Síða 1 af 1

Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 20.mar 2015, 20:31
frá Sadvs
Sælir ég er í smá vandræðum með hljóð í stöðinni kemur frá altenartor ,ég er búinn að setja truflanarfilter á lögnina að stöðinn breytist ekkert ,er með bátaloftnet litla stöng hún dregur fínt en hljóðið er mjög þreytandi heyrist best þegar maður talar í hana og hinir sem heyra í mér heyra hljóðið líka ? hvort hægt sé að setja eitthvað á altenartorinn kv
ps þetta er Landrover 2004 árgerð

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 21.mar 2015, 00:33
frá siggi64
Sæll...spurning,ef þú ert með kastara zenon þá getur það truflað.

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 21.mar 2015, 00:42
frá siggi64
Ég var með leitarljós á bíl sem truflaði talstöð,var með bátaloftnet á bílnum ! Núna er ég með 5/8 loftnet á miðjum topp og samskonar leitarljós er líka með kastara að framan og engar truflanir...bara datt þetta í hug
Mbk Sig K

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 21.mar 2015, 02:00
frá Stjóni
Almenna reglan með truflanir er að best sé að drepa þær niður þar sem þær verða til. Ef ekki er þéttir við alternatorinn væri þess virði að prófa að setja þéttir þar

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 21.mar 2015, 06:24
frá svarti sambo
Hef heyrt að sumir Kína led kastarar trufli bæði útvörp og talstöðvar.

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 21.mar 2015, 15:02
frá emmibe
Ertu búinn að útiloka jarðtengingar?
viewtopic.php?f=6&t=21511

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 21.mar 2015, 17:33
frá jeepson
Sæll. Ég er með xenon kastara sem að áttu nú að vera amerísk vara ekkert kínadót. En það stendur nú made in china alstaðar inní þeim og þeir eiga það til að trufla útvarpið hjá mér.

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 27.mar 2015, 08:26
frá Sadvs
Sælir er ekki með Xenon eða led ljos enn búinn að setja þettir á stöð og altenartor hljóðir er ennþá, tók stöngina úr sambandi er samt væl enn , búinn að fara yfir öll jarðsambönd líka kv

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 27.mar 2015, 10:05
frá svarti sambo
Hefurðu prófað að setja truflana þéttir á alternatorinn.

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 27.mar 2015, 11:20
frá villi58
Skiptu um loftnet og settu það eins langt frá öðrum og hægt er, staðsetning skiptir alltaf máli.

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 27.mar 2015, 11:59
frá snöfli
Hvernig er soundið þegar það er dautt á bílinum. Ef ekki beintengt á geymi þá mundi ég prófa það þannig. Síðan ef suð þegar vél í gangi breytist það með snúningshraða vélar?...og svo f.

Reyna að einangra hvar vanadamálið liggur. Er þetta stöðin sjálf, tenging, altenator, aukadrasl, miðstöð etc.

Re: Bras með VHF Yeasu stöð

Posted: 27.mar 2015, 22:18
frá Sadvs
Takk fyrir svör Stöðinn er tengt beint á geymir Það er kominn Þéttir á altenator og vhf þéttir við stöðina hef trú að stönginn sé ekki að trufla þar sem ég aftengdi loftnetið frá stöðinni. þegar dautt er á bílnum heyrist ekkert og sendir flott , það er bara ein stöng á toppnum og er fyrir stöðina kv