Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
Karlgeorg
Innlegg: 2
Skráður: 17.sep 2016, 05:36
Fullt nafn: Karl Georg Karlsson
Bíltegund: Hilux

Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Postfrá Karlgeorg » 17.sep 2016, 05:57

Sælir,

Ég er að hugsa um að panta af netinu Android margmiðlunartæki í Hilux.

Það væri líklega hægt að setja inn OZI explorer eða önnur kortaforrit í svona tæki, og hvaða android app sem manni listir ef því er að skipta. (Spotify, Sarpinn, netflix Ja.is, 112 appið og fl og fl...) tækið fær internet í gegnum farsíma hotspot eða 3g/4g usb dongle.

Þessi tæki eru til sölu á amazon,ebay, aliexpress og á fleiri síðum í alls konar útfærslum fyrir alls konar bíla.

Ég er að hugsa um að leita mér að tæki með android 5.1, bakkmyndavélamöguleika og tengimöguleika fyrir 3g/4g dongle.


Hefur einhver reynslu / skoðun á svona tækjum?

http://youtu.be/AdcIAZJqzdc
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Postfrá sukkaturbo » 17.sep 2016, 08:56

væri til æi eitt svona


halldors
Innlegg: 3
Skráður: 04.jún 2012, 20:54
Fullt nafn: Halldor Sigurjonsson

Re: Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Postfrá halldors » 18.sep 2016, 01:44

er með eitt svona steindautt hérna í skúrnum og veit um fleiri.

User avatar

eirikuringi
Innlegg: 45
Skráður: 11.feb 2014, 14:43
Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Bíltegund: Suzuki Vitara
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Postfrá eirikuringi » 18.sep 2016, 02:02

haha... ég er með 2 steindauð hér í skúffunni hjá mér. Ég mæli ALLS ekki með því að kaupa þetta af stað þarf sem þú getur ekki "claimað" ábyrgðina. Hvort tæku um sig enntust í um 3 vikur. En á meðan þetta virkaði var ég mjög kátur.
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi

User avatar

eidur
Stjórnandi
Innlegg: 125
Skráður: 30.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: Eiður Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Reykjavík

Re: Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Postfrá eidur » 19.sep 2016, 11:10

Sælir

Ég er mjög spenntur að fá mér svona og hef skoðað talsvert á Ali. Þetta væri snilld til að fá bakkmyndavél og navigation í gamla skrjóða. Hinsvegar hef ég miklar áhyggjur af gæðunum á svona tækjum (réttilega miðað við fyrri svör).

Svona tæki kosta líka oftast töluvert meira heldur en sambærileg spjaldtölva sem myndi þjóna nánast sama tilgangi. Kosturinn við spjaldtölvuna er t.d. að þú getur þá snúið henni betur að þér heldur en tæki sem er fast í innréttingunni.

/E


Höfundur þráðar
Karlgeorg
Innlegg: 2
Skráður: 17.sep 2016, 05:36
Fullt nafn: Karl Georg Karlsson
Bíltegund: Hilux

Re: Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Postfrá Karlgeorg » 19.sep 2016, 16:23

Þá er kannski spurning um að finna traustverðari týpu/framleiðanda sem er að gera svipað gagn.

Ég myndi gjarnan vilja hafa tæki þar sem maður getur sett inn öpp að engin vali. En lendingin verður kannski bara að setja vera með spjaldtölvu í bílnum.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1230
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Postfrá svarti sambo » 20.sep 2016, 11:28

Hvernig lýst mönnum þá á t.d. þetta tæki.

http://www.ebay.com/itm/Double-2DIN-In- ... 2034305881

Get ekki betur séð en að það sé hægt að vera með eigin kort í þessu, eða hvað.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Postfrá xenon » 20.sep 2016, 13:18

Ég hef selt slatta af tækjum frá þessum aðila síðan 2012 http://www.eonon.com/ og ekki fengið neitt í hausin.

Þetta tæki hér er t.d orginal rammin/útlit af mörgum Ali tækjum það er búið að uppfæra þetta tæki í hvert skipti sem það kemur ný Android útgáfa svo þeir hafa notast við þetta útlit í að verða 2 ár núna.

http://www.eonon.com/Android-Car-GPS/2- ... 2150F.html

Það eru til hundruðir tegunda af þessu tækjum svo erfit getur verið að finna út hvað er best en möguleikarnir eru flottir fyrir jeppamenn, t.d oruxmaps með íslandskortum frá gpsmap.is, usb/bluetooth/WiFi relay kort fyrir aukarafmagn þá stjórnarð með appi af skjá, úthleypibúnaður í appi (Sölvi), OBDII tengt í vél bílsins tugir appa til fyrir það, og svo bara Play stor fyrir android þar sem allt er til, fyrir utan möguleika á tónlistarspilun frá síma og allt það sem android bíður upp á plús internet.

Kv Snorri


MargeirStefans
Innlegg: 1
Skráður: 27.júl 2016, 00:42
Fullt nafn: Margeir Stefánsson
Bíltegund: LC120

Re: Android útvarp / gps / margmiðlunartæki.

Postfrá MargeirStefans » 25.sep 2016, 19:01

xenon wrote:Ég hef selt slatta af tækjum frá þessum aðila síðan 2012 http://www.eonon.com/ og ekki fengið neitt í hausin.

Þetta tæki hér er t.d orginal rammin/útlit af mörgum Ali tækjum það er búið að uppfæra þetta tæki í hvert skipti sem það kemur ný Android útgáfa svo þeir hafa notast við þetta útlit í að verða 2 ár núna.

http://www.eonon.com/Android-Car-GPS/2- ... 2150F.html

Það eru til hundruðir tegunda af þessu tækjum svo erfit getur verið að finna út hvað er best en möguleikarnir eru flottir fyrir jeppamenn, t.d oruxmaps með íslandskortum frá gpsmap.is, usb/bluetooth/WiFi relay kort fyrir aukarafmagn þá stjórnarð með appi af skjá, úthleypibúnaður í appi (Sölvi), OBDII tengt í vél bílsins tugir appa til fyrir það, og svo bara Play stor fyrir android þar sem allt er til, fyrir utan möguleika á tónlistarspilun frá síma og allt það sem android bíður upp á plús internet.

Kv Snorri


Góða kvöldið.

Nú er ég nýkominn á LC120 og hef verið að velta þessu fyrir mér með nýtt útvarp, aðallega með Bluetooth til að geta talað í símann og hlustað á tónlist. Hvað myndi svona kosta komið í bílinn? Og hvar ertu að selja þetta?

Bkv,
Margeir


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur