Síða 1 af 1

Hvað er Best ??

Posted: 07.sep 2015, 12:03
frá asb91
Góðann daginn. Mig langaði til að spurja alla Gps og Tölvu snillingana hérna inná spjallinu hvaða spjaldtölvur eru að virka best sem gps græjur í jeppann á fjöll. Maður hefur heyrt misgóðar sögur af þessum spjöldum en hvað á maður að fá sér sem maður verður ángæður með? það er svo mikið í boði og maður þorir ekki að kaupa eitthvað sem maður verður bara svona semí ánægður með. með fyrirfram þökkum :D

Re: Hvað er Best ??

Posted: 08.sep 2015, 12:52
frá jongud
Ég er líka að spá í þetta. Aðal vandinn er sá að spjaldtölvur henta líklega illa í miklum kulda. Hins vegar eiga flest Garmin GPS-tæki að virka vel niðurfyrir -10°C

Re: Hvað er Best ??

Posted: 08.sep 2015, 14:33
frá Járni
Ég hef verið að brúka þetta hérna http://www.gpsmap.is/gps/ á gömlum android síma og hefur það reynst vel. Þó eingöngu til gamans, því eins og Jón bendir á þá eru þessir gemsar/spjaldtölvur ekki endilega í sama gæðaklassa og maður vonar að gott GPS tæki sé.

Fylgir leiðbeiningum sem þarna er að finna og setur upp forrit og færir kortið yfir. Getur trakkað og séð slatta af slóðum og svona. Mjög gott dót, sérstaklega miðað við verð (0 kr).

En með spjaldtölvur, bara ekki kaupa það ódýrasta, það er ullabjakk.

Re: Hvað er Best ??

Posted: 08.sep 2015, 14:45
frá biturk
Eg fekk mer lenovo spjaldtölvu sem ég hafði huxað mer að nota

Re: Hvað er Best ??

Posted: 08.sep 2015, 16:08
frá sigurdurk
mér hefur reynst vel að vera með asus (windows )spjaldtölvu með lyklaborði sem hægt er að taka af og nota nroute í henni er búinn að vera með það í um 3 ár áfallalaust