Síða 1 af 1

AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 24.feb 2016, 22:12
frá Finnur
Sælir

Er einhver hér sem þekkir vel til AIS búnaðar í bátum og hvort hægt sé að nota hann á fjöllum. AIS gengur í raun út á að bátar og skip gefa upp staðsetningu sýna. Eftir því sem ég best veit er GPS og VHF notað til að senda út upplýsingar um bátinn. http://fmis.is/selja-hja-fmis/ais-stadsetningar

Nú geta bátar notað spjaldtölvur og AIS búnað saman til þess að senda út staðsetningu og fá upplýsingar til baka fyrir alla báta í nágreninu.

Mínar vangaveltur eru hvort hægt sé með litlum tilkostnaði að yfirfæra þessa tækni yfir í jeppa. Í slæmum verðum gæti komið sér mjög vel að sjá staðsetningu allra í hópnum á kortinu hjá sér.

Einhverjir eru með þetta en þá held ég að tetra stöðvar séu notaðar, þekki það ekki nægilega vel.

Hér er búnaður sem ætti að ganga með Windows spjöldum.

http://www.ebay.co.uk/itm/Marine-ship-AIS-navigation-system-kit-includes-receiver-Antenna-GPS-dongle-/201527994582?hash=item2eec0128d6:g:oDIAAOSw4UtWTQVr

Er einhver hér sem þekkir þetta vel og getur varpað ljósi á þennan búnað og hvort hægt sé að nota þetta í jeppa.

kv
KFS

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 24.feb 2016, 22:39
frá svarti sambo
Það gengur ekki að setja AIS í jeppa, svo ég viti, þar sem að þetta vinnur með tilkynningarskyldunni. Skoðaði þetta í fyrra og fékk þá þessi svör. En ég fann annan búnað sem vinnur eins og er mikið notaður erlendis, er bara búinn að tína linknum á þeim búnaði. Held að sá búnaður gæti virkað hjá neyðarlínunni. Setti þetta á hold í bili.

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 24.feb 2016, 22:58
frá kaos
AIS notar MMSI númer (Maritime Mobile Service Identity) sem auðkenni, og þau eru aðeins gefin út á skip og báta, svo nei, það er ekki hægt að nota þetta kerfi til að senda staðsetningu á jeppum. Það er auðvitað hægt að setja AIS móttakara upp í jeppa (hlekkurinn er á þannig búnað), en það gefur þér bara staðsetningu á bátum sem eru í VHF færi, en sendir ekki út þína eigin staðsetningu.

Tetra stöðvar bjóða upp á tracking möguleika, og er notað af björgunarsveitum, lögreglu o.fl. Það kerfi útheimtir hins vegar netaðgang til að geta skoðað staðsetningar; stöðvarnar sjálfar senda staðsetningu út á kerfið, en taka ekki á móti þeim. Eins held ég að Tetra leyfi séu illfáanleg fyrir einstaklinga. Kerfið er ætlað fyrir viðbragðsaðila, veitustofnanir, vegagerð o.þ.h.

Mig rámar hins vegar í einhverja umræðu, gott ef ekki hérna á spjallinu, um hliðstætt kerfi fyrir radíóamatöra. Útheimtir amatörleyfi, en það er þó möguleiki.

Eftir smá gúggl: Kerfið (ég held allavega að það sé þetta kerfi sem var verið að ræða um) notar APRS (Automatic Packet Reporting Service) sem er samskiptastaðall sem amatörar nota. Þetta staðsetningarkerfi er bara viðauki við það. Hér er síða sem ég fann um þetta http://www.arrl.org/position-reporting-with-aprs, hér er dæmi um tilbúið tæki http://www.crosscountrywireless.net/aprs_tnc.htm.

--
Kveðja, Kári.

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 24.feb 2016, 23:45
frá svarti sambo
Þetta gæti verið sniðugur viðbótarbúnaður. Veit ekki hvort að þetta virki hér á landi.

http://www.gpscompared.net/spot-gen-3-s ... messenger/
http://www.gandermountain.com/modperl/p ... 458&r=view
http://www.findmespot.com/en/index.php?cid=101

Þeir bjóða allavega uppá tvö númer á neyðarhnapp. 911 USA og 112 EUROPE.

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 25.feb 2016, 08:23
frá jongud
Prófið að leita að APRS hérna á síðunni. Það var nokkur umræða um þetta í fyrra.

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 25.feb 2016, 11:51
frá Magni

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 26.feb 2016, 08:18
frá eidur
Sælir

ÉG rakst á þetta túristamyndband:


Þar er sýnt tæki sem kallast Kannad Safelink Solo PLB.

Fann það síðan á síðu Sónar:
http://www.sonar.is/default.asp?Sid_Id= ... &VKV=18905

Það er spurning hvort þetta kæmi í staðinn fyrir spot tæki, en árgjaldið þar er yfir 20þkr.

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 26.feb 2016, 11:29
frá Boxer
Ég er nýlega búinn að endurnýja áskriftina mína hjá SPOT og hún nær ekki 20.000 eins og sagt er hér að ofan.
Hér fyrir neðan má sjá sundurliðun á reikningum mínum sem ég borgaði núna 10 febrúar 2016.

Transaction Summary:
SPOT Basic Service 88,62 EUR = 13.011 ISK (Grunnþjónustan sem þeir bjóða upp á)
Track Progress 31,70 EUR = 4.654 ISK (Aukafídus þar sem tækið trakkar leið mína á 10 min fresti)
SMS Bundle 200 Messages 0.00
Total Taxes 0.00
Grand Total 120,32
Amount Charged 120,32

Samtals eru þetta 120,32 EUR sem gerðu 17.665 ISK á vísakortinu mínu.
Grunnþjónustan er því á 13.011 ISK og með henni getur þú tékkað þig inn handvirkt (sem er ekki hægt á Kannad) og auðvitað sent neyðarboð.

Ef maður skoðar þetta í stóra samhenginu miðað við allt annað í þessu útivistarsporti sem fer í t.d. gistigjöld, eldsneyti og svo ekki sé minnst á söngölíu þá sé ég alls ekki eftir þessum pening.
Það væri nú samt gaman að vita hvað þetta Kannad tæki kostar, en ég er hrifnastur af trakking fídusnum hjá SPOT sem Kannad hefur ekki.

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 02.okt 2016, 00:39
frá mrgard
Hello,

I was just checking out on tracking/emergency devices and found this thread. Does anyone have experience with Delorme InReach here on Iceland?

- InReach is based on Iridium satellites, and has 2-way text message possibility.
http://www.inreachdelorme.com/

- SPOT is based on Globalstar satelittes, and has only 1-way text message (send).
http://www.findmespot.eu/en/

Based on some reviews it seems like SPOT message delivery is more unreliable than INREACH. But I have never tested any of this myself. However I spoke to a Norwegian motorbike dude, he had used SPOT for several years, but had now switched to INREACH since it was much easier to calm down family at home with the 2-way communication. Good point!

INREACH is a bit more expensive, but you can split subscription into monthly program, so if you don't do trips every month, you can reduce the total cost, and maybe even get it cheaper than SPOT!

Here is an article in Morgunbladid mentioning INREACH:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/02/23/hvernig_virkar_thetta_spot_taeki/

And some comparisons:

http://www.dualsportbc.com/forums/showthread.php?13865-inReach-vs-SPOT-Field-Testing

http://www.cloudbasemayhem.com/delorme-vs-spot-when-your-life-depends-on-it/

https://www.wildsnow.com/8245/spot-inreach-satphone-review-delorme/

http://www.johnnestler.com/blog/2015/11/choosing-a-satellite-device-delorme-inreach-se-vs-spot-gen3

http://www.outdoorgearlab.com/Personal-Locator-Beacon-Reviews

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 19.okt 2016, 23:34
frá ulfr
Ég datt um þennan þráð fyrir tilviljun, og það vill svo til að ég held úti APRS kerfinu á Íslandi.
Ef einhverjir hér hafa áhuga á tilraunum á opnu VHF tíðnisviði þar sem ekki þarf amatörréttindi þá er ég meira en vel til í slíkar æfingar.

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 20.okt 2016, 14:35
frá eidur
ulfr wrote:Ég datt um þennan þráð fyrir tilviljun, og það vill svo til að ég held úti APRS kerfinu á Íslandi.
Ef einhverjir hér hafa áhuga á tilraunum á opnu VHF tíðnisviði þar sem ekki þarf amatörréttindi þá er ég meira en vel til í slíkar æfingar.


Ég hef áhuga á slíkum æfingum, en er einhver búnaður sem styður og/eða er leyfður á opnu tíðnisviði fyrir APRS eða álíka þjónustur?

Það sem mér þætti sérstaklega áhugavert er að koma þessu inn í t.d. oruxmaps og geta þá séð hvar ferðafélagarnir eru staddir.

/E

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 20.okt 2016, 15:51
frá Magni
ulfr wrote:Ég datt um þennan þráð fyrir tilviljun, og það vill svo til að ég held úti APRS kerfinu á Íslandi.
Ef einhverjir hér hafa áhuga á tilraunum á opnu VHF tíðnisviði þar sem ekki þarf amatörréttindi þá er ég meira en vel til í slíkar æfingar.



Ég væri mögulega til :)

Magni@iav.is

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 20.okt 2016, 17:34
frá Járni
Spennandi mission, hvað er nsæta skref?

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 20.okt 2016, 20:19
frá ulfr
Það er ekkert sem stoppar menn í að nota APRS á hvaða kerfi sem er, þar sem prótókóllinn sem slíkur er opinn. Hinsvegar er opinbera tíðnin á APRS hjá radíóamatörum innan radíóamatörstíðnisviðsins 144,800MHz.
Auðvitað, væri lang best ef þeir sem hafa áhuga á að koma upp APRS yrðu sér út um slíkt leyfi þar sem það eru nú þegar APRS móttakarar í gangi á þeirri tíðni, og hugmyndin er að fjölga þeim.

APRS búnaður í grunninn er:
GPS (t.d. Garmin með serial tengi eða GPS pungur.) sem tengist við APRS módem (T.d. TinyTrak4) sem síðan tengist við VHF stöð í gegnum speaker útganginn og inná Mic inngang. Fyrir prófanir myndi ég mæla með handstöð. Kosturinn við það að vera með handstöð í þetta er einnig það að þá er maður með varastöð sem er virk í bílnum.

Í 4runnernum hjá mér var ég með Garmin GPSmap276C sem var tengt við TT4 módem, það síðan tengdist við aðra VHF stöð sem ég var með í bílnum. Þannig gat ég séð aðra aðila í kringum mig og sent út mína eigin staðsetningu. Ég prófaði síðan að tengja forrit við allt heila klabbið og þar með gat ég sent skilaboð í gegnum APRS kerfið hvert sem er í heiminum svo lengi sem viðtakandi var með APRS tæki sem studdi skilaboð.
Þetta virkaði alveg þolanlega á HF og ég náði nokkrum sinnum að senda skilaboð sem fóru í gegnum móttakara í evrópu.

Varðandi það að tengjast við OruxMaps (eða OziExplorer) þá þarf að skrifa plugin fyrir það. Hefði ég endalausan tíma myndi ég standa í því en því miður er svo ekki. En það var alltaf draumurinn að fá þetta upp í Ozi.

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 24.okt 2016, 21:53
frá AgnarBen
Þetta plug-in http://www.radio-active.net.au/web3/APRS/OziAPRS var farið að virka hjá mönnum árið 2004 http://www.4wdtrips.net/forum/showthread.php?2222-GPS-gt-Computer-OziExplorer-gt-APRS-2m/page2 ..... spurning hvort það sé ennþá nothæft :)

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 25.okt 2016, 19:45
frá biturk
Af hverju ekki aæ nota bara 112 appið?

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 25.okt 2016, 20:47
frá xenon
biturk wrote:Af hverju ekki aæ nota bara 112 appið?


Það virkar ekkert nema það sé GSM samband

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 26.okt 2016, 10:04
frá biturk
xenon wrote:
biturk wrote:Af hverju ekki aæ nota bara 112 appið?


Það virkar ekkert nema það sé GSM samband


Gengur það ekki a gps?

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 27.okt 2016, 20:46
frá xenon
biturk wrote:
xenon wrote:
biturk wrote:Af hverju ekki aæ nota bara 112 appið?


Það virkar ekkert nema það sé GSM samband


Gengur það ekki a gps?


Staðsetningin kemur frá GPS en ef eitthvað er að og þú vilt senda frá þér neyðarboð þá fara þau í gegnum símkerfið,

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 31.okt 2016, 14:44
frá jongud

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 02.nóv 2016, 20:09
frá ulfr
AgnarBen wrote:Þetta plug-in http://www.radio-active.net.au/web3/APRS/OziAPRS var farið að virka hjá mönnum árið 2004 http://www.4wdtrips.net/forum/showthread.php?2222-GPS-gt-Computer-OziExplorer-gt-APRS-2m/page2 ..... spurning hvort það sé ennþá nothæft :)

Fékk þetta aldrei til að virka af ýmsum ástæðum. :(

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 03.nóv 2016, 11:25
frá jongud
Prófið að slá inn "APRS vhf" á Ebay.
Það er hægt að fá "tracker" með innbyggðum GPS móttakara og VHF sendi á 79$ og "gateway" á 90$

Re: AIS , GPS og spjaldtölvur

Posted: 01.feb 2021, 09:48
frá jongud
Aðeins að hnippa í gamlan þráð.
Garmin keypti árið 2016 DeLorme sem var minnst á hér á þræðinum.
Mörg Garmin GPS tæki eru komin með inReach möguleika, t.d. Garmin Zumo XT en það þarf að gerast áskrifandi að þjónustunni.