Síða 1 af 1

Vantar punkta. Slunki - Langjökull.

Posted: 01.feb 2010, 22:57
frá pardusinn
Á einhver góða punkta frá Slunkaríki og yfir á þessa venjulega rútu sem liggur yfir Langjökul?
Væri þakklátur ef einhver getur sent mér á email: sluther@internet.is

Re: Vantar punkta.

Posted: 02.feb 2010, 00:02
frá Járni
Þú átt póst

Re: Vantar punkta.

Posted: 02.feb 2010, 01:23
frá Rauðhetta
sælir
ég væri alveg til í að fá þessa punkta líka

kv
Kristján

Re: Vantar punkta.

Posted: 02.feb 2010, 02:10
frá bragi
Me too :)

Re: Vantar punkta.

Posted: 02.feb 2010, 07:58
frá Járni
Hér er slóðin http://dl.dropbox.com/u/5191/langjokull/langjokull.mps

Ég læt sömu romsu fylgja og ég sendi pardusnum

"Rútan liggur frá Jaka, upp á Geitlandsjökul, Þursaborgir og niður að Slúnkaríki. Hægast gékk að fara niður að Slúnkariki. Leiðin liggur svo slúnkaríkisveginn að Kaldadal, held reyndar að það sé fljótlegri leið til, ekki viss.
Leiðin sem var farin fylgdi að hluta til öðru tracki ,sem ferðafélagi var með, miðaðist augljóslega við meiri vetur en er nú. Allt var frosið en grjót náði upp úr klakanum og er nóg af þvi þarna á kafla.
Eins og staðan er núna mæli ég ekki sérstaklega með þvi að fara upp með Slúnkariki, og þó ég hafi ekki lent í neinu sprunguveseni uppfrá er mjög mikilvægt að fara að öllu að gát.
Ég plommsaði hvergi niður en get auðvitað ekki ábyrgst að þessi slóði sé öruggur. Það er mjög þunnt lag af snjó á jöklinum.

Ferðakveðjur, Árni"

Viðbót - Ef það hlýnar eitthvað á næstu dögum verður allt gjörsamlega á floti þarna, töluverður klaki á nokkuð stóru svæði.

Re: Vantar punkta.

Posted: 03.feb 2010, 14:36
frá pardusinn
Takk fyrir þetta Árni.
Smá ábending til forsvaramanna þessarar síðu, en þá er ekki hægt að stofna þráð undir Ferlar og punktar, þar sem þessi þráður á kannski betur heima.

Re: Vantar punkta.

Posted: 03.feb 2010, 14:50
frá gislisveri
Það er laukrétt, en ég er búinn að laga þetta og færa þráðinn yfir.
Þakka ábendinguna.

Re: Vantar punkta. Slunki - Langjökull.

Posted: 04.feb 2010, 01:09
frá bragi
Takk fyrir það