Síða 1 af 1
GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 31.okt 2014, 04:20
frá svarti sambo
Sælir spjallverjar.
Hafa menn eitthvað verið að nota svona hatta fyrir spjaldtölvurnar.
http://www.gps2003.com/android-tablet-- ... receiver#/Eða eru menn bara að nota innbyggðan gps í t.d. spjaldtölvunum.
Re: GPS hattur fyrir tölvur
Posted: 31.okt 2014, 22:35
frá olei
Ég á spjaldtölvu með Android kerfi sem er ekki með innbygðum GPS og ég fæ hana ekki til að ræða við GPS punginn minn þrátt fyrir að hafa prófað nokkur forrit þar á meðal rétt áðan forrit sem getið er á þessu bloggi:
http://mapsnmaps.blogspot.co.uk/2014/02 ... droid.htmlKannski hjálpar það einhverjum?
Þessi GPS pungur sem ég er með kom frá félögum í Kína sem sendu mér hann fyrir smáaura fyrir nokkrum árum. Ég hef notað hann við kortaforrit í linuxvæddri fartölvu og þar þurfti ég að nota smáforrit sem heitir GPSD að mig minnir til að fá hann til að ræða við kortaforritið. GPSD virkar þá sem einskonar hugbúnaðarmillistykki. Þetta virkar fínt og pungurinn er hraðvirkur og enga stund að finna sinn stað í tilverunni, flott samband á honum. Honum fylgdi eitthvað hugbúnaðarsull fyrir Windows sem ég henti að sjálfsögðu strax í ruslið. Ég veit því ekki meir um hann. Kannski væri reynandi að kaupa annan pung og reyna betur við Android.
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 31.okt 2014, 23:04
frá svarti sambo
Hér er eitthvað smá um þetta. veit ekki hvort að þetta sé að virka, en dauðlangar að prufa þetta.
http://mapsnmaps.blogspot.com/2014/02/u ... droid.htmlSíðan er til eitthvað svona stykki, sem á sennilega að tengja bara við venjulegan gps hatt.
http://www.agreetao.com/item/19323743225 Það er til fullt af allavega drasli. spurningin er, virkar þetta eða ekki.
Re: GPS hattur fyrir tölvur
Posted: 31.okt 2014, 23:12
frá olei
Ekki gott að segja.
Hinsvegar eru GPS móttakarar orðnir að einni lítilli margfætlu (IC rás) og virka ljómandi vel. sbr. $20 punginn sem ég nota. Móttakarinn og nákvæmnin í honum er alveg á pari við góð GPS tæki og jarðar eldri GPS tæki eins og t.d Garmin GPSIII tæki sem ég á í hraða.
Vandamálið er að fá þetta dót til að tala saman.
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 31.okt 2014, 23:26
frá svarti sambo
olei wrote:Hinsvegar eru GPS móttakarar orðnir að einni lítilli margfætlu (IC rás) og virka ljómandi vel. sbr. $20 punginn sem ég nota. Móttakarinn og nákvæmnin í honum er alveg á pari við góð GPS tæki og jarðar eldri GPS tæki eins og t.d Garmin GPSIII tæki sem ég á í hraða.
Vandamálið er að fá þetta dót til að tala saman.
Þessi pungur sem þú ert með, er hann fyrir t.d. android - Pc eða bara PC.
Hef einhvern veginn grun um það, að það sé ekki hægt að nota hvaða hatt sem er fyrir android stýrikerfi. Kannski er það vitleysa.
Prufaðir þú að fylgja þessu eftir:
http://mapsnmaps.blogspot.com/2014/02/u ... droid.html
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 01.nóv 2014, 00:51
frá olei
Búinn, þetta er sami linkur og ég póstaði inn hér ofar.
Þessi pungur sem ég á var bara einhver universal græja ætluð fyrir windows PC
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 01.nóv 2014, 01:04
frá Fordinn
fyrirtækið sem eg vinn hjá hér i noregi fór að taka að sér ýmisleg smáverk meðframm vegum hérna. fyrst fékk ég bara einhver eyðiblöð með tölum á... vegurinn heitir kanski td : hp 39 og svo kemur kanski talan 3450metrar. og það var hörmung að finna þetta bara með eyðublað i höndunum. svo fékk ég núna síðast lánaða svona spjaldtölvu, samsung. og þar inni voru þeir með forrit sem sýndi mér á hvaða vegi ég er staddur það skiptið og svo metra stöðuna og svo þegar eg keyri þá keyri ég bara þangað til metra talan stemmir við eyðublaðið og staðurinn er fundinn.
Mér fannst þetta vera helv magnað. Held að þetta dót eigi eftir að verða ennþá fjolhæfara i náinni framtíð.
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 01.nóv 2014, 01:14
frá svarti sambo
Þú verður að afsaka Óli, en ég er að spá í þessa stillingu.
enable mock locations in Android Settings > Developer Options - as seen in this screenshot.

- Screenshot_2014-02-07-17-18-23.png (80.65 KiB) Viewed 4886 times
Hafði grun um að þú hefðir prófað forritið.
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 01.nóv 2014, 01:23
frá svarti sambo
Fordinn wrote:fyrirtækið sem eg vinn hjá hér i noregi fór að taka að sér ýmisleg smáverk meðframm vegum hérna. fyrst fékk ég bara einhver eyðiblöð með tölum á... vegurinn heitir kanski td : hp 39 og svo kemur kanski talan 3450metrar. og það var hörmung að finna þetta bara með eyðublað i höndunum. svo fékk ég núna síðast lánaða svona spjaldtölvu, samsung. og þar inni voru þeir með forrit sem sýndi mér á hvaða vegi ég er staddur það skiptið og svo metra stöðuna og svo þegar eg keyri þá keyri ég bara þangað til metra talan stemmir við eyðublaðið og staðurinn er fundinn.
Mér fannst þetta vera helv magnað. Held að þetta dót eigi eftir að verða ennþá fjolhæfara i náinni framtíð.
Ég er einmitt að spá í að fá mér samsung spjaldtölvu og gera einhverja tilraun á þessu, ef að það er enginn búinn að prufa þetta. Get þá alltaf farið í laptopinn ef þetta virkar ekki. Eða vera með spjaldtölvu með t.d. windows 8.
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 01.nóv 2014, 01:29
frá svarti sambo
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 01.nóv 2014, 11:16
frá jongud
Er ekki hluti af vandamálinu að fá straum frá USB tenginu á spjaldtölvunni til að knýja GPS punginn?
Margar spjaldtölvur eru bara að taka við straumi til að hlaða sig gegnum USB tengin skilst mér, eða þannig var það á ódýrari spjöldum þegar ég var að athuga þetta í fyrra.
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 02.nóv 2014, 11:07
frá svarti sambo
Er þá ekki bara að vera með usb fjõltengi.
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 02.nóv 2014, 11:21
frá Magni
Ég er með samsung spjaldtölvu með innbyggðum gps móttakara, ég er svo með oziexplorer fyrir android og keyri eftir þessu. Innbyggði gps móttakarinn hefur ekki klikkað hingað til.
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 02.nóv 2014, 13:52
frá olei
Var að kaupa þennan hér til að prófa:
http://www.gps2003.com/gps-receiver.htmlPósta niðurstöðunni þegar hann kemur.
Spjaldið mitt Pipo M2 er með USB host og það loga ljós á pungnum sem ég er með þó ekkert samband náist. Þar sem ég hef engar upplýsingar um hann geri ég ekki meir í því. Man samt að hann er meira en bara móttakari, hann vistar sjálfur slurk af punktum og hver veit hvað.
Re: GPS hattur fyrir spjaldtölvur
Posted: 03.nóv 2014, 00:03
frá svarti sambo
Lýst vel á það. Endilega að láta vita af niðurstöðunni.