Framlenging á loftnetskapal

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.

Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Framlenging á loftnetskapal

Postfrá Tollinn » 21.nóv 2013, 21:38

Sælir félagar.

Getur einhver frætt mig um það hvort það er í lagi að framlengja loftnetskapal og hvort það hefur einhver áhrif á drægni. Er með 3 m kapal sem er ekki nógu langur og langar að bæta við hann. Einnig kemur auðvitað til greina að skipta honum út en ef það skiptir engu máli upp á tenginguna þá væri ég sáttur við að sleppa við það.

um er að ræða loftnet fyrir vhf talstöð

kv Tolli



User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Framlenging á loftnetskapal

Postfrá Haffi » 21.nóv 2013, 22:02

Það er allt í lagi, ekkert teljandi tap við það, en notaðu FME tengi á báða enda og FME samtengi.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Framlenging á loftnetskapal

Postfrá Tollinn » 21.nóv 2013, 22:03

Glæsilegt, takk fyrir það

kv Tolli


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Framlenging á loftnetskapal

Postfrá Big Red » 21.nóv 2013, 22:34

svo eru þessir kaplar ekki dýrir keyptum 5 metra á einhvern 3þúsund rétt rúmlega í N1

við keyptum kapla bæði fyrir cb og útvarpið, loftnetsfætur fyrir bæði og loftnet fyrir hvorutveggja, þetta var allt saman undir 15þús, rétt rúmlega 12þús ef minnið bregst ekki.

þetta var í júlí á þessu ári svo það hefur varla hækkað mikið.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Framlenging á loftnetskapal

Postfrá ivar » 22.nóv 2013, 11:37

Gengur ekki að nota coax kapal í þetta. (eins og var dregið fyrir sjónvarpi hér á árum áður :))
Ég á þetta á rúllum og sé ekki fyrir mér að nota

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Framlenging á loftnetskapal

Postfrá Stebbi » 22.nóv 2013, 12:08

Yfirleitt eru talstöðvar og bíladót á 50ohm kapli á meðan sjónvarpskaplar eru 75ohm. Ekki gott fyrir útganginn á stöðinni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir