Síða 1 af 1

Skemmdir á þaki?

Posted: 15.maí 2020, 14:20
frá jongud
Ein spurning varðandi VHF loftnet á bílþaki.
Hafið þið eitthvað heyrt að 5/8 loftnet væru að kjaga blikkið ef loftnetsfóturinn er settur beint í gegnum þakið?
Það er nefnilega svolítið álag á loftnetinu á jeppa á 90 km hraða úti á vegi, og í torfærum hef ég lent í að NMT loftnet og VHF loftnet væru að skylmast uppi á þaki.