Staðsetning loftnets.

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
TBerg
Innlegg: 207
Skráður: 01.feb 2010, 09:18
Fullt nafn: Trausti Bergland

Staðsetning loftnets.

Postfrá TBerg » 28.apr 2016, 16:19

Er mikið verra að staðsetja VHF loftnet á frambretti, heldur en á þakinu?
Sé að sumir eru með þetta þar.

Hvernig er að setja þetta á toppgrindina? Hún verður úr áli.

Virðist sem það muni ganga erfiðlega að setja loftnetið á toppinn.

Kv. Trausti
gambri4x4
Innlegg: 201
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol/Y61 Patro
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Staðsetning loftnets.

Postfrá gambri4x4 » 28.apr 2016, 20:59

Fræðin segja víst að best sé að hafa VHF loftnetin á miðju þaki

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Staðsetning loftnets.

Postfrá Lindemann » 28.apr 2016, 21:34

Það er verra, loftnetið notar grunnflötinn í kringum sig og ef það er útá jaðri virkar það ekki jafnvel og verður stefnuvirkara.

Ef þú ætlar að setja það á toppgrindina myndi ég mæla með bátaloftneti, þau eru aðeins dýrari en þurfa ekki grunnflötinn.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


Kjartan Óli
Innlegg: 13
Skráður: 02.apr 2010, 12:52
Fullt nafn: Kjartan Óli Valsson

Re: Staðsetning loftnets.

Postfrá Kjartan Óli » 19.jún 2016, 18:38

Skiptir máli hvort maður setur loftnetið á bílþakið eða þak á plast pallhúsi?
Kveðja Kjartan


kaos
Innlegg: 108
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Staðsetning loftnets.

Postfrá kaos » 19.jún 2016, 20:25

Fyrir venjuleg bílaloftnet, já. Eins og Lindemann sagði þá nota þau þakið í raun sem hluta loftnetsins. Bátaloftnet eru yfirleitt öðruvísi byggð og þurfa ekki jarðsamband. Fyrir bílaloftnet ætti að virka að líma álpappír innan á plastþakið og búa þannig til jarðflöt. Passa bara að loftnetsfóturinn nái sambandi við álpappírinn, og auðvitað að flöturinn sé nógu stór (myndi giska á ca. fermeter lágmark fyrir VHF loftnet). Tek fram að ég hef ekki prófað þetta.

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Atttto
Innlegg: 120
Skráður: 18.mar 2012, 23:38
Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
Bíltegund: Grand cherokee
Staðsetning: Reyđarfjörđur

Re: Staðsetning loftnets.

Postfrá Atttto » 21.jún 2016, 05:56

venjulegu bílaloftnetin þurfa að vera með góðann jarð flöt undir sér, en þessi http://sonar.is/default.asp?Sid_Id=2349 ... &VKV=10947 (bátaloftnet) skiftir engu máli hvar þau eru og þurfa ekki þennan stóra jarð punkt.

kv. Atli
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl

44" Grand Cherokee (í vinnslu)

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Staðsetning loftnets.

Postfrá snöfli » 21.jún 2016, 07:38

VHF loftnet í frambretti (eða afturhorni á þaki) verður eitthvað stefnuvirkt, þ.e. misgott eftir því hvernig bíllinn snýr gagvart sendingunni. Hef verið með þau þannig og munurinn er einhver en ekki eins og dagur og nótt. Oftast er maður að nota VHF til að vera í smabandi við bílana sem eru samferða og þá skiptir þetta engu máli.
Hef reyndar þá verið með frekar langt loftnet, sennilega um 140 cm ef ég man rétt.


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir