Útvarpsmagnari

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.
User avatar

Höfundur þráðar
HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Útvarpsmagnari

Postfrá HaffiTopp » 29.apr 2013, 00:33

Er hægt að fá útvarpsmagnara fyrir bílaútvörp hér á Íslandi? Finnst oft svo lélegt sambandið sem ég næ í útvarpið hjá mér, sama hvað tegund er í bílnum.



User avatar

GFOTH
Innlegg: 1025
Skráður: 18.apr 2010, 20:42
Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
Bíltegund: NISSAN PATROL

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá GFOTH » 29.apr 2013, 09:07

hann fæst í bílanaust og fl. stöðum
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá elli rmr » 29.apr 2013, 09:11

ertu nokkuð með ódýrt xenon kitt í bílnum? Ef svo prófaðu að slokva á xenon þegar sambandið er lélegt.
Hef rekið mig á að mörg xenon kitt ´skemma útvarpssamband

User avatar

Höfundur þráðar
HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá HaffiTopp » 29.apr 2013, 12:13

Nei er ekki með neitt sjóleiðis. Bara orginal ljós og perur. Ekki einu sinni með auka kastara framan á bílnum umfram orginal kastarana í stuðaranum. Fann reyndar fyrir því sama í öðrum bíl sem ég átti að útvarpið truflaðist töluvert þegar maður kveikti á 100W kösturum sem voru framan á honum en það hefur hugsanlega verið vegna lélegs frágangs við rafmagnslagnir fyrir kastarana.
Getur verið spurning með staðsetningu á útvarsploftnetinu í hægra frambrettinu.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá Grímur Gísla » 29.apr 2013, 13:27

Þú átt við loftnetsmagnara er það ekki?
Talaðu við þá í Nesradíó, Síðumúla 19. Þeir geta mælt loftnetið út og gefið góð ráð.
Mér finnst eins og orginal útvörpin í bílunum vera lélegri en hin. Er með gamalt Clarion græjur í mussónum og orginal loftnet í afturbrettinu rás 2 er inni allaleiðina milli RVK og AK. meðan orginal útvörpin í fólksbílunum detta mikið út á leiðinni.
Loftnetin hafa líka mikið að segja. Spurning að prófa annað loftnet.


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá elli rmr » 29.apr 2013, 16:27

þá er Nesradíó málið til að byrja með

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá Haffi » 29.apr 2013, 18:03

Oftast er þetta tengt loftnetinu sjálfu. Loftnetið tærist, missir jarðsamband osfrv. Loftnetsmagnari hjálpar þér takmarkað ef loftnetið er orðið lélegt.

Er þetta Pajero?
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Höfundur þráðar
HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá HaffiTopp » 29.apr 2013, 18:57

Takk fyrir það, rétta orðið var víst loftnetsmagnari :D
Já þetta er Pajero. 10 ára gamall. Mér lýst ekki nógu vel á þá hugmynd að skipta um loftnetið þar sem það leggst saman ofan í brettið þegar dautt er á útvarpinu og svo eru tvær stillingar þegar það er í gangi; hálfa leið upp og alla leið upp. Er þá ekki spurning að kíkja á loftnetið og reyna að setja sverari jarðvír? Mundi það hafa eitthvað að segja?

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá Haffi » 29.apr 2013, 19:13

Ef þú treystir þér í rifrildi, þá geturu losað rónna ofaná loftnetinu (við brettið), losað innrabrettið frá og þar eru tvær 10mm rær sem halda stönginni. Svo eru 2 plug minnir mig og þá ertu kominn með allt unitið í hendurnar. Skoðaðu hvernig það lýtur út og hvort þetta sé allt í útfellingum og rugli og hvort netið nái nógu góðri jörð uppundir brettið.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Höfundur þráðar
HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá HaffiTopp » 29.apr 2013, 19:43

OOOUUHHG!!!! ég þoli ekki innri bretti hehe


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Útvarpsmagnari

Postfrá baldur » 10.des 2013, 16:50

Best að bæta því við að magnari getur ekki lagað signal sem er ekki til staðar. Helsta gagnið í loftnetsmagnara er til þess að fæða merki yfir langa kapla eða í mörg viðtæki.
Ef móttakan er léleg þá er vænlegra að kaupa nýtt loftnet.


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir