Síða 1 af 1

Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 21.nóv 2013, 08:47
frá zodiac1
Sælir allir. Er með pajero ( einn af nokkrum í gegnum tíðina), og er að spá í að fá mér talstöð í bílinn. Hef séð að menn eru ekki á eitt sammála um hvernig stöðvar eigi að vera í bílunum. ER enn ekki í jeppaferðum en það kemur að þvíl. En veit að cb stöðvar eru barn síns tíma..eða ekki satt?? Hvernig stöð á ég að fá mér í bílinn? Er að leita með öðru auganu að stöð sem er ekki dýr, en góð. Svo er eitt enn. CB stöðvar eru ágætar í jeppahópum, en er hægt að haaf þær tvær í bílnum?

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 21.nóv 2013, 09:15
frá GFOTH
Ég mæli með Yaesu.

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 21.nóv 2013, 09:31
frá Tollinn
Ég er með CB-stöð í bílnum hjá mér og er að setja VHF í hann líka. Mér finnst kostur ef ferðast er í stórum hópum að geta notað cb-stöðina í svona "local" spjall við mina félaga án þess að vera að blaðra yfir allan hópinn. Tvær talstöðvar komast auðveldlega fyrir í bílnum ef vel er vandað. Þ.e. ef þú ætlar ekki að hafa þær þeim mun stærri.

kv Tolli

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 21.nóv 2013, 12:40
frá jongud
Ég mæli með Yaesu/vertex VX-2000 og VX-2200 vhf stöðvum
þú ættir að geta náð í slíkar notaðar á sæmilegu verði.
Siggi Harðar lofaði VX 2000 stöðvarnar í hástert á sínum tíma.

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 21.nóv 2013, 13:45
frá zodiac1
Takk fyrir þetta strákar. Vitið þið um einhverja sem eru að selja notaðar stöðvar? Og Siggi Harðar, er hann ekki með heimasíðu? Búinn að gleyma ...
Kv. Sigurbjörn ( Bjössi)

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 24.nóv 2013, 09:50
frá zodiac1
Daginn allir, vitið þið hvernig talstöðvarnar frá Bílanaust hafa komið út? Var að skoða í fyrradag.

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 24.nóv 2013, 11:41
frá Stebbi
Vertex Standard og Yaesu er sama tóbakið þannig að þær ættu að vera fínar jeppastöðvar.

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 24.nóv 2013, 13:29
frá kríli
Er með icom frá bílanaust kemur mjög vel út

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 25.nóv 2013, 00:49
frá zodiac1
Ok, fr´qabært. Hvað er hún marga rása, og hvar fær maður loftnet?
Kv. zodiac

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 25.nóv 2013, 08:42
frá jongud
zodiac1 wrote:Ok, fr´qabært. Hvað er hún marga rása, og hvar fær maður loftnet?
Kv. zodiac


Bílanaust er líka að selja loftnet.

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 25.nóv 2013, 09:07
frá GFOTH
jongud wrote:Ég mæli með Yaesu/vertex VX-2000 og VX-2200 vhf stöðvum
þú ættir að geta fdengið slíkar notaðar á sæmilegu verði.
Siggi Harðar lofaði VX 2000 stöðvarnar í hástert á sínum tíma.



Vx2000 er mjög einföld og þægileg og er með mjög lága bilanatiðni
Vx2200 er arftaki vx2000 stöðvarinar
Ef þú vilt góða stöð og ekkert vesen á færðu þér aðra hvora af þessum
Það er verið að auglýsa annað slægið svona stöðvar hér inni

Kv.Fannar

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 25.nóv 2013, 23:42
frá zodiac1
Takk takk strákar
kv

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 26.nóv 2013, 20:13
frá zodiac1
Sælir, ég var með fyrirspurnir um talstöðvar, m.a.frá Bílanaust. Þessar stöðvar eru þá væntanlega VHF stöðvar.
Kv. Bjössi kokkur

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 26.nóv 2013, 20:21
frá GFOTH
Já vhf

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 26.nóv 2013, 22:31
frá AgnarBen
Búinn að eiga bæði VX2000 / VX2200 stöðvar og gallinn við þær eru að það er ekki ljós í tökkunum sem er hrikalega pirrandi þegar ekið er í myrkri. Annars eru þetta ágætar stöðvar og áreiðanlegar en það sama má örugglega líka segja um Icom og fleiri.

Ef ég væri aftur á móti að kaupa mér nýja stöð í dag myndi ég ekki hika við að kaupa mér Kenwood frá Radioraf ehf. Hrikalega góðar stöðvar og alvöru fagmenn þar á ferð sem veita toppþjónustu.

kv / Agnar

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 26.nóv 2013, 22:47
frá Svenni30
AgnarBen wrote:Búinn að eiga bæði VX2000 / VX2200 stöðvar og gallinn við þær eru að það er ekki ljós í tökkunum sem er hrikalega pirrandi þegar ekið er í myrkri. Annars eru þetta ágætar stöðvar og áreiðanlegar en það sama má örugglega líka segja um Icom og fleiri.

Ef ég væri aftur á móti að kaupa mér nýja stöð í dag myndi ég ekki hika við að kaupa mér Kenwood frá Radioraf ehf. Hrikalega góðar stöðvar og alvöru fagmenn þar á ferð sem veita toppþjónustu.

kv / Agnar


Ég er með VX2000 og það truflar mig ekkert að hafa ekki ljós. Þetta eru svo fáir takkar sem maður notar, maður kveikir á og hækkar án þessi að horfa þetta dót.

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 28.nóv 2013, 11:58
frá zodiac1
Daginn strákar. Ég hef fengið mismunandi svör varðandi það að hafa cb stöð og vhf stöð í bílnum, og svo segja aðrir að það sé peningasóun að hafa tvær stöðvar. Nú kasta ég þessari spurningu til ykkar snillingar. Gaman væri að fá hugmyndir ykkar. Og svo eitt enn. Vitið þið um vhf talstöð á viðráðanlegu verði, og sem er í lagi og uppl um rásir.
Kv. Bjössi

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 28.nóv 2013, 12:17
frá GFOTH
ég er bara með vhf sé ekki tilgang að hafa cb

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 28.nóv 2013, 12:37
frá Magni
GFOTH wrote:ég er bara með vhf sé ekki tilgang að hafa cb


x 2

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 28.nóv 2013, 12:46
frá Svenni30
x3

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 30.nóv 2013, 23:03
frá zodiac1
Sælir allir. Hvernig eru Cobra talstöðvarnar? Getiði eitthvað sagt mér um cobra am/fm 40 rása stöðvar? Eru það VHF eða??
kv.Bjössi

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 30.nóv 2013, 23:55
frá AgnarBen
zodiac1 wrote:Sælir allir. Hvernig eru Cobra talstöðvarnar? Getiði eitthvað sagt mér um cobra am/fm 40 rása stöðvar? Eru það VHF eða??
kv.Bjössi


Þetta eru cb stöðvar.

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 01.des 2013, 00:41
frá zodiac1
ok takk takk það hentar mér ekki
kv.Bjössi

Re: Vantar uppl.um talstöðvar

Posted: 01.des 2013, 01:03
frá Haffi
Ég er með VHF og cb. VHF er ákveðið öryggistæki og nauðsynlegt í stærri ferðum og hópum. CB nota ég hins vegar grimmt þegar við félagarnir erum einhversstaðar einir að djöflast á 2-3 bílum og algjör óþarfi að blaðra um allt og ekkert inná VHF.