og kannski verðhgmynd

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 30.aug 2010, 11:57
frá hobo
Ég er með garmin handtæki sem ég væri til í að nota sem loftnet fyrir fartölvuna.
Er bara með Mapsource. Er þetta hægt eða þarf nRoute?
Ég var að reyna við þetta í vor en gafst upp.

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 30.aug 2010, 12:31
frá Járni
Það er þónokkuð síðan að Mapsource hætti að styðja GPS staðsetningu, það er bara kortaforrit.
Þú þarft nRoute.
http://www.gpsinformation.org/penrod/nroute/nroute.html
Hérna eru upplýsingar um það og fleira. Einnig geturðu sótt það þarna.

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 30.aug 2010, 13:26
frá hobo
Takk fyrir þetta Járni nú virkar þetta flott!
Eitt enn, því það þarf að mata mig upplýsingunum, hvernig get ég opnað "trökk" úr mapsource sem ég er með í tölvunni í nRoute?
kv HB

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 30.aug 2010, 13:50
frá hobo
Þetta er komið. Spurning um að eyða meiri tíma í að fikta en að bögga ykkur.

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 30.aug 2010, 14:27
frá Járni
Það er fín blanda, að bögga og fikta.

Kv, Árni

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 30.aug 2010, 18:32
frá Izan
Þú hefur ekkert með að gera að tengja punginn við mapSource. Það forrit er til að taka við kortum, ferlum, leiðum og pungtum og hringla í þeim. Pungurinn man ekki neitt og þ.a.l. engin ástæða til að finna hann í MapSource.

Ferlaðu bara eins og fínn maður í nRoute og vistaðu trökkin. Þannig flyturðu þau yfir í mapSourse og brúkar, líka hægt að nota copy/paste.

Kv Jón Garðar

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 10.okt 2011, 21:39
frá ellisnorra
Nú er ég að gera aðra atlögu í þetta, hvernig get ég sótt f4x4 kortið í nRoute? Búinn að fikta soldið en get ekki importað það. Get séð það fínt í mapsource.

Afhverju í fjandanum er ekki bara hægt að fá þetta allt í einu forriti?

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 11.okt 2011, 17:43
frá Polarbear
átt ekkert að þurfa að importa því.

ef það sést í mapsource, þá á það að sjást í nroute, að því gefnu að það sé unlokkað fyrir þennan gps-pung.

geturðu séð kortið í nroute þegar ekkert gps tæki er tengt við tölvuna?



p.s. stundum þegar maður ræsir Nroute í fyrsta skipti þá er staðsetningin útí móa.

farðu í ROUTE valmyndina, veldu "Find Home location" og veldu bara eitthvað... sláðu inn t.d. heimilisfangið þitt.

smelltu á Set as home og þá ætti kortið að poppa inn á réttum stað.


vona þetta hjálpi.
lalli

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 11.okt 2011, 19:27
frá ellisnorra
Íslandskortið sést fínt í báðum forritum, en mig vantar að fá trökkin inn í nRoute sem f4x4 gaf út um daginn svo ég geti keyrt eftir því.

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 11.okt 2011, 23:09
frá Polarbear
þú ert ekki að importa kortum heldur tracks :)

til að færa gögnin í nroute skal gera eftirfarandi:

opna hverja skrá fyrir sig í Mapsource.

fara í file -> save-as og velja "SAVE AS TYPE" neðst í glugganum, nota "Garmin Database Version 2"

annaðhvort vista yfir gömlu skránna eða vista með nýju nafni.

í nRoute fara í file -> import, velja skránna og smella á import.. voilá... komið í lag :)

hálfvitarnir hjá Garmin eru hættir að uppfæra nRoute. það styður ekki Garmin GDB database 3 því miður. það er víst stutt í það að þeir hætti líka með Mapsource. eina sem eftir er þá er þetta algerlega ónothæfa BaseCamp rusl og ekkert tölvuforrit til að nota til að keyra eftir.... sem gerir GPS pungaloftnetin ónýt.

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 12.okt 2011, 00:15
frá AgnarBen
Polarbear wrote:hálfvitarnir hjá Garmin eru hættir að uppfæra nRoute. það styður ekki Garmin GDB database 3 því miður. það er víst stutt í það að þeir hætti líka með Mapsource. eina sem eftir er þá er þetta algerlega ónothæfa BaseCamp rusl og ekkert tölvuforrit til að nota til að keyra eftir.... sem gerir GPS pungaloftnetin ónýt.


Ekki örvænta það er ennþá verið að þróa OziExplorer http://www.oziexplorer.com á fullu ;-)

Re: Setja upp nRoute og MapSource með gps18 usb

Posted: 12.okt 2011, 09:54
frá Polarbear
agnar, hvaða kort er hægt að nota með þessu? ekki íslenska Garmin kortið er það?