Garmin echomap 42dv

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
maggi81
Innlegg: 9
Skráður: 19.okt 2015, 07:46
Fullt nafn: Magnús Ásmundsson

Garmin echomap 42dv

Postfrá maggi81 » 18.des 2015, 13:13

Er að leita mér að tæki í jeppann og var ákveðinn í að fá mér 276c en kíkti í Garmin búðina og sá þetta tæki, I fljótu þá sýnist mér það gera allt sem 276c gerir og með nýrri tækni auðvitað.
Þetta tæki er örlítið dýrari en notað 276c sem er löngu hætt að framleiða, er einhver getur þekkir bæði tækin og getur skýrt munin?



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Garmin echomap 42dv

Postfrá Kiddi » 18.des 2015, 17:52

Ég myndi ekki hika við að fara í nýrra tækið, a.m.k. ef verðmunurinn er ekki að plaga þig.
Helstu kostirnir við nýrri tækin myndi ég segja að væru að það er mikið auðveldara að vinna með gögn. Eldri tækin eru með spes "Garmin Data Card" á meðan nýrri taka venjulegt microSD kort. Eins er ekki víst að sprungukortið frá Landsbjörgu gangi í 276 tækið en það gengur a.m.k. ekki í mitt 292 tæki.
Þessi eldri tæki úreldast síðan hægt og bítandi þar sem hugbúnaðurinn í þau er ekki lengur uppfærður og þar af leiðandi fá þau aldrei að vita af nýjum gervitunglum, eða svo var mér sagt af skoskum GPS gúrú sem var hér á landinu fyrir nokkrum árum að kenna á GPS á vegum Landsbjargar.
Ég hef aðeins notað Echomap 50 tækið og viðmótið er alveg prýðilegt, hægt að stilla hvað er á skjánum o.s.frv.


Höfundur þráðar
maggi81
Innlegg: 9
Skráður: 19.okt 2015, 07:46
Fullt nafn: Magnús Ásmundsson

Re: Garmin echomap 42dv

Postfrá maggi81 » 18.des 2015, 19:55

Takk fyrir þetta Kiddi, þetta hjálpar helling :)


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir