Síða 1 af 1

Námskeið til amatörprófs

Posted: 14.des 2014, 11:59
frá jongud
Vildi vekja athygli á þessu, Bjarni gaf mér leyfi til að dreifa þessu víðar.

Námskeið til amatörprófs verður haldið 12. janúar til 9. apríl 2015 í húsnæði Háskólans í Reykjavík.
Kennt verður tvo daga í viku á mánudögum og fimmtu- dögum frá 20.00 til 22.00, samkvæmt dagskrá. Einnig er ráðgert að þrír sunnu-dagsmorgnar á tímabilinu fari í verklega kennslu í félagsheimili ÍRA. Dagskráin verður send sérstaklega þeim er skráð eru til þátttöku. Þátttökugjald, 20.000,- krónur, greiðist við móttöku námsgagna.Námskeiðinu lýkur með prófi, fljótlega eftir 9. apríl.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.


Það á sem sagt að halda námskeið fyrir þá sem vilja taka próf til að verða radíóamatörar.
Áhugasamir geta haft samband við Bjarna í tölvupósti; (skiptið <hjá> út fyrir @)
tf3gb<hjá>islandia.is

Dagskrá námskeiðsins er í viðhengi.

Re: Námskeið

Posted: 14.des 2014, 15:15
frá Grásleppa
Hvaða skírteini er það sem menn fá að þessu námskeiði loknu? Það er að segja hvaða "réttindi" gefur þetta?

Re: Námskeið

Posted: 14.des 2014, 19:55
frá Oskar K
þetta er ekkert smávegis nám !

Re: Námskeið

Posted: 15.des 2014, 00:38
frá Stebbi
Grásleppa wrote:Hvaða skírteini er það sem menn fá að þessu námskeiði loknu? Það er að segja hvaða "réttindi" gefur þetta?


Þetta gefur þér amatör-réttindi. Mátt kaupa amatörstöð, nota amatöratíðnir, gervihnetti og endurvarpa. Færð kallnúmer og mátt smíða þér þinn eigin búnað og nota. Fyrir utan það hvað þetta nám gefur mönnum skilning á tækjunum, vísindunum á bakvið þau.

Re: Námskeið

Posted: 15.des 2014, 02:48
frá Grásleppa
Eg er aðalega að spá hvort þetta sé eitthvað líkt ROC og GOC námskeiðunum sem menn taka þegar þeir fara gegnum skipstjórnarnám. Hvort það gefi svipuð réttindi, sýnist ekki.

Re: Námskeið

Posted: 15.des 2014, 09:16
frá jongud
Ég ætla sjálfur að gefa mér tíma í þetta. 20 þúsund er ekki mikið ef maður hefur getu og réttindi á eftir til að smíða senditæki úr gömlu járnherðatré og hrífu.

Re: Námskeið til amatörprófs

Posted: 15.des 2014, 12:16
frá Grásleppa
Já, verð að segja að þetta hljómar vel, það hlýtur að verða góð skráning á þetta fyrir þennan pening.

Re: Námskeið til amatörprófs

Posted: 15.des 2014, 23:07
frá Stebbi
Mæli með þessu námi þó það sé ekki nema bara til að víkka sjóndeildarhringinn og auka áhuga á öðrum tíðnisviðum en 2 metrunum. En þetta er ekkert sem menn fara í gegnum hálfsofandi, þetta er mátulega krefjandi kúrs.

Re: Námskeið til amatörprófs

Posted: 08.jan 2015, 13:29
frá jongud
Bömpa þessu aðeins upp til að minna á.

Í kvöld fimmtudaginn 8. janúar verður kynningarfundur í félagsheimili IRA á Skeljanesi klukkan 20:30
http://www.ira.is