Síða 1 af 1

GPS Ferlasafn

Posted: 28.nóv 2017, 23:49
frá Sævar Örn
Halló, eru menn ekki áhugasamir um að deila sínum GPS ferlum, annarra til glöggvunar?

Þau ferlasöfn sem hafa verið til á internetinu eru mörg hver orðin algerlega úrelt og enganvegin nothæf í dag.


Ég deili hér þeim ferlum sem ég safnaði á gamla tækið mitt, það er m.a. leið kringum hofsjökul með viðkomu í setri, og laugafelli,

einnig alkunn vetrarleið í landmannalaugar upp með sigöldulóni

Eitthvað langjökulsbras að mig minnir, endilega skoðið þetta og notið til viðmiðunar ef þið teljið gagnast, mér þætti gaman að sjá ferla annarra, t.d. langar mig að sjá leiðir manna yfir norðaustur yfir langjökul og niður að austanverðu, og eins leið frá jökulheimum og á grímsfjall, og þaðan niður í kverkfjöll

Á einhver þetta til

Re: GPS Ferlasafn

Posted: 03.des 2017, 17:54
frá Sævar Örn
Nú eru margir búnir að sækja það sem ég deildi, en hafa menn ekkert til að deila sjálfir?

eða er þetta afleit hugmynd?

Re: GPS Ferlasafn

Posted: 03.des 2017, 17:58
frá Járni
Nei, bara hið besta mál.

Ég man eftir umræðu hérna þar sem var komið inn á það að menn voru á bremsunni við að deila "vafasömum" trökkum, t.d. jökla-trökkum.

En að halda upp á almennar jeppaleiðir er bara gott!

Re: GPS Ferlasafn

Posted: 03.des 2017, 18:23
frá kaos
Þetta er mjög góð hugmynd. Ég vildi bara að ég hefði eitthvað vitrænt að leggja í púkkið, en því miður hefur maður verið alltof latur við að vista ferla :-(

--
Kveðja, Kári.

Re: GPS Ferlasafn

Posted: 03.des 2017, 18:38
frá Sævar Örn
Auðvitað er trakk aldrei neitt annað en viðmið, alveg sama hvort það sé frá þér sjálfum eða einhverjum öðrum!

Það á ekki að þurfa að taka það fram, hins vegar hef ég aldrei eignast trakk af leiðinni frá Jökulheimum og upp á Grímsfjall þó ég treysti mér nokkurnvegin til að aka þá leið eftir korti í björtu, en því er ekki að treysta, og heldur ekki þaðan og niður í Kverkfjöll, meiningin er að fara þessa leið vonandi þennan vetur og vil ég ekki fara þangað öðrumvísi en að hafa eitthvert viðmið.

Re: GPS Ferlasafn

Posted: 03.des 2017, 19:01
frá draugsii

Re: GPS Ferlasafn

Posted: 03.des 2017, 19:04
frá Sævar Örn
Á 4x4 safninu eru nær eingöngu sumarleiðir, og engar jökla leiðir, þar er einnig svo mikið af þjóðvegaleiðum að maður þreytist fljótt á að leita enda eru þær oft ekki merktar réttum svæðanöfnum.

Re: GPS Ferlasafn

Posted: 03.des 2017, 21:00
frá bjornod
Sælir,

Hér má finna leiðarpunkta á nokkrum jöklum. Þeir eru mun öruggari til dreifinga heldur en ferlar:

http://safetravel.is/is/sprungukort/

http://safetravel.is/wp-content/uploads/safetravel.gdb

Re: GPS Ferlasafn

Posted: 03.des 2017, 21:50
frá Sævar Örn
jamm ég er með þessa í mínu tæki, þarna eru leiðir á vatnajökli sem hægt er að styðjast við, eins er ég með gömlu hnitabókina en hún er nú orðin 20 ára gömul hugsa ég, engu síður eru þar góðir leiðarpunktar sem hægt er að fylgja, þessa hef ég bara í bílnum og gríp í ef þörf krefur.

Re: GPS Ferlasafn

Posted: 03.des 2017, 23:16
frá bjornod
OK, ef þú ert með þessa punkta í tækinu þá ertu í góðum málum. Getur keyrt upp á Grímsfjall, ofaní Grímsvötn og út að Kverkfjöllum.

Ef þú ert að vísa í grænu bókina hans Sigurjóns Péturssonar, þá er hún gefin út 1995 svo hún er orðin aðeins eldri en 20 ára.

Eins getur þú farið helstu leiðir á Langjökli.