NMT ?

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

NMT ?

Postfrá SverrirO » 01.feb 2010, 23:51

á maður að sleppa því að kaupa sér nmt síma eða? ekki er hægt að treysta gsm símanum í dag.... fylgir nmt ekki sögunni næsta sept eða svo ?



User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: NMT ?

Postfrá gislisveri » 02.feb 2010, 00:09

Það er nú búið að vera að hóta því að loka NMT í nokkur ár en alltaf frestast það. Svo er annað mál að kerfinu er ekki viðhaldið lengur og útbreiðslan versnar því með hverju ári.
GSM síminn er miklu nothæfari á fjöllum en hann var fyrir 3-4 árum, nær á ótrúlegustu staði núna en er samt ekkert öryggistæki lengur. Ég læt hann duga frekar en að væflast með NMT símann með mér lengur, en ef maður vill vera öruggur um samband hlýtur VHF, SSB eða gerfihnattasími að vera það sem kemst því næst.


Höfundur þráðar
SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: NMT ?

Postfrá SverrirO » 02.feb 2010, 00:21

hvernig virka þessir gervihnattasímar og hvar fær maður einn slíkann og verð ca? :D

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: NMT ?

Postfrá ofursuzuki » 02.feb 2010, 00:43

Friðrik A Jónsson http://www.faj.is/old/vorur/gervisimar.htm er að selja svona síma en þeir eru mjög dýrir hef ég heyrt en þekki það ekki sjálfur.
Það er víst líka dýrt að kaupa ásakrift hér heima en eitthvað hafa menn verið að versla fyrirframgreidda
áskrift úti og þar sem þetta er sími sem hægt er að nota hvar sem er í heiminum er það víst ekkert mál.
Þú þyrftir að komast í samband við einhvern sem er búinn að prófa þetta og gæti leiðbeint þér með þetta.
Þetta er dýr kostur en virkar skammlaust hvar sem er.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: NMT ?

Postfrá arni87 » 02.feb 2010, 01:19

Svo er einnig til Globalstar og Iridium en Síminn er ef ég man rétt með Iridium, ég er aðeins búinn að nota Iridium síma og er það eins og að tala í GSM nema það að símtalið er afgreitt í gegnum USA, en áskriftarleiðir hérlendis eru flestar þaðan.

Gerfihnattasímar eins og Iridium nota gerfihineti í staðin fyrir GSM eða NMT senda og eru skuggasvæðin því fá á hnettinum.

Fyrir mína parta þá er þetta of dýrt, er með NMT síma í bílnum sem fylgdi, en ef enginn tekur við og fer að byggja NMT kerfið upp á nýjan leik þá fær hann að víkja fyrir föstum GSM, GSM er að styrkjast og er orðið nokkuð "algengt" að GSM sé í sambandi á hálendinu og þó nokkuð um að GSM sé með samband þar sem NMT er í skugga svo þessi kerfi eru þannig lagað séð nokkuð jöfn í dag.
Ég myndi taka GSM ef ég nennti ekki að bíða.
Fastir (bíla) GSM símar eru með hærri sendistyrk en handsímar svo þeir ná sambandi lengur en handsíminn svo ef þú ert að spá í fyrir bílinn sem öryggistæki notaðu frekar fastan síma en þennan sem þú ert með í vasanum.

NMT bandvíddin verður boðin út 1 Sept í ár, og ef einhver byggir það upp á nýjan leik þá verður NMT síminn áfram í bílnum hjá mér.

Nennirðu að bíða eða eki, NMT símar eru notaðir um allan heim enn í dag og svo er verið að GSM væða hálendið.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: NMT ?

Postfrá StebbiHö » 06.feb 2010, 17:45

Iridium síminn sem ég hef notað, og eru þeir ófáir enda sjómaður og þar hefur þetta verið mikið notað, er hundleiðinlegir í samtölum. Á sjálfur einn svona handsíma sem ég hef ekki notað í nokkur ár, ef ekkert gerist í 450 bandgreiddini þá verður maður sjálfsagt að taka hann niður úr hilli og í notkun, enda alltaf í sambandi. Ef það verður einhver til í að bjóða í þessa bandbreidd að þá er líklegast að það verði ekki hægt að nota gömlu símana, heldur verður þetta á stafrænum nótum. Þekki ekki þessa 3G síma en þeir eru sagðir arftakar NMT. Ens og staðan er í dag er Iridium það eina sem er öruggt, held að Globalstar sé horfinn, allavega er hann ekki notaður á sjónum lengur. Svo er kanski það sem menn ættu að skoða og það er barasta nettenging, hef ekki kynt mér það í bíla en veit að það hefur verið sett í bíla, og þá er hægt að vera með síma í gegn um netið, fast númer eða skype.

Kv, Stefán

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: NMT ?

Postfrá SHM » 06.feb 2010, 18:23

Ég sé að hér hefur verið minnst á fasta GSM síma fyrir bíla. Þessir símar eru þá væntanlega tengdir við útiloftnet og ættu að vera með betra drægi en venjulegir handsímar. Veit einhver hvort slíkir símar eru fáanlegir hér? Ég er búinn að skoða heimasíður hérlendra fyrirtækja, sem selja GSM síma, en hef ekkert fundið.

Kv. Sigurbjörn
Patrol 2002 38"


EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: NMT ?

Postfrá EinarR » 06.feb 2010, 21:41

Byðja símafyrirtækinn að flytja svona inn :D
Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: NMT ?

Postfrá ofursuzuki » 07.feb 2010, 11:46

Við verðum bara að fara dusta rykið af gömlu Gufunesstöðvunum, á þeim var hægt að tala landshorna á milli án teljandi vandræða. Nýjar slíkar stöðvar í dag er aðeins brot af þeirri stærð sem þessar gömlu voru og tæknilega miklu fullkomnari en loftnetin eru auðvitað en sömu hlunkarnir og þau voru það breytist auðvitað ekki. Ég veit að þessar SSB stöðvar eru mikið notaðar í Ástralíu því þar eins og hér eru stór svæði þar sem ekkert annað virkar, eini gallinn við þessar stöðvar er sá að þær eru frekar dýrar en á móti kemur að sennilega þyrftu menn ekki önnur fjarskiptatæki nema þá kannski VHF stöð til að spjalla á milli bíla.
Image
Hér er ein slík Áströlsk stöð, Codan sem er með einskonar símtóli þar sem öllum aðgerðum er stjórnað.
Hér er líka slóð á vefsíðu framleiðanda. http://www.codan.com.au/HFRadio/Products/Transceivers/NGTARv/Features/tabid/232/Default.aspx
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: NMT ?

Postfrá Sævar Örn » 07.feb 2010, 15:26

Að mínu mati er GSM síminn orðinn nánast jafn sterkur og NMT síminn, sbr. því að nú þarf að keyra upp hóla og hæðir til að finna signal á NMT símann. En kosturinn við hann er, að hann er tiltölulega ódýr í rekstri, ef ég man rétt er áskriftin einhver 6000 kall á ári og mínútugjaldið ekkert himinhátt.

Menn töluðu um gervihnatta irridium síma, ég þekki einn sem hefur notað svona síma nú í tvo vetur, og gjörsamlega ónothæfur með öllu, árgjaldið er svakalegt, einhverjir tugir og mínútugjaldið borgar eigandi símans hvort sem hringt er í hann eða hann hringir, og þá erum við að tala um einhverjar 2-300kr mínútan að mig minnir. Ef ekki meira.

EN kosturinn við þann síma er að


þú ert ALLTAF í sambandi. Og því ekki vitlaust að stórir hópar safni saman í einn slíkan og hafi með sér í ferðir. En sem einstaklingssími er hann ekki raunhæfur.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: NMT ?

Postfrá svavaroe » 07.feb 2010, 18:10

Búið að framlengja tíðniheimild hjá Símanum út árið eithvað.

Mjög margir sendar verða þó teknir úr sambandi.

Allar nánari upplýsingar hér.
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: NMT ?

Postfrá btg » 07.feb 2010, 21:28

shm,

ég á svona 'fastan gsm' síma. Keypti hann á útsölu í portúgal fyrir 15 árum held ég bara (vá hvað tíminn líður). Hann lítur út eins og nýtísku NMT sími (er straumlínulagaðri), með flott tól, hátalara og mic. og þarf sitt utanáliggjandi loftnet.

Í stöðina set ég gsm kortið, svo fylgir þessum síma svona 'base' eða hvað á að kalla þetta, sem ég get sett við tólið. Þar get ég stungið öðru korti í og tekur það þá framfyrir hitt kortið, t.d. ef einhver er með rafmagnslausan síma og vill fá að hringja þá verður viðkomandi að rétta fram gsm kortið sitt ;-) Hef ekki notað hann lengi (eftir að ég tók hann úr gamla bílnum), hef alltaf verið að bíða eftir því að símafyrirtækin bjóði uppá tvö kort fyrir sama númer, þannig að ég geti verið með sama númerið í báðum símum, eftir því hvorum ég hef kveikt á. En það stendur til að setja hann í bílinn eftir að ég losaði mig við nmt símann.

Þessir símar voru að mig minnir mikið notaðir í langferðabíla í portúgal og því var þessi aukakortamöguleiki til staðar (ef farþegar vildu hringja). Þegar ég keypti símann þá voru menn þar að færa sig yfir í þessa litlu vasasíma.

Einhver laug því að mér að lófasímarnir væru með 2W sendistyrk, en þessi t.d væri með 8W, sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Veit ekki hvort þetta sé framleitt lengur, en þessi sími heitir Matra og var framleiddur í Þýskalandi.

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: NMT ?

Postfrá ofursuzuki » 08.feb 2010, 00:27

Motorola framleiðir GSM síma í bíla og þeir heita M930 og eru tengjanlegir við útiloftnet.
http://www.motorola.com/Consumers/US-EN/Consumer-Product-and-Services/Mobile-Phones/M930-US-EN
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: NMT ?

Postfrá SHM » 08.feb 2010, 00:32

Takk fyrir upplýsingarnar, Bjarni Þór og aðrir. Samkvæmt því sem segir hér: http://www.siminn.is/fyrirtaeki/farsimi/tviburakort/hefur Síminn einhvern tíma verið með s.k. tvíburakort, sem gerir kleift að vera með tvo síma á sama númeri. Hins vegar finn ég ekkert um að sérstakir GSM bílasímar fáist hér. Það er þó spurning hvort Hátækni geti úvegað þessa síma, sem Björn Ingi minnist á.

Kv. Sigurbjörn.
Patrol 2002 38"


EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: NMT ?

Postfrá EinarR » 10.feb 2010, 10:38

Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: NMT ?

Postfrá gislisveri » 10.feb 2010, 10:48

SHM wrote:Takk fyrir upplýsingarnar, Bjarni Þór og aðrir. Samkvæmt því sem segir hér: http://www.siminn.is/fyrirtaeki/farsimi/tviburakort/hefur Síminn einhvern tíma verið með s.k. tvíburakort, sem gerir kleift að vera með tvo síma á sama númeri. Hins vegar finn ég ekkert um að sérstakir GSM bílasímar fáist hér. Það er þó spurning hvort Hátækni geti úvegað þessa síma, sem Björn Ingi minnist á.

Kv. Sigurbjörn.


Gamlir símar eins og Nokia 5110 sem eru með útstæðu loftneti ná almennt betra sambandi en nýrri símar, enda eru þeir framleiddir þegar dreifikerfin voru almennt gisnari.
5110 og fleiri símar eru líka með loftnetstengi og því kjörið að græja svoleiðis síma í bílinn, ekki verra ef hægt er að fá tvíburakort. Lítil GSM loftnet á segulfæti eru varla mjög dýr, veit það þó ekki fyrir víst.
Annars væri hægt að vera með frelsisnúmer í bílasímanum og símtalsflutning úr hinum.
Ekki ólíklegt að annar hver íslendingur eigi 5110 eða 6110 ofaní skúffu, þá er bara að grafa hann upp og sjá hvort rafhlaðan er í lagi. Þetta voru ódrepandi kvikindi á sínum tíma.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: NMT ?

Postfrá Stebbi » 10.feb 2010, 21:15

Þessi hérna er klárlega málið, NOKIA 810.

Image
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Ingi
Innlegg: 71
Skráður: 31.jan 2010, 19:58
Fullt nafn: Ingvar Guðni Svavarsson
Staðsetning: Akureyri

Re: NMT ?

Postfrá Ingi » 10.feb 2010, 21:28

þetta lítur nú út eins og sjónvarpsfjastíring en mér sínist að þetta sé klárleg málið eins og þú segir

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: NMT ?

Postfrá Einar » 10.feb 2010, 23:22

Ég er með handfrjálsan búnað fyrir Nokia í bílnum hjá frúnni (ekki bluetooth) og hann er með loftnetstengi. Minnir að það heiti Nokia CARK-126 en ég held að það sé ekki selt lengur, komin önnur útgáfa fyrir bluetooth en ég veit ekki hvort hún gefur möguleika á loftneti. Þetta eykur væntanlega ekki sendiaflið en þarna er allavega komið loftnet.

User avatar

Ingi
Innlegg: 71
Skráður: 31.jan 2010, 19:58
Fullt nafn: Ingvar Guðni Svavarsson
Staðsetning: Akureyri

Re: NMT ?

Postfrá Ingi » 13.feb 2010, 19:29

En hvað með svona signal booster eins og þennan til dæmis http://cgi.ebay.com/Wilson-Cell-Phone-Signal-Booster-Repeater-Kit-801241_W0QQitemZ220456749555QQcmdZViewItemQQptZPDA_Accessories?hash=item33543f09f3
þarna virðist maður vera kominn með 12 tommu loftnet (30cm ef mér reiknast rétt) til að setja á toppinn og svo eitthvað stykki inn í bíl til að magna upp sendinguna frá símanum og ef það er rétt sem þeir seigja þarna sem það er auðvita ekki þá á maður að vera að ná 10-15 sinnum betra sambandi
en svo getiði lesið eitthvað frekar um þetta hérna http://www.wilsonelectronics.com///Files/InstallInstructions/801242.pdf


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir