Síða 1 af 1

Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 22.aug 2010, 18:11
frá EBG
Sælir

Ég vildi prufa að leita í ykakr ótæmandi viskubrunn og forvitnast um þessa leið sem ég ef krotað inná þessa mynd...

Hvað heita þessar leiðir, hvernig er færðin á þeim og á einhver GPS punkta fyrri þær sem gætu nýst manni?

Planið er nefnilega að fara leiðina til vinstri upp í Kerlingafjöll og koma við í Setrinu áður en farið er leiðina hægra megin tilbaka, er þetta ekki alveg gerlegt á einum degi?
Þarf maður breyttan bíl til að fara þessa leið?

Image
Sé samt ekki hvort hún virkar en linkurinn á hana er http://www.flickr.com/photos/eyjolfur/4 ... 5/sizes/z/

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 22.aug 2010, 22:00
frá Izan
Sæll

Ég er ekki kunnugur á þessum slóðum en ef ég man og skil rétt eru farnar 2 leiðir úr byggð í Setur, Klakksleið og Gljúfurleiti. Síðarnefnda er mun betri og þægilegri yfirferðar en Klakksleiðin gæti verið seinfarin og tæplega fær nema breyttum jeppa. Þú skalt reikna með að dagurinn geti orðið mjög langur og ekki láta þér detta í hug að fara einbíla. Ár og einstaka ófærur þekki ég ekki en á Gljúfurleit leiðinni eru fáeinar ár sem geta verið varasamar sérstaklega vegna sandbleytu.

Ég er ánægður með að þú skulir leita upplýsinga um svæðið en eins og ég sagði áður er ég ekki kunnugur svæðinu, bara farið einu sinni Gljúfurleitin en minnir að nokkurnvegin svona hafi svörin verið sem ég fékk um þessar leiðir.

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 22.aug 2010, 22:13
frá oddur
Sæll

Ég hef farið meirihlutann af þessari leið. Frá Tungufelli, upp með Hvítá, Kerlingafjöll, Setri og Klakksleið til baka. Við fórum þetta á Enduro hjólum og fjórhjóli á sumartíma. Leiðin er ekki erfið og árnar ekki stórar á þessum árstíma.

Mæli með að þú kaupir bókina Ekið um óbyggðir eftir Jón G. Snæland.
http://www.eymundsson.is/pages/269/itemID/DM%2009019/ItemCategoryID/19/ItemSubCategoryID/1924

Þar er lýsing á leiðinni, ásamt GPS punktum

kv. Oddur

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 22.aug 2010, 22:46
frá EBG
Já ok, frábært að fá þessar upplýsignar :)

Við erum að fara í hóp, það verða nokkrir á hjólum og ég verð sumsé á bíl erum ekki vissir um hvaða bíl ég verði á en það eru tveir sem standa til boða sem báðir eru breyttir. Annars er planið að vera eina nótt í Setrinu og fara svo tilbaka. Það voru uppi einhverjar hugmyndir um að ver ameð tvo bíla en ég veit ekki hvort það verður af því... en ef maður festir illa þá eru hinir á hjólum og gætu farið tilbaka að ná í bíl til að draga mann uppúr svaðinu ef það fer á þann veg.

En ef að ferðin verður þægileg á þeim bíl sem ég enda á þá er planið að prufa að fara á mínum sem er óbreyttur en það verður ekkert af því ef að breyttur bíll verður í vandræðum þarna.

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 22.aug 2010, 23:29
frá Ofsi
Samkvæmt þessu korti er ekið inn Hrunamannaafrétt og inn Leppistunguleið inn í Kerlingarfjöll og Illahraunsleið í Setrið, Síðan liggur leiðin að hluta til um Klakksleið og inn á Rjúpnafellsleið og þverleiðin heitir Tangaleið og svo er hringnum lokað að á ný þegar komið er inn á Hrunamannaafrétt á ný. Þetta eru leiðirnar á kortinu.

Það er ekki rétta að einungis séu tvær leiði í Setrið. Leiðirnar eru 4. Þ.e Gljúfurleitin inn með Þjórsá, Klakksleið af Hrunamannaafrétt. Illahraunsleið norðan við Kerlingarfjöll og loks Sóleyjarhöfðaleið um vað á Þjórsá. Þetta er þær leiðir sem við notum í Setrið.
PS leiðin um Klakk er ekki seinfarinn og notuðum við hana oft þegar við vorum að fara með olíukálf í Setrið því hún er ekki svo grýtt.

Á Klakksleið er ekið yfir jökulánna Kisu
Hún er einnig ekin á vaði á Gljúfurleitaleið og einnig er ekið yfir Dalsá sem er bergvatnsá. Þessar ár eiga ekki að vera sérlega vatnsmiklar yfir breytta jeppa.
Ferðakveðjur Ofsi

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 23.aug 2010, 10:09
frá EBG
Takk kærlega fyrir þetta Ofsi :)

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 31.aug 2010, 14:39
frá EBG
Svona ef einhver hefur áhuga á því þá fórum við aðeins aðra leið en upphaflega var áætlað og það var svona líka sérlega skemmtielg ferð þrátt fyrir ýmis skakaföll...
Við fórum niður með Þjórsánni eftir ábendingar jeppamanna í sem voru í Setrinu og það var svona líka sérlega skemmtileg leið :)
http://www.flickr.com/photos/eyjolfur/4940781495/
Vorum heppnir að það var lítið í ánnum en það blotnuðu engu síður tveir í hópnum uppfyrir haus eftir að þeir duttu á hliðina í Dalsánni...

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 12.okt 2010, 21:57
frá Dakarinn
Sæll
Flottar myndir hjá þér, skemmtileg leiðin upp Leppitungurnar að Kerlingafjöllum, við hjóluðum hana fyrir 2 vikum síðan, tókum þá hjólatúr frá Laugarvatni, upp Leppitungur í Kerlingafjöll.
Fórum svo þaðan undan veðri inná Kjól, línuveg að Hlöðufelli og niður hjá Gullkistu og í bústaðinn aftur, 235km á einum rigningardegi ;)
Langar að prófa leiðina niður með Þjórsá, var ekkert mál að hjóla hana?

Kv.
D

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 13.okt 2010, 08:59
frá EBG
Ég er alger byrjandi og ég slapp í gegn án þess að detta eða blotna, reyndar var ég ótrúelga heppinn og þá sérstaklega í Dalsánni en þar duttu 2 sem eru báðir talsvert vanir...
Við vorum líka rosalega heppnir með veður og veðrið alveg í allavega viku á undan var búið að vera þurrt svo það var ekkert á ánum, Kisa var einsog smáspræna og Stóra Laxá var líka lítil...

Ég lennti reyndar í óhappi þarna sem kostaði afturgjörð, dekk og slöngu en það var við að príla niður í gilið hjá þjórsá og kíkja á Dynk en þar kastaðist hjólið til hliðar og skall á steini sem skemmti það en það fattaðist ekki fyrr en við komum heim.

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 13.okt 2010, 15:10
frá Freyr
"Ég lennti reyndar í óhappi þarna sem kostaði afturgjörð, dekk og slöngu en það var við að príla niður í gilið hjá þjórsá og kíkja á Dynk en þar kastaðist hjólið til hliðar og skall á steini sem skemmti það en það fattaðist ekki fyrr en við komum heim."

Af hverju ókuð þið niður að Dynk? Það er ekki vegur þangað!

Frá Gljúfurleitarleiðinni liggur slóði örfáa metra til austurs í átt að Dynk (rétt sunnan við fossinn) en hann endar við grýtt gil við ræturnar á hæðinni sem ekið er niður, eftir það er þetta hreinn utanvegaakstur. Gilin og skorningarnir í brekkunum niður að fossinum eru nær öll með Moldar/leir yfirborði og þarf að auki að aka á grónu landi hluta leiðarinnar. Svona akstur er ástæða þess að við erum með umhverfisráðherra ásamt föruneyti á hælunum og fáum yfir okkur allskonar boð og bönn.

Kveðja, Freyr

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 14.okt 2010, 08:19
frá EBG
Við fórum ekki alla leiðina niður að Dynk, við fórum aðeins niður slóðan sem liggur þarna aðeins niður í gilið og stoppuðum við fyrir ofan borholuna sem er þarna. Við fórum ekki útfyrir þann slóða!

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 14.okt 2010, 11:38
frá Freyr
Nú jæja, það er ljómandi gott að heyra að þetta var bara misskilningur hjá mér.

Kveðja Freyr

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 14.okt 2010, 12:40
frá EBG
Já sem betur fer er maður nú ekki svo mikill vitleysingur að fara að hamast á svona hjóli langt fyrir utan vegi á viðkvæmum svæðum og svoleiðis...

Re: Hvað heitir þessi leið og á einhver punkta fyrir hana?

Posted: 14.okt 2010, 16:44
frá ofursuzuki
EBG wrote:Já sem betur fer er maður nú ekki svo mikill vitleysingur að fara að hamast á svona hjóli langt fyrir utan vegi á viðkvæmum svæðum og svoleiðis...

Mikið væri nú gott ef allir hugsuðu þannig, nóg er nú samt andskotast í þeim sem ferðast á hjólum eða jeppum í dag
og ástæðulaust er að gefa þeim sem það gera meiri ástæðu til þess.

Ferðafrelsiskveðjur BIO