Síða 1 af 1

Garmin 172c tæki náði ekki sambandi við gervihnött - viðgerð

Posted: 07.feb 2017, 08:12
frá raggos
Daginn félagar. ég vildi deila aðeins af mér vandamáli sem ég hef verið að díla við seinasta árið og hvernig það var leyst.
Ég er með gamalt garmin 172c tæki í bílnum og seinasta árið eða svo hefur tækið verið að láta illa þegar ég hef ætlað að nota það þar sem það náði næstum aldrei sambandi við gervihnetti þegar á reyndi og klukkan í tækinu var yfirleitt mjög röng þegar tækið fór í gang.
Ég fór með tækið til Garmin á Íslandi og þeir sögðu mér að líklega væri móttakarinn farinn og ekkert hægt að gera. Ég kynnti mér málið aðeins betur og þá kom í ljós að bilunin hjá mér lýsti sér eins og lítil endurhlaðanleg lithium rafhlaða sem viðheldur klukku tækisins væri farin að gefa sig og því væri tækið að reyna að tala við gervihnettina útfrá röngum hnitum miðað við klukkuna. Kom í ljós að hægt er að ræsa þessi tæki á þann hátt að það hendir öllum gögnum um gervitungl sem tækið á og þá náði ég alltaf sambandi við gervihnött á innan við 1-2 mín og klukkan uppfærðist í kjölfarið. Trixið er að slökkva á tækinu og kveikja svo á því þannig að haldið er inni Page takkanum og power takkanum þar til glugginn birtist þar sem beðið er um samþykki á notkun tækis. Með þessu þvingast tækið í AutoLocate.
Ok snilld, búinn að finna leið til að tækið virki áreiðanlega en það er líka hægt að skipta þessu batteríi út og það gerði ég í gærkvöldi eftir að hafa keypt nýja lithium rafhlöðu á ebay. Hér að neðan er mynd af þeirri gömlu en hún er af týpunni VL-1220 frá Panasonic og er 7mah en ég setti reyndar aðra sambærilega gerð í staðinn.
Image
Nú er ég kominn með áreiðanlega rafhlöðu og leið til að ræsa tækið þó batteríið sé afhlaðið svo ég tel þetta bara leyst.
Eitt ráð sem gott er að hafa í huga er að kveikja reglulega á þessum tækjum og leyfa þeim að vera í gangi í langan tíma svo lithium rafhlaðan nái að fullhlaða sig til að draga úr líkum á þessu

Re: Garmin 172c tæki náði ekki sambandi við gervihnött - viðgerð

Posted: 07.feb 2017, 09:15
frá eyberg
Frábært að heira þetta en það sem mér fins er að umboðið er búinn að dæma þetta bila' eða ónýtt.

En gott að heira að það er hægt að skipta þessu batteryi út og nota tækið.

Re: Garmin 172c tæki náði ekki sambandi við gervihnött - viðgerð

Posted: 07.feb 2017, 15:38
frá Járni
Flott, takk fyrir að deila þessu. Hjálpar örugglega einhverjum.

Re: Garmin 172c tæki náði ekki sambandi við gervihnött - viðgerð

Posted: 07.feb 2017, 23:43
frá Startarinn
Svona pistlar eru alltaf góðir, margir sem myndu henda tækjunum áður en þeir áttuðu sig á þessu