Síða 1 af 1

Framlenging á loftnetskapal

Posted: 21.nóv 2013, 21:38
frá Tollinn
Sælir félagar.

Getur einhver frætt mig um það hvort það er í lagi að framlengja loftnetskapal og hvort það hefur einhver áhrif á drægni. Er með 3 m kapal sem er ekki nógu langur og langar að bæta við hann. Einnig kemur auðvitað til greina að skipta honum út en ef það skiptir engu máli upp á tenginguna þá væri ég sáttur við að sleppa við það.

um er að ræða loftnet fyrir vhf talstöð

kv Tolli

Re: Framlenging á loftnetskapal

Posted: 21.nóv 2013, 22:02
frá Haffi
Það er allt í lagi, ekkert teljandi tap við það, en notaðu FME tengi á báða enda og FME samtengi.

Re: Framlenging á loftnetskapal

Posted: 21.nóv 2013, 22:03
frá Tollinn
Glæsilegt, takk fyrir það

kv Tolli

Re: Framlenging á loftnetskapal

Posted: 21.nóv 2013, 22:34
frá Big Red
svo eru þessir kaplar ekki dýrir keyptum 5 metra á einhvern 3þúsund rétt rúmlega í N1

við keyptum kapla bæði fyrir cb og útvarpið, loftnetsfætur fyrir bæði og loftnet fyrir hvorutveggja, þetta var allt saman undir 15þús, rétt rúmlega 12þús ef minnið bregst ekki.

þetta var í júlí á þessu ári svo það hefur varla hækkað mikið.

Re: Framlenging á loftnetskapal

Posted: 22.nóv 2013, 11:37
frá ivar
Gengur ekki að nota coax kapal í þetta. (eins og var dregið fyrir sjónvarpi hér á árum áður :))
Ég á þetta á rúllum og sé ekki fyrir mér að nota

Re: Framlenging á loftnetskapal

Posted: 22.nóv 2013, 12:08
frá Stebbi
Yfirleitt eru talstöðvar og bíladót á 50ohm kapli á meðan sjónvarpskaplar eru 75ohm. Ekki gott fyrir útganginn á stöðinni.