Google APRS

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.
User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Google APRS

Postfrá Magni » 22.okt 2014, 10:03

Sælir spjallverjar

Hvað þarf maður til að koma sér upp svona APRS kerfi? Nú er komin android öpp til að skoða þetta.

Er þetta flókið apparat og þarf mikinn búnað? Er mikill munur að vera með stöð vs. handstöð ? Þarf loftnet

Þarf einhver réttindi?


- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Google APRS

Postfrá jongud » 22.okt 2014, 12:40

Sjá hérna;
http://www.ira.is/display/web/APRS
"Mælst er til þess að þeir sem áhuga hafa á að setja upp APRS-búnað, stafavarpa, internet-gáttir og aprs-vita á tíðninni 144.800 hafi samband við ÍRA."

Ég býst við að þú þurfir strangt til tekið að hafa amatörleyfi til að senda út á þessari tíðni, en hafðu samband við þá hjá ÍRA, það er líka opið hús hjá þeim á fimmtudagskvöldum.

Það er alltaf betra að vera með gott loftnet og það er töluverður munur á 5W handstöð og 25W bílstöð, sérstaklega þar sem verið er að senda út gögn.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Google APRS

Postfrá ellisnorra » 22.okt 2014, 17:51

Um hvað er hér verið að tala?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Google APRS

Postfrá Magni » 22.okt 2014, 20:49

elliofur wrote:Um hvað er hér verið að tala?


Sæll, þetta sendir staðsetningar og sýnir á korti hvar maður er. Það er því hægt að leyfa öðrum að fylgjast með hvar maður er o.sv.frv.

http://aprs.fi/#!lat=65.00000&lng=-18.00000

Það var aðili í stóruferð F4x4 síðasta vetur sem var með svona uppsett. Það var mjög sniðugt að geta fylgst með ferðamönnum í rauntíma.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Google APRS

Postfrá svarti sambo » 22.okt 2014, 21:43

Hef svo sem ekkert spáð í þetta, en er þá ekki bara alveg eins gott að vera með AIS búnað, og sleppa við einhver amatör réttindi. Sá búnaður er notaður fyrir sjófarendur. Myndi halda að hann virkaði líka fyrir landkrabbann. Það er hægt að setja það í tölvurnar og sjá alla í kringum sig og ef um net-tengingu er að ræða, þá er hægt að fletta upp viðkomandi, inni á marinetraffic.com. Getur bæði séð hraðan á viðkomandi, hvaða leið hann fór síðustu 24klst. og s.fr.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Google APRS

Postfrá ellisnorra » 22.okt 2014, 22:00

sitewatch.is er líka notað af björgunarsveitunum til að fylgjast með ferðalögum tetra stöðva. Eru margir almennir ferðalangar sem eiga og nota tetra stöðvar?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: Google APRS

Postfrá xenon » 23.okt 2014, 11:56

Það eru til nokkur Apps fyrir svona í síma en þau notast náttúrulega við GSM samband sem er ekki allstaðar hef prófað Real Time GPS Tracker þar er hækt að leyfa hverjum sem er að sjá staðsetningu mans eða sögu já eða bara útvöldu þeir skoða þetta þá í vafra á google map, flott í leitum ef menn ætla að týnast með rollum

Kv Snorri

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Google APRS

Postfrá Stebbi » 23.okt 2014, 19:08

APRS nýtist bara á milli bíla í kallfæri ef það er eingöngu keyrt yfir VHF, veit ekki til þess að endurvarparnir hjá f4x4 séu með APRS möguleika og þeir eru pottþétt ekki með internet gateway. En ef að einn bíllinn er með 3G samband þá ætti að vera hægt að ná staðsetningu allra og koma henni á netið með réttum hugbúnaði.

En bara það að sjá ferðafélagana í rauntíma þegar að veðrið verður slæmt er verulega flottur fídus.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Google APRS

Postfrá villi58 » 24.okt 2014, 11:21

Hvernig er með Spot tækin, er það eitthvað að virka fyrir jeppamennsku ??

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Google APRS

Postfrá Járni » 24.okt 2014, 11:24

villi58 wrote:Hvernig er með Spot tækin, er það eitthvað að virka fyrir jeppamennsku ??


Ég á Spot tæki og var í áskrift hjá þeim. Það virkar mjög vel.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Google APRS

Postfrá Magni » 24.okt 2014, 12:32

Járni wrote:
villi58 wrote:Hvernig er með Spot tækin, er það eitthvað að virka fyrir jeppamennsku ??


Ég á Spot tæki og var í áskrift hjá þeim. Það virkar mjög vel.


Sæll, ertu til í að koma með nánari lýsingu á þessu? linka og fl.?
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Google APRS

Postfrá Járni » 24.okt 2014, 12:57

Magni wrote:
Járni wrote:
villi58 wrote:Hvernig er með Spot tækin, er það eitthvað að virka fyrir jeppamennsku ??


Ég á Spot tæki og var í áskrift hjá þeim. Það virkar mjög vel.


Sæll, ertu til í að koma með nánari lýsingu á þessu? linka og fl.?


Sjálfsagt. Hér er heimasíða SPOT. Tækið mitt er nokkurra ára gamalt og er að ég held fyrsta módelið þeirra. Þú getur séð hvernig það lítur út hér og lesið umfjöllun um það hér.

Ég keypti það á sínum tíma eftir að hafa tafist sambandslaus í skreppitúr upp á Langjökul en olli nokkrum áhyggjum heima.

Tækið er ætlað í að senda staðsetningar ásamt skilaboðum. OK er bara OK skilaboð sem birtist á korti, help er ætlað fyrir þá sem eru mögulega að fylgjast með þér og 911 er neyðarskilaboð sem spot fyrirtækið fylgist með og hefur samband við björgunarsveitir í því landi sem þú ert. Þetta hjálpaði víst við björgun á einhverjum erlendum ferðamönnum hér á Íslandi fyrir 1-2 árum.

Þetta er nú ekki alveg í rauntíma, uppfærslurnar byggja á því að tækið nái sambandi og getur því liðið smá tími þar til leggir uppfærast ef GPS merkið er ekki nógu gott. Ég man ekki á hvaða fresti punktar eru teknir en það er held ég stillanlegt. Allar stillingar fara fram á heimasíðu fyrirtækisins, ekki í tækinu.

Pabbi fór með tækið í mótorhjólatúr um evrópu, þá var það efst í geymsluboxi aftan á hjólinu minnir mig, frekar en í bakpoka. Sjálfur var ég með það á riflás á mælaborðinu.
Land Rover Defender 130 38"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Google APRS

Postfrá villi58 » 24.okt 2014, 14:55

Hentar Spot tæki jeppamennsku þannig að nákvæmni sé viðunandi, eru einhverjir gallar sem talandi er um með notkun á tækinu ??
Veist þú hvað svona tæki kostar og þarf að borga fyrir notkun ? er að velta fyrir mér því ég sé svona tæki sjaldan, reyndar bara í einni skútu. Því eru ekki allir jeppamenn komnir með svona tæki ? reyndar slæmt ef konan veit alltaf hvar maður er, gæti verið galli. :)

User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Google APRS

Postfrá Magni » 24.okt 2014, 15:53

Það væri gaman að fá fleiri input frá mönnum sem eru með svona eða hafa prófað þetta.

Mér finnst þetta spennandi kostur og er þá aðalega að hugsa um tvennt. þ.e. að aðrir geti fylgst með manni til ánægjunnar vegna(sófariddarar) og svo hitt að þegar ferðir hafi ílengst (einn til tvo sólahringa) að þeir sem heima fyrir sitja geti séð hvar maður er og að allt sé í lagi einnig að það sjáist t.d. að hópur sé kominn í skála. Það sem Spot er að bjóða uppá að merka sig OK eða annað er mikill plús.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Google APRS

Postfrá Magni » 24.okt 2014, 16:18

Járni wrote:
Magni wrote:
Járni wrote:
Ég á Spot tæki og var í áskrift hjá þeim. Það virkar mjög vel.


Sæll, ertu til í að koma með nánari lýsingu á þessu? linka og fl.?


Sjálfsagt. Hér er heimasíða SPOT. Tækið mitt er nokkurra ára gamalt og er að ég held fyrsta módelið þeirra. Þú getur séð hvernig það lítur út hér og lesið umfjöllun um það hér.

Ég keypti það á sínum tíma eftir að hafa tafist sambandslaus í skreppitúr upp á Langjökul en olli nokkrum áhyggjum heima.

Tækið er ætlað í að senda staðsetningar ásamt skilaboðum. OK er bara OK skilaboð sem birtist á korti, help er ætlað fyrir þá sem eru mögulega að fylgjast með þér og 911 er neyðarskilaboð sem spot fyrirtækið fylgist með og hefur samband við björgunarsveitir í því landi sem þú ert. Þetta hjálpaði víst við björgun á einhverjum erlendum ferðamönnum hér á Íslandi fyrir 1-2 árum.

Þetta er nú ekki alveg í rauntíma, uppfærslurnar byggja á því að tækið nái sambandi og getur því liðið smá tími þar til leggir uppfærast ef GPS merkið er ekki nógu gott. Ég man ekki á hvaða fresti punktar eru teknir en það er held ég stillanlegt. Allar stillingar fara fram á heimasíðu fyrirtækisins, ekki í tækinu.

Pabbi fór með tækið í mótorhjólatúr um evrópu, þá var það efst í geymsluboxi aftan á hjólinu minnir mig, frekar en í bakpoka. Sjálfur var ég með það á riflás á mælaborðinu.


Hér er komin uppfærsla. Það er s.s komið app sem tengist við tækið og það er hægt að senda tilsniðin textaskilaboð eða skrifa skilaboð inn.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Google APRS

Postfrá Boxer » 24.okt 2014, 17:58

Ég er búinn að eiga og nota SPOT í nokkur ár og mér finnst það allger snilld, en hefur vissulega sínar takmarkanir.
Hef notað það mestmegnis í mótorhjólaferðum, þá bara með það efst i bakpokanum, en líka í jeppaferðum.
Eins og Járni er ég með fyrstu kynslóð af tæki sem er með færri tökkum og eitthvað stærri en nýjustu týpurnar, en ég er sáttur við mitt tæki, það gerir akkúrat það sem ég vill.

Það eru nokkrar gerðir af áskrift í boðinu, ódýrast er að þurfa að "tékka" hvern punkt inn sjálfur, en ég hef verið með dýrari áskrift þannig að ég get látið tækið "trakka" þ.e. tekur sjálft punkt á 10 min fresti.
Þeir sem ég hef gefið linkinn á mína síðu hjá SPOT geta fylgst með mínum ferðum nánast í rauntíma, þannig finnst mér ég hafa meira frelsi til þess að taka lengri túra án þess að hafa áhyggjur af breyttri ferðaáætlun.

Ef það þyrfti að koma manni til bjargar þá eru nokkrir möguleikar:
Ég get ýtt á "help" takka og þá koma fyrirfram skilgreind skilaboð "email og sms" með GPS staðsetningu til þeirra sem ég hef samið við þ.e. vinir og ættingjar, þessi takki er hugsaður ef að maður þarf hjálp, en ekki tafarlaust, þ.e. rifið dekk, bilaður bíll og svoleiðis, en allir heilir heilsu.
Svo er "911" takki og þá er haft samband beint við björgunarsveitir, þann takka notar maður bara ef að allt er í steik.

Menn hafa gagnrýnt það að stöku staðir (djúpir dalir) eru ekki í sambandi, en málið er að þótt að maður sé ekki í sambandi akkúrat þar, þá annaðhvort getur maður labbað uppá hæð og virkjað tækið þar, eða ef að maður getur ekki komið sér upp á hól þá er búið að minnka leitarsvæðið fyrir björgunarsveitirnar rosalega mikið, að því gefnu að maður hafi verið að láta tækið trakka, því að þá sér maður trakkið enda inni í dal.

Allavega þá finnst mér þetta vera ódýr sálarró og miðað við hvað annað kostar í þessum ferðabransa þá finnst mér eiginlega bara vera fáranlegt að menn séu ekki að nota þetta meir.

Þess má einnig geta að AIS möguleikinn sem nefndur er hér að ofan virkar ekki á fjöllum, því að AIS merkið er sent með VHF og það eru bara móttökustöðvar fyrir það á strandlengjunni (þar sem þetta er bara hugsað fyrir skip og báta).

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Google APRS

Postfrá Stebbi » 24.okt 2014, 19:31

Boxer wrote:Þess má einnig geta að AIS möguleikinn sem nefndur er hér að ofan virkar ekki á fjöllum, því að AIS merkið er sent með VHF og það eru bara móttökustöðvar fyrir það á strandlengjunni (þar sem þetta er bara hugsað fyrir skip og báta).


Sama gildir um Google APRS því endurvarpakerfi ÍRA dekkar ekki hálendið eins vel og kerfið hjá F4x4 og ég held að það séu bara amatörstöðvar sem eru með APRS möguleika.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Google APRS

Postfrá Járni » 24.okt 2014, 21:56

Ég tek undir það að þetta er ódýr sálarró fyrir aðstandendur og það er ekki spurning að ég mun virkja tækið aftur þegar ég fer að stofna lífi mínu aftur í stór hættu. Jafnvel fyrr, því það er einfaldlega gaman að geta deilt ferðalaginu hratt og örugglega.

Ég skora á á þá sem eiga svona tæki (og nota það) að stinga link á ferðina hingað inn á jeppaspjallið. Sá fyrsti sem gerir það fær titilinn "konungur sófariddaranna"
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Google APRS

Postfrá RunarG » 24.okt 2014, 22:45

Hver er að selja svona spot tæki hér á landi?
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu

User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Google APRS

Postfrá Magni » 25.okt 2014, 00:26

Boxer wrote:Ég er búinn að eiga og nota SPOT í nokkur ár og mér finnst það allger snilld, en hefur vissulega sínar takmarkanir.
Hef notað það mestmegnis í mótorhjólaferðum, þá bara með það efst i bakpokanum, en líka í jeppaferðum.
Eins og Járni er ég með fyrstu kynslóð af tæki sem er með færri tökkum og eitthvað stærri en nýjustu týpurnar, en ég er sáttur við mitt tæki, það gerir akkúrat það sem ég vill.

Það eru nokkrar gerðir af áskrift í boðinu, ódýrast er að þurfa að "tékka" hvern punkt inn sjálfur, en ég hef verið með dýrari áskrift þannig að ég get látið tækið "trakka" þ.e. tekur sjálft punkt á 10 min fresti.
Þeir sem ég hef gefið linkinn á mína síðu hjá SPOT geta fylgst með mínum ferðum nánast í rauntíma, þannig finnst mér ég hafa meira frelsi til þess að taka lengri túra án þess að hafa áhyggjur af breyttri ferðaáætlun.

Ef það þyrfti að koma manni til bjargar þá eru nokkrir möguleikar:
Ég get ýtt á "help" takka og þá koma fyrirfram skilgreind skilaboð "email og sms" með GPS staðsetningu til þeirra sem ég hef samið við þ.e. vinir og ættingjar, þessi takki er hugsaður ef að maður þarf hjálp, en ekki tafarlaust, þ.e. rifið dekk, bilaður bíll og svoleiðis, en allir heilir heilsu.
Svo er "911" takki og þá er haft samband beint við björgunarsveitir, þann takka notar maður bara ef að allt er í steik.

Menn hafa gagnrýnt það að stöku staðir (djúpir dalir) eru ekki í sambandi, en málið er að þótt að maður sé ekki í sambandi akkúrat þar, þá annaðhvort getur maður labbað uppá hæð og virkjað tækið þar, eða ef að maður getur ekki komið sér upp á hól þá er búið að minnka leitarsvæðið fyrir björgunarsveitirnar rosalega mikið, að því gefnu að maður hafi verið að láta tækið trakka, því að þá sér maður trakkið enda inni í dal.

Allavega þá finnst mér þetta vera ódýr sálarró og miðað við hvað annað kostar í þessum ferðabransa þá finnst mér eiginlega bara vera fáranlegt að menn séu ekki að nota þetta meir.

Þess má einnig geta að AIS möguleikinn sem nefndur er hér að ofan virkar ekki á fjöllum, því að AIS merkið er sent með VHF og það eru bara móttökustöðvar fyrir það á strandlengjunni (þar sem þetta er bara hugsað fyrir skip og báta).


Þetta er farið að hljóma mjög spennandi kostur.

Hvar get ég verslað svona tæki og hvað kostar þessi áskrift sem þú ert með? sem trackar á 10 mín fresti sjálfkrafa?
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Google APRS

Postfrá svarti sambo » 25.okt 2014, 00:42

Það má víst ekki vera með AIS í bílum

Þessir virðast koma upp sem þjónustuaðilar.

ALTOR ehf Reynilundur 3 Akureyri - Haftækni hf Hvannavellir 14b Akureyri - N1 hf Dalvegi 10-14 Kópavogur

Og hér er svo smá kynning.
https://www.youtube.com/watch?v=DF6HzIfLA2w
http://www.findmespot.com/en/index.php? ... howitworks

Hér eru svo t.d. einhver verð:
http://www.amazon.com/SPOT-Satellite-GP ... B00C8S8S4W
http://www.findmespot.com/en/index.php?cid=103
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir