Síða 1 af 1

Orux maps eða ozi explorer.

Posted: 31.des 2016, 18:19
frá Bessi
Hvor kosturinn er notenda vænni og einfaldari ì notkun?verður notað á Samsung spjald með ískortum. Væri fínt að fá rök með og á móti.

Re: Orux maps eða ozi explorer.

Posted: 01.jan 2017, 11:26
frá Járni
Hef notað orux en ekki ozi. Virkar fínt, hef notað með gömlum farsíma sem er full hægur í þetta. Með góðu spjaldi er þetta pottþétt fínt.

Re: Orux maps eða ozi explorer.

Posted: 01.jan 2017, 11:38
frá Magni
Hérna er smá writeup um ozi fyrir android. Getur skoðað það.
Ég hef ekki prófað orux en það væri gaman að fá screenshot og útlistun á því

viewtopic.php?f=37&t=31069

Re: Orux maps eða ozi explorer.

Posted: 02.jan 2017, 23:28
frá Kiddi
Hef notað bæði og hallast í augnablikinu meira að Orux maps með kortum frá gpsmap.is. Finnst það þægilegra í notkun að mörgu leyti.

Re: Orux maps eða ozi explorer.

Posted: 05.jan 2017, 20:26
frá Aparass
Sama hér.
Ég kann ekkert á áttavita eða gps tæki en ég hef geta notað orux í 3 ár allavega og einhvern vegin hef ég getað látið það tracka og hitt og þetta og meira að segja stundum getað látið það vísa mér sömu leið til baka!

Re: Orux maps eða ozi explorer.

Posted: 06.jan 2017, 08:20
frá jongud
Aparass wrote:Sama hér.
Ég kann ekkert á áttavita eða gps tæki en ég hef geta notað orux í 3 ár allavega og einhvern vegin hef ég getað látið það tracka og hitt og þetta og meira að segja stundum getað látið það vísa mér sömu leið til baka!


Ég mæli þá með að þú lærir á hvort tveggja.

Orux virkar ekki nema spjaldtölvan virki, og GPS tækið virkar ekki án rafhlaðna/straums. Áttaviti virkar hins vegar alltaf.
Það eru ýmsir aðilar sem halda námskeið í rötun, kortanotkun, áttavitanotkun og GPS.
Maður á líka svo miklu auðveldara með að fatta hvað er í gangi í Orux-forritinu ef maður skilur prinsippin á bakvið kortin og GPS hlutann.

Re: Orux maps eða ozi explorer.

Posted: 06.jan 2017, 23:14
frá Aparass
Þetta er alltaf á bucket listanum mínum að skella mér á námskeið.
Náði meira að segja að skrá mig einhverstaðar á námskeið fyrir 2-3 árum en svo var það fellt niður vegna dræmrar þáttöku....