Vöð: GPS staðsetningar á þekktum vöðum

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.
User avatar

Höfundur þráðar
GPSmap.is
Innlegg: 14
Skráður: 31.mar 2014, 17:32
Fullt nafn: Ívar Kjartansson
Bíltegund: Opel Astra OPC
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Vöð: GPS staðsetningar á þekktum vöðum

Postfrá GPSmap.is » 24.aug 2014, 19:36

Hæhæ,

Ég vil óska eftir GPS staðsetningar á þekktum vöðum (flúðir eða vötn sem skera vegarkafla í sundur sem krefst 4x4 jeppa og ítrustu varkárni) frá notendum hérna.

Hugsunin er að setja inn slíkar merkingar í næstu útgáfu af Íslandskorti GPSmap.is.

Endilega póstið hér, eða sendið beint á mig á gps@gpsmap.is eða notið http://www.gpsmap.is/gps/mapeditor.htm til að skrá þá (krefst þess að vera notandi hjá GPSmap.is til að skrá).

Takk fyrir!


Íslandskort GPSmap.is er fyrir Garmin GPS tæki, MapSource, nRoute og OruxMaps (Android).

Skoðið heimasíðuna a http://www.GPSmap.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vaðir: GPS staðsetningar á þekktum vöðum

Postfrá jongud » 25.aug 2014, 08:24

Hérna er listi:

http://www.gopfrettir.net/g_vinir/ferdir/_vod.htm#vadatal

Annars skaltu endilega hafa samband við Jón Garðar Snæland, hann er með notendanafnið "Ofsi" hér á spjallinu.
Hann hefur skrifað margar ferðabækur um hálendi Íslands og er örugglega með heilan gagnagrunn í kollinum yfir vöð.

User avatar

Ýktur
Innlegg: 66
Skráður: 09.okt 2012, 13:00
Fullt nafn: Bjarni Gunnarsson

Re: Vaðir: GPS staðsetningar á þekktum vöðum

Postfrá Ýktur » 25.aug 2014, 09:00

Vöð yfir jökulár geta verið síbreytileg þannig að það er mjög vafasamt að negla þau niður á kort sem menn kannski keyra eftir í blindni. En svo eru önnur sem aldrei breytast þar sem þarf að taka hátt í 90 gráðu beygju í miðju vaði til að lenda ekki á kafi. Þannig að það þarf að velja þau vöð vel sem fara á kort :)

User avatar

Höfundur þráðar
GPSmap.is
Innlegg: 14
Skráður: 31.mar 2014, 17:32
Fullt nafn: Ívar Kjartansson
Bíltegund: Opel Astra OPC
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vaðir: GPS staðsetningar á þekktum vöðum

Postfrá GPSmap.is » 26.aug 2014, 23:53



Takk kærlega Jón fyrir listann.

Ýktur wrote:Vöð yfir jökulár geta verið síbreytileg þannig að það er mjög vafasamt að negla þau niður á kort sem menn kannski keyra eftir í blindni. En svo eru önnur sem aldrei breytast þar sem þarf að taka hátt í 90 gráðu beygju í miðju vaði til að lenda ekki á kafi. Þannig að það þarf að velja þau vöð vel sem fara á kort :)


Takk Ýktur, ég skil þig 100%. Ég hef í gegnum tíðina verið með svipaða skoðun. En ég taldi núna að merkingar, þó þær séu takmarkaðar og hugsanlega rangar, þá í heildina er að mínu mati betra að hafa merkingar til að vara menn við aðstæðum sem kunna að vera. T.d. er annars ekkert sem bendir til að það séu vaðir á Sprengisandsleið frekar en yfir Kjöl (þar sem eru engar vaðir).
Íslandskort GPSmap.is er fyrir Garmin GPS tæki, MapSource, nRoute og OruxMaps (Android).

Skoðið heimasíðuna a http://www.GPSmap.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Vaðir: GPS staðsetningar á þekktum vöðum

Postfrá Kiddi » 26.aug 2014, 23:55

Vöð...

User avatar

Ýktur
Innlegg: 66
Skráður: 09.okt 2012, 13:00
Fullt nafn: Bjarni Gunnarsson

Re: Vöð: GPS staðsetningar á þekktum vöðum

Postfrá Ýktur » 27.aug 2014, 14:03

Ég gæti hafa misskilið þig. Þú vilt semsagt setja [4x4] merki eða álíka þar sem eru vöð en ekki setja leiðina yfir vaðið á kortið :)


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir