Forritun og tíðnir vhf, 4x4

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
talarinn1
Innlegg: 1
Skráður: 25.mar 2023, 14:34
Fullt nafn: Cristian Riis

Forritun og tíðnir vhf, 4x4

Postfrá talarinn1 » 25.mar 2023, 15:02

Hæhæ nú er ég í 4x4 klúbbnum og er kominn með allar beinu rásirnar af netinu og búin að forrita þær sjálfur. En ég get aðeins hlustað ekki talað. Er eitthvað offset eða tónn eða ehv álíka á þessum rásum ?
Rás 41 Útivist
Rás 43 Ferðafélag
Rás 45 Almenn 153,100 Mhz (Virkar)
Rás 47 4x4 bein
Rás 48 4x4 bein
Rás 49 4x4 bein
Rás 50 4x4 bein
Rás 51 4x4 bein Vestfjörður (Rás 48)
Rás 52 4x4 bein Norðurland (Rás 47)
Rás 53 4x4 bein Austurland (Rás 49)
Rás 54 4x4 bein Suðurland (Rás 50)
Rás 55 4x4 bein Borgafjörður eystri og héraði

Rásir sem vantar (offset og tíðni)
Rás 42 (endurvarp)
Rás 44 (endurvarp)
Rás 46 (endurvarp)
Rás 56 (endurvarp)
Rás 58 (endurvarp)



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Forritun og tíðnir vhf, 4x4

Postfrá jongud » 26.mar 2023, 08:43

Það er offset á endurvarparásunum, sumar eru með sítón og sumar eru "narrow band".
EKKI nota eitthvað sem þú 'finnur' á netinu til að forrita stöðvar. Það eru allt of margar vitleysur þarna úti.
Hvernig stöð/stöðvar ertu annars með?


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Forritun og tíðnir vhf, 4x4

Postfrá grimur » 04.apr 2023, 23:39

Það eru til VHF stöðvar sem eru læstar fyrir TX á öllum tíðnum nema einhverju smá bili.
Lenti í þessu með Baofeng vatnsheldar stöðvar sem ég ætlaði að setja sjórásirnar í.
Ég átti 2 svoleiðis sem voru alveg opnar, keypti svo aðrar tvær og þá var búið að tuska Baofeng eitthvað til og láta þá loka þessu.
Endaði með að finna alvöru Marine stöðvar með þessum tíðnum innbyggðum og sæmilega þéttar. Þær eru líka miklu betri.
Má bæta því við að ég er ekki að nota þessar stöðvar á íslandi.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Forritun og tíðnir vhf, 4x4

Postfrá jongud » 05.apr 2023, 09:35

grimur wrote:Það eru til VHF stöðvar sem eru læstar fyrir TX á öllum tíðnum nema einhverju smá bili.
Lenti í þessu með Baofeng vatnsheldar stöðvar sem ég ætlaði að setja sjórásirnar í.
Ég átti 2 svoleiðis sem voru alveg opnar, keypti svo aðrar tvær og þá var búið að tuska Baofeng eitthvað til og láta þá loka þessu.
Endaði með að finna alvöru Marine stöðvar með þessum tíðnum innbyggðum og sæmilega þéttar. Þær eru líka miklu betri.
Má bæta því við að ég er ekki að nota þessar stöðvar á íslandi.


Voru þetta stöðvar keyptar í USA? Ég veit að fjarskiptaeftirlitið þar (FCC) tuskaði innflytjendur duglega til. TX er þá bara opið á amatörtíðnunum sem er á 142-146 MHz í USA ef ég man rétt.
Ástralir og Nýsjálendingar fengu á endanum nóg og bönnuðu Baofeng ALVEG, og ALLAR stöðvar sem byggja á sömu hönnun, sama hvaða nafn er stimplað á þær.

En á jákvæðari nótum; það er hægt að fá einhverjar restar af Vertex-Standard VX-231 á Ebay og Aliexpress, þó að þær séu ekki lengur í framleiðslu. Og það er enn verið að framleiða Vertex VX-261 og Fálkinn/Ísmar er að selja þær. Báðar eru 16 rása einfaldar og harðgerar stöðvar og merkið frá þeim er kristaltært! Ekki vottur af yfirsveiflum. Verðið á Ebay/Aliexpress er innan við 15 þúsund.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Forritun og tíðnir vhf, 4x4

Postfrá grimur » 07.apr 2023, 02:05

Já ég er með þetta dót í USA, einmitt eins og þú lýsir.
Líka sammála þessu með gæðin á þessari hönnun, alls ekki gott drægi finnst mér enda gafst ég upp á þeim.
Það er bara voðalega lítið um almennilega vatnsheldar handstöðvar á skikkanlegu verði, mest eitthvað skvettuhelt dót sem er ónýtt í fyrstu rigningarskúr í Flórída.
Vertex alla daga já ef þess er nokkur kostur.
Ég er með Cobra stöðvar núna sem hafa staðið sig vel, er reyndar að fara að setja fastar stöðvar(Cobra líka) í skíðin hjá okkur, þær ættu að draga mun betur með bátaloftneti heldur en þessar handstöðvar með stubba loftnet.


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir