Síða 1 af 1

Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 31.aug 2013, 21:39
frá marteinns
Góðan dag.

Mig langaði að kynna fyrir ykkur ný landakort sem ég hefu útbúið fyrir spjaldtölvur.

Kortin eru unnin upp úr IS-50V gögnum landmælinga Íslands, ásamt því að gögn úr laser mælingum af yfirborði jöklanna eru frá Veðurstofu Íslands og Raunvís.

Vefsíðan mín http://www.icelandicmaps.com er með sýnishornum og upplýsingum um kortin, en þau eru útbúin fyrir spjaldtölvuhugbúnaðinn PDF-Maps, sem er ókeypis hugbúnaður á Apple iOS og Google Android tæki.

Kortin eru útbúin í mismunandi stærðum:
Landsþekjandi yfirlitskort í 1:1.200.000, 1:600.000 og 1:300.000
4 x Landshluta kort í 1:150.000
og 15 x stök landssvæði í 1:75.000.

Sýnishorn og slóðir inn á kortaverslun PDF-Maps eru á síðunni, en hvert kort kostar frá 15US$ - 25US$ + vsk

Það væri gaman að heyra frá ykkur hvað ykkur finnst um kortin og þetta framtak.
kv.
Marteinn.

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 01.sep 2013, 22:02
frá ellisnorra
Mér finnst undarlegt að enginn sé búinn að svara þessu.

Kannski eru margir að hugsa að þeim finnist þetta í dýrari kantinum, það finnst mér allavega. Þá er ég að meina fyrir nákvæmari kortin, að sjálfsögðu notar maður ekkert annað en það nákvæmasta sé maður á annað borð að kaupa sér kort, finnst mér.

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 01.sep 2013, 22:42
frá Magni
Ef maður kaupir svona kort eru þá allar uppfærslur og endurbætur fríar?

Komdu með dæmi hvaða ókeypis hugbúnaður keyrir þessi kort? sérstaklega fyrir android

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 01.sep 2013, 23:21
frá marteinns
Sælir

Varðandi hugbúnaðinn sjálfan, PDF-Maps, - þá er sá hugbúnaður frír bæði fyrir Apple iOS og Google Android tæki.
Hugbúnaðurinn er með vefverslun þar sem notandi kaupir svo kortin sjálf. Kortin eru sótt í spjaldtölvuna, og notandi þarf ekki að vera tengdur netinu síðar til að nota kortið.

Varðandi uppfærslur á kortunum, - þá er verkefnið ekki komið það langt að ég sé farinn að huga að uppfærslum. - Þegar ég skoða það mál síðar þá á ég eftir að taka afstöðu til þessa, - en það er ólíkleg að að slík uppfærsla verði endurgjaldslaus þar sem ég þarf að leggja aftur í þá vinnu sem er við kortagerðina að búa til nýja útgáfu..

Varðandi að nota nákvæmustu kortin alltaf, - þá er það kanski afstætt, - kostur við t.d 1:300.000 kortið á móti 1:75.000 er að ef notandinn er með 1:300.000 kortið, þá er allt landið á einu korti, og það hentar þá betur til að skoða stærri svæði, einnig ef þið eruð með 1:75.000 kort til að skoða stærri svæði, og zoom'ið út , þá sjást ekki örnefni og annað því textinn er orðinn það lítill að hann er ekki lengur læsilegur. - Þetta er því alltaf spurning um hvað er verið að skoða hverju sinni. - Nákvæmustu kortin eru svo alltaf best til að lesa út leiðir í gegnum landslag og elta vegslóða.

Verð,, - það er alltaf spurning, - verðin á þessum kortum miðað við annað sem er í boði, - það er reyndar svo að það er enginn að bjóða ný kort fyrir spjaldtölvur, það er heldur enginn að útbúa kort í þeirri nákvæmni , "1:75.000", sem er í boði hjá mér, og sé miðað við verð á blaðkortum, þá eru þau dýrari, og þá þyrfti sá sem keypti slík kort að vera með heila skjalatösku fulla af kortum, í stað þess að vera með eina litla spjaldtölvu., eða leggja í tölvuverða vinnu eða kostnað við að skanna slík kort inn og hnitsetja., - sem aftur gerir þann kost ennþá dýrari.

Mín "alls ekki svo hlutlausa" skoðun er það eru engin kort til af íslandi seld til almennings sem hafa þetta einstaka útlit sem ég hef útbúið á kortunum, sem gera þau sérstaklega til þess fallin að auðvelt er að lesa landslag út úr kortunum. Mikið af öðrum kortum, sem eru t.d ætluð almennum "þjóðvegaferðamanni", eru oft á tíðum full af þjónustumerkjum, stórum textum og öðru sem gerir kortið erfitt til notkunar til að lesa landslagið sjálft út úr kortunum. -

Það er von mín og metnaður að þessi kort geti gert meira gagn til leiðavals og rötunnar en annað sem er á markaðinum, sé aðgengilegt notendum sem eru í auknum mæli að skipta út ferðavélum úr bílum yfir í spjaldtölvur, og þar hefur vantað lausn sem er viðunandi.

Endilega annars sendið mér athugasemdir, - hvað t.d finnst ykkur um útlit kortanna, - þið getið skoðað sýnishornin í 100% upplausn á vefsíðunni minni http://www.icelandicmaps.com

kv.Marteinn.

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 02.sep 2013, 09:04
frá Óskar - Einfari
Bara frábært framtak, get ekki annað sagt. Ég er ekki búinn að skoða þetta PDF-Maps, er þetta bara til að skoða kortin eða er hægt að búa til slóðir eða vegpúnkta í þessu eins og í GPS kortum?

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 02.sep 2013, 11:22
frá marteinns
Óskar - Einfari wrote:Bara frábært framtak, get ekki annað sagt. Ég er ekki búinn að skoða þetta PDF-Maps, er þetta bara til að skoða kortin eða er hægt að búa til slóðir eða vegpúnkta í þessu eins og í GPS kortum?


takk f. það,

varðandi slóðir, - þá er hugbúnaðurinn frekar frumstæður hvað þetta varðar, - það er hægt að vista niður vegpunkta og vinna með þá, - en ferlar og routing er ekki til staðar.

kv.Marteinn.

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 02.sep 2013, 11:30
frá Óskar - Einfari
Okey, þetta allavega lýtur vel út á síðunni hjá þér og ég mun prófa þetta!

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 02.sep 2013, 13:36
frá JeepKing
Flott kort en eru venjulegar spjaldtölvur eins og Galaxy Tap 2 að ráða við þessi kort?

það vantar minimum system requirements :)

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 02.sep 2013, 13:45
frá Óskar - Einfari
Þetta eru system requirement fyrir Android:
PDF Maps for Android requires a device to have Android 4.0 or higher installed. We also recommend that a device have at least 1 GB RAM as processing some PDF maps can be very memory intensive. If your device is lower than Android 4.0 we apologize for any inconvenience.

Android er ennþá í beta útgáfu hjá þeim

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 02.sep 2013, 18:17
frá Magni
Er ekki hægt að fá þetta bara í venjulega pc fartölvu? þetta eru flott kort en áhugi minn fyrir að kaupa svona fór þegar kom í ljós að ekki er hægt að keyra eftir þessu(tracka)... Annars rosalega flott kort

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 03.sep 2013, 19:24
frá marteinns
Magni81 wrote:Er ekki hægt að fá þetta bara í venjulega pc fartölvu? þetta eru flott kort en áhugi minn fyrir að kaupa svona fór þegar kom í ljós að ekki er hægt að keyra eftir þessu(tracka)... Annars rosalega flott kort


Sæll

Já takk f. kommentið á útlitið :),

Kortin sem ég bý til eru gerð í kortagerðarforritinu Global Mapper, og ég get auðveldlega vistað þau niður og sett inn í OziExplorer. -
Það er það sem ég hef gert t.d fyrir björgunarsveitirnar. Þær fengu allar kort hjá mér en þau gerði ég í vetur uppúr gagnagrunni frá Loftmyndum.

Gallinn er hins vegar sá, að ég hef enga almennilega leið til að koma í veg fyrir að einhver sem fengi kortin hjá mér, mundi ekki dreifa þeim til næsta manns og á endanum væru allir komnir með kortin mín, og ég fengi ekki mikið fyrir minn snúð ef svo færi...

Kortin fyrir björgunarsveitirnar voru hvert og eitt merkt viðskomand björgunarsveit, og sú merking kemur kanski í veg fyrir að þeir sem þar eru dreifi kortunum í nafni þeirrar sveitar sem þeir eru í, - svo þar hef ég í rauninni bara "samvisku", viðkomandi sveitar. - Ég er sjálfur í björgunarsveit og er að kenna notkun á Oziexplorer víða um land, og þarf af leiðandi er í líka í meira sambandi við þá sem eru að nota kortin sem ég útbjó f. Landsbjörg.

kv.Marteinn

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 03.sep 2013, 22:14
frá Ofsi
Ein spurning af hverju Ozi en ekki í Nobeltek. Önnur spurning vegagrunnurinn, er hann frá Loftmyndum

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 04.sep 2013, 00:24
frá marteinns
Ofsi wrote:Ein spurning af hverju Ozi en ekki í Nobeltek. Önnur spurning vegagrunnurinn, er hann frá Loftmyndum


Sæll

Kortin sem ég er núna að bjóða fyrir PDF-Maps hugbúnaðinn er búinn til úr nýjum IS-50V gögnum frá Landmælingum, og yfirborð jökla er frá Veðurstofu Íslands og Raunvís. Þar að utan eru skálar og skýli gögnin samsafn af gögnum sem ég hef yfirfarið og unnið til í samstarfi við svæðisstjórnarmenn hér í reykjavík og fleiri- Það eru engin gögn frá loftmyndum í þessum kortum sem ég er að bjóða uppá til sölu fyrir PDF-Maps.

varðandi Nobeltek, hafa verið gefin út einhver kort fyrir þann hugbúnað, önnur en gömlu 1:50.000 DMA kortin sem voru gefin út á sínum tíma, og eru margir að nota þann hugbúnað ennþá?

OziExplorer hugbúnaðurinn sem við erum að nota í björgunarsveitunum hefur þann kost að það er hægt af notanda að hnitsetja innskönnuð kort á auðveldan máta, ásamt því að vera mjög létt í keirslu og þarfnast ekki öflugrar tölvu þó kortin sjálf geti verið mjög stór. - Einnig höfum við verið í ágætis sambandi við framleiðanda hugbúnaðarins og fengið inn fídusa inn í hugbúnaðinn og support frá honum án endurgjalds.

kv.Marteinn

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 07.sep 2013, 20:03
frá marteinns
Hæ.

Vildi láta ykkur vita, það er komin uppfærsla á PDF-Maps hugbúnaðinn í ipad, - núna er hægt að vista niður ferla og opna, styður bæði .gpx skráarsnið og .kml skrár.

kv.Marteinn.

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 13.sep 2013, 22:21
frá marteinns
Hæ.

Ný kort, beint úr ofninum. - 1:35.000 af völdum svæðum.

Ég er búinn að setja inn mjög nákvæm kort af flestum jöklum landsins. Kortin eru í skalanum 1:35.000 og eru þau 22 talsins -
Gríðarleg nákvæmni sem hefur ekki sérst áður í jöklakortum. Skoðið sýnishornin á vefsíðunni http://icelandicmaps.com/

kv.Marteinn

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 23.sep 2013, 16:18
frá ingi árna
Ef að ég kaupi kort get ég þá bæði notað það í oziexplorer og pdf-maps??

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 23.sep 2013, 16:25
frá Aparass
Sæll.
Hvað hafa þessi kort umfram kortin sem ég fæ ókeypis hjá gpsmap.is ?
Þau virka frábærlega og eru með öllum örnefnum og öllu hinu líka sem ég kann ekkert á í gps.
Viðurkenni alveg að ég veit rosalega lítið um gps og kann varla að nota tækið mitt en mér finnst samt nauðsynlegt að spyrja að þessu vegna þess að ég sé ekki hver munurinn á þessum kortum er hjá þér og hinum.
kv.

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 28.sep 2013, 15:20
frá marteinns
Sælir
takk fyrir spurningarnar.

Ingólfur, - Kortin sem ég er að bjóða upp á í gegnum PDF-Maps eru eingöngu til notkunar í þeim hugbúnaði.

Guðni, - Munurinn á kortunum er gríðarlega mikill, - GPS kortin eru allt annars eðlis og ef þú hefur skoðað kortin sem eru þar, og skoðar svo sýnishornin á vefsíðunni minni. www.icelandicmaps.com - þá sérðu hver munurinn er.

kv.MArteinn.

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 29.sep 2013, 00:26
frá s.f
þetta eru mjög flott kort það sem ég er búinn að skoða

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 02.okt 2013, 14:08
frá gunnieff
sæll, ég var að rembast við að setja þetta inn á símann minn, en það gekk ekki, ætlaði að senda þér póst en það gekk ekki heldur, fékk þessa meldingu:

Delivery to the following recipient failed permanently:

info@icelandicmaps.com

Technical details of permanent failure:
Google tried to deliver your message, but it was rejected by the server for the recipient domain icelandicmaps.com by mx1.icelandicmaps.com. [89.160.155.52].

The error that the other server returned was:
554 5.7.1 <info@icelandicmaps.com>: Recipient address rejected: Access denied

Re: Ný Landakort af íslandi til notkunar á spjaldtölvum

Posted: 02.okt 2013, 19:52
frá marteinns
gunnieff wrote:sæll, ég var að rembast við að setja þetta inn á símann minn, en það gekk ekki, ætlaði að senda þér póst en það gekk ekki heldur, fékk þessa meldingu:



hæ, - ertu til í að senda póstinn aftur, það var eitthvað ólag á pósti hjá mér.

kvMarteinn.