Síða 1 af 1
Android eða Windows
Posted: 05.apr 2014, 12:07
frá TBerg
Daginn. Nú stendur til að tæknivæða bílinn með spjaldtölvu.
Hvort eru menn að nota Android eða Windows, fyrir gps og kort og hvaða forrit með þeim?
Hverjir eru kostirnir og hverjir gallarnir?
Kv. Trausti
Re: Android eða Windows
Posted: 05.apr 2014, 13:12
frá sigurdurk
ég er með windows og nota nroute og kort frá garmin, mjög sáttur með það.
Re: Android eða Windows
Posted: 05.apr 2014, 21:20
frá TBerg
Einnig. Hvort er betra fyrir svolítið tölvuheftann?
Re: Android eða Windows
Posted: 06.apr 2014, 14:10
frá GPSmap.is
Þú getur notað Íslandskort GPSmap.is fyrir hvoru tveggja.
Windows getur keyrt nRoute og MapSource og kort GPSmap.is fyrir $19.99. Þessi forrit geta notað fulla virkni kortsins.
Með Android, geturðu notað OruxMaps (ókeypis forrit) ásamt ókeypis korti fyrir OruxMaps á GPSmap.is. En það getur ekki notað fulla vikni kortsins (ekki hægt að leita).
Re: Android eða Windows
Posted: 06.apr 2014, 18:29
frá ivar
Ég er með Android og gpsmaps.is (sem á btw hrós skilið fyrir frábæra vinnu)
Ef ég væri í þessu aftur færi ég í windows því ég var mun ánægðari með mapsource heldur en orxymaps eða hvað forritið heitir. Auk þess hef ég orðið fyrir vonbryggðum með android spjadtölvuna yfir höfuð þar sem mér finnst hún lítið meira en síminn minn nema stærri skjár. (er með samsung note 10.1 2014)
Þetta virkar hinsvegar alveg ágtlega og gerir það sem til er ætlast og skemmtilegra í umgengni en laptop tölvan.
Ívar