Qlandkarte GT vantar 3D kort

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 02.mar 2014, 18:22

Ég veit ekki hvort þetta er rétti staðurinn til að spyrja en...

Ég var að fikta aðeins við Qlandkarte_GT á tölvunni minni og splittaði upp gmapsupp.img skránni frá gpsmap.is
Kortið hleðst inn og allt í lagi með það, leiðir og trökk koma líka inn frá GPX- skránum ef ég sæki þau.
Hins vegar
Qlandkarte_GT er með 3d möguleika. og ég er að spá i hvort einhver veit um svoleiðis kort af Íslandi til að nota með því.
Ef það þarf að umbreyta einhverjum skrám þá ætti ég að geta möndlað það líka.



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá Stebbi » 02.mar 2014, 18:56

Er ekki hægt að láta Qlandkarte nota hæðarlínur til að búa til 3D módel. Með hverju tókstu img skránna í sundur fyrir Qlandkarte, er aðeins búin að vera að fikta í þessu bara ekki haft tíma til að hella mér í það. Bæði þetta forrit og Viking virðast vera þokkalega fín og full af möguleikum, Viking virkar notendavænna samt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 03.mar 2014, 08:13

Stebbi wrote:Er ekki hægt að láta Qlandkarte nota hæðarlínur til að búa til 3D módel. Með hverju tókstu img skránna í sundur fyrir Qlandkarte, er aðeins búin að vera að fikta í þessu bara ekki haft tíma til að hella mér í það. Bæði þetta forrit og Viking virðast vera þokkalega fín og full af möguleikum, Viking virkar notendavænna samt.


Ég notaði gmaptool til að splitta því og get þá hlaðið kortinu inn.
skipunin er gmt -S filename.img

Hvar er heimasíðan fyrir Viking?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá Stebbi » 03.mar 2014, 17:07

http://sourceforge.net/projects/viking/

Annars held ég að þetta sé komið í repository á öllu Debian ættuðu eins og Ubuntu og Mint, þá væri það 'sudo apt-get install viking'

Annars náði ég í SRMT skrár fyrir Ísland í gærkvöldi og reyndi að búa til nokkra stóra DEM fæla fyrir QLandkarteGT án árangurs. Og svo virðist eins og ég geti bara zoomað takmarkað áður en að kortið frá GPSmap.is fer í fokk. Hefur þú nokkuð lennt í því.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 05.mar 2014, 18:52

3D-qlandkartegt.png
3D-qlandkartegt.png (590.73 KiB) Viewed 4718 times
Ég fattaði þetta!
maður nær í SRTM mynd (shuttle radar topography map) og gefur skipunina;
[user@Host-002 maps]$ gdalwarp -t_srs "+proj=merc +a=6378137 +b=6378137 +lat_ts=0.0 +lon_0=0.0 +x_0=0.0 +y_0=0 +k=1.0 +units=m +nadgrids=@null +no_defs" -r cubic ISL_msk_alt.vrt Iceland_dem_test4.tif

Ég notaði gögnin sem eru hér;
http://www.viewfinderpanoramas.org/dem3.html
og gögnin frá Aleksandr Yashin. (þau eru í ISL.zip skránni)

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 06.mar 2014, 08:23

Ég þarf nú líklega að athuga þetta eitthvað betur, árnar eru margar að renna uppávið og þvert á dali. Líklega er "rússakortið" ónákvæmt

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 06.mar 2014, 18:29

Aðeins betra svona;
Þarna tók ég nokkrar .hgt skrár og saumaði þær saman.
myndir sýnir inn Fáskrúðsfjörð

qlandkarte-faskr.png
qlandkarte-faskr.png (655.33 KiB) Viewed 4594 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 11.mar 2014, 17:59

Þá er ég búinn að breyta öllum .hgt skránum yfir landið yfir í geotiff og sauma þær saman.
Skráin er hérna til frjálsra nota fyrir þá sem vilja, öll notkun á eigin ábyrgð.
http://filedump.org/files/M687U1394475616.html

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá Stebbi » 11.mar 2014, 21:44

"The file you have requested does not exists.". Gætirðu hent þessu inn hérna sem attachment ef þetta er ekki skrilljón terrabyte.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá Stebbi » 11.mar 2014, 23:02

Filedump virkar núna.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

GPSmap.is
Innlegg: 14
Skráður: 31.mar 2014, 17:32
Fullt nafn: Ívar Kjartansson
Bíltegund: Opel Astra OPC
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá GPSmap.is » 31.mar 2014, 21:33

Virkilega áhugavert Jón og takk fyrir að hafa dottið þetta í hug og fá það til að takast með kortinu mínu. :-)

Það væri gaman að fá nánari lýsingu á hvernig maður fær þetta allt saman til að virka í þessu forriti.

Er nokkuð hægt að gera track, eða leita að POI/heimilisföngum?
Íslandskort GPSmap.is er fyrir Garmin GPS tæki, MapSource, nRoute og OruxMaps (Android).

Skoðið heimasíðuna a http://www.GPSmap.is

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 01.apr 2014, 18:51

Eftir að hafa spittað kortinu upp með gmaptool opnar maður Qlandkartegt
File ->load map
velja "mapset.tdb"
velja svo "1010_mdr.img"

Það er hægt að teikna inn á kortið og breyta því í "Route" eða "Track"
Þá notar maður valmyndina fyrir miðju vinstra megin EÐA velur "Overlay" efst og svo "distance polyline". Þegar búið er að teikna hægrismellir maður á "Tour0" í valmyndinni fyrir miðju vinstra megin og velur "track" eða "route"

Það er til eitthvað sem heitir "Search Map" en ég fæ það ekki til að virka.
Akkúrat núna þarf ég að gúggla hvernig í andsk. maður nær að fá kortið til að súmma út aftur eftir að maður hefur "yfirsúmmað".
Það er nefnilega fast þannig inni hjá mér.
Einhver config-skrá sem þarf að eyða... nei, það hafðist...

Já, og svo til að fá inn 3D
-Hægrismella á "Íslandskort gpsmap.is" vinstra megin (sjá myndina) og velja "add DEM"
Velja svo skránna Iceland_all_DEM.tif
Fara inn á "Map" efst og velja 3D map
þá kemur upp aukaflipi, þar þarf að hægrismella og velja á milli 2D og 3D

Annars er langbest að setja kópíur af kortunum í einhverja "fiktmöppu" og fikta sig áfram...
Viðhengi
Qlandkarte-skyr1.png
Qlandkarte-skyr1.png (577.42 KiB) Viewed 4266 times

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá Stebbi » 01.apr 2014, 19:08

Ég gerði eins og þú með DEM skránna og bjó til GeoTiff úr landinu og allt það en þegar ég set 3D á þá fæ ég ekki eins flottar hæðarlínur og í myndunum sem þú póstar, það er allt mikið flatara. Er einhver stilling eða parameter sem þú hefur rekist á til að fá þetta 'rétt'.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 01.apr 2014, 19:15

Stebbi wrote:Ég gerði eins og þú með DEM skránna og bjó til GeoTiff úr landinu og allt það en þegar ég set 3D á þá fæ ég ekki eins flottar hæðarlínur og í myndunum sem þú póstar, það er allt mikið flatara. Er einhver stilling eða parameter sem þú hefur rekist á til að fá þetta 'rétt'.


Prófaðu að súmma út og inn,
Þú hefur vonandi hægrismellt í 3D glugganum og valið 3D ekki satt?
Svo er hægt að velja "sjónhæð" hægra megin í 3D flipanum, man ekki hvernig

Já- leitarfúnksjónin getur bara leitað að merkjum á rasterkortum
sjá hér; http://comments.gmane.org/gmane.comp.gis.qlandkartegt.user/1111

Þessi síða hjálpaði mér yfir mesta brattann;
http://sourceforge.net/apps/mediawiki/qlandkartegt/index.php?title=QLandkarte_GT

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 01.apr 2014, 19:23

Stebbi, prófaðu þessa skrá;
http://filedump.org/files/0IzTu1396380065.html
(gamla skráin var fallin á tíma hjá filedump)
Svo virðist líka stundum að það fari eftir því hvernig súmmað er inn á 2D kortinu hvernig hæðin kemur út á 3D kortinu.

User avatar

GPSmap.is
Innlegg: 14
Skráður: 31.mar 2014, 17:32
Fullt nafn: Ívar Kjartansson
Bíltegund: Opel Astra OPC
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá GPSmap.is » 01.apr 2014, 20:29

Takk fyrir leiðbeiningarnar. Mér tókst að koma þessu inn.

Kann samt mjög lítið á þetta enn sem komið er.
Íslandskort GPSmap.is er fyrir Garmin GPS tæki, MapSource, nRoute og OruxMaps (Android).

Skoðið heimasíðuna a http://www.GPSmap.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá Stebbi » 01.apr 2014, 23:06

Prufaði þetta aðeins betur og sá það að zoomið í 2D skiptir öllu máli upp á hæðarlínurnar þegar er farið yfir í 3D. Ef maður zoomar of langt inn þá virkar DEM skráin frekar takmarkað og allt verður flatara en það á að vera.

Varstu eitthvað búin að skoða Viking, það virkar finnst mér mun notendavænna en aftur á móti ekki eins fullkomið og QLandkarteGT, en kanski nógu gott.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Qlandkarte GT vantar 3D kort

Postfrá jongud » 02.apr 2014, 12:29

Stebbi wrote:Prufaði þetta aðeins betur og sá það að zoomið í 2D skiptir öllu máli upp á hæðarlínurnar þegar er farið yfir í 3D. Ef maður zoomar of langt inn þá virkar DEM skráin frekar takmarkað og allt verður flatara en það á að vera.

Varstu eitthvað búin að skoða Viking, það virkar finnst mér mun notendavænna en aftur á móti ekki eins fullkomið og QLandkarteGT, en kanski nógu gott.


Hef ekkert skoðað Viking, enda var maður að kaupa sér jeppa, nokkuð sem er nógur hausverkur í bili...


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 32 gestir