UHF stöðvar milli bíla

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

UHF stöðvar milli bíla

Postfrá jongud » 06.apr 2013, 12:10

Ég las á umræðuþræði um stóru ferðina (þegar menn voru í veseninu á laugardeginum 16 mars) að menn hafi verið að tala svolítið ofaní hvern annann á VHF rásunum.
Það voru einhverjir að impra á því hvort sniðugra hefði verið að nota CB-stöðvar milli bíla en þeir voru rakkaðir strax niður.
Það er greinilegt að menn telja þær stöðvar algerlega úreltar og ómögulegar.
En tækninni fleygir fram og ég vildi spyrja hvort einhverjir hafi prófað litlu UHF stöðvarnar til nota innan hópa.
Þessi litlu kvikindi eiga að drífa allt að 12 kílómetra þannig að innan hóps sem dreifir sér lítið ætti þetta að vera í lagi og minnka álagið á VHF rásirnar.
Hafa einhverjir verið að prófa þessar græjur á fjöllum?



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá Stebbi » 06.apr 2013, 12:13

Hverjir eru að selja þessar stöðvar sem eiga að draga 12km. Hingað til hafa PMR stöðvar verið að draga upp undir 2 km. Annars finnst mér að menn eigi ekki að vera svona fljótir að dæma CB, þessar stöðvar þjónuðu sínu hlutverki með stæl í nokkra áratugi eða þangað til að menn fóru að hræra með AM/FM stöðvar og ódýr léleg loftnet. Góð CB stöð eins og gömlu General og Benco stöðvarnar með góðu 'Bridge buster' loftneti draga alveg hellings vegalegndir með ágætis gæðum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá sukkaturbo » 06.apr 2013, 12:33

Sælir félagar er sammála Stebba. CB 27Mhs var mikið notað hér í gamladaga og þræl virkaði.Ekki dýr kostur mæli með cobra og president. kveðja guðni


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá olei » 06.apr 2013, 12:45

Hefur einhver prófað CB bandið nýverið?

CB var ljómandi fjarskiptatæki lengi vel en svo fór að bera á svo miklum truflunum á bandinu. Líklega vegna aukinnar notkunnar annarstaðar í veröldinni, en breytingum á sólblettum, (sólgos) var líka kennt um. Svo var komið að bandið var rétt nothæft milli bíla öráa kílómetra og stundum varla það einu sinni.

Ég geri samt ráð fyrir að þokkalegar CB stöðvar með loftnetið í lagi (það var stundum losarabragur á því hjá mönnum) dugi ágætlega milli bíla í hópferð.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá jeepson » 06.apr 2013, 13:52

Menn töluðu nú landana á milli með cb í den. Ég held að cb væri góur kostur í hópa til að geta talað sín á milli án þess að vera truflaðir af vhfinu eða að trufla aðra eins og t.d í stórferðinni.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá jongud » 06.apr 2013, 14:00

Eitt af því sem ég sé sem kost við litlu UHF stöðvarnar eru hve handhægar þær eru. Kóarinn getur kannski haft eina spennta í húfubandið meðan hann fer út að hnýta í. Þá getur bísltjórinn gripið inn í t.d. Ekki hnýta í varadekkið
eða
vefðu kaðalinn ofanaf löppinni á þér áður en ég kippi í...

Þessar eru sagðar drífa 20 mílur, en það er líklega ofmetið...
http://www.ebay.com/itm/Cobra-MicroTalk-CXT235-20-Mile-Radio-UHF-FM-105600-ft-CXT235-/190797160085?pt=2_Way_Radios_FRS&hash=item2c6c659e95


MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá MIJ » 06.apr 2013, 14:21

við höfum mikið notast við svona cobra stöðvar síðustu ár í smalamennsku hérna á vestfjörðum og drífa þær alveg ótrúlega, svo lengi sem það sé ekkert á milli til að trufla þær, höfum t.d lent í því að koma inná rás hjá mönnum á snæfelsnesi frá barðaströnd í góðu veðri þannig þær ættu alveg að virka fínt innan hópa í jeppaferðum.
If in doubt go flat out

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá Stebbi » 06.apr 2013, 17:01

Ég get ekki betur séð en að þessar stöðvar séu ólöglegar hérna. Amerískar FRS stöðvar og svona hybrid eins og þessi Cobra stöð vinna á fráteknu tíðnisviði hérna heima (462-468Mhz). Einu UHF stöðvarnar sem við megum nota eru Evrópskar PMR446 stöðvar sem eru á 446mhz.

Annars ætla ég að setja gamla CB stöð í bílinn hjá mér og fá einhvern til að prufa með mér.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá SHM » 06.apr 2013, 18:05

Ég er með CB stöð í mínum bíl, en það telst til tíðinda ef ég kveiki á henni enda enginn til að tala við. Ég ætla samt að leyfa henni að vera því maður veit jú aldrei...........
Patrol 2002 38"


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá olafur f johannsson » 06.apr 2013, 19:54

Ég er með vhf og cb stöðvar hjá mér og cb var hugsuð í að vera með í hóp sem ég er í sem heitir jeppaklúbburinn sjáum heim :)
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá Stebbi » 06.apr 2013, 20:13

olafur f johannsson wrote:Ég er með vhf og cb stöðvar hjá mér og cb var hugsuð í að vera með í hóp sem ég er í sem heitir jeppaklúbburinn sjáum heim :)


Er sá klúbbur í samstarfi við Ferðafélagið 'Teygt á naflastrengnum' ?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá olafur f johannsson » 06.apr 2013, 21:44

Stebbi wrote:
olafur f johannsson wrote:Ég er með vhf og cb stöðvar hjá mér og cb var hugsuð í að vera með í hóp sem ég er í sem heitir jeppaklúbburinn sjáum heim :)


Er sá klúbbur í samstarfi við Ferðafélagið 'Teygt á naflastrengnum' ?

nei nei þetta er bara jeppaklúbbur sem var stofnaður af starfsmönnum og heimalingum á hjólbarðaþjónust Einars sem var á Akureyri frá 1991-1998
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

siggi64
Innlegg: 48
Skráður: 17.feb 2011, 20:47
Fullt nafn: Sigurður Kristinnsson
Staðsetning: Austurland

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá siggi64 » 06.apr 2013, 22:04

SHM wrote:Ég er með CB stöð í mínum bíl, en það telst til tíðinda ef ég kveiki á henni enda enginn til að tala við. Ég ætla samt að leyfa henni að vera því maður veit jú aldrei...........


Sama hér er sjaldan með kveikt hjá mér enda engin til að tala við...hef þó heyrt í útlendingum veit ekki hvort það var yfir hafið ? bý fyrir austan.

User avatar

jon
Innlegg: 35
Skráður: 08.des 2012, 21:01
Fullt nafn: Jon Olafsson
Staðsetning: Reykjavik

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá jon » 07.apr 2013, 00:13

CB (citizen band) stöðvar geta verið fínar með réttu loftneti.
CB er á lágri tíðni 27 mhz sem þýðir að 1/4 bylgju loftnet er 2,7 metrar, þá virkar þetta fínt þrátt fyrir 5w sendistyrk, á móti 25w á VHF
Vandamálið er að í seinni tíð fóru menn að nota stutt loftnet með spólu sem drógu ekki langt, og við bættist truflanir frá stöðvum erlendis vegna sólgosa sem yfirgnæfðu bandið, þannig að ekki heyrðist á milli bíla.
En sennilega verður CB ekki notað meir frekar en gömlu gufunes stöðvarnar.

Litlar UHF handstöðvar geta verið fín lausn á milli bíla draga sennilega yfirleitt nokkra km. Og hægt að vera í sambandi ef gengið er á undan bíl.

Kv. Jon

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá jongud » 07.apr 2013, 11:33

Annað sem mér datt í hug varðandi CB-stöðvarnar.
Flestar þessar gömlu stöðvar voru á AM mótun en margar nýrri eru líka með FM-mótun sem á að hljóma miklu betur.
Hafa menn eitthvað prófað að svissa þarna á milli?


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá sukkaturbo » 07.apr 2013, 12:14

Sæll jón ég hef prufað það og er það skýrara en dregur styttra. Einnig var hægt að fá sumar CB stöðvar svo sem President Jakson sem voru með SSB og þær drógu helling kveðja guðni


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá stebbi1 » 07.apr 2013, 18:28

Ég hef aðeins verið að vesenast í cb stöðvum, best að nota þær til að baktala þá sem bölva þeim ;)
Var og er með president harry í súkku sem ég á, hún þræl vikrar fínnt á milli bíla, hef að vísu bara talað við tvo bíla, en í þeim bílum var það vandamál að það voru miklir skruðningar með sendingunni, en ég heyrði vel í þeim.
svo er ein midland stöð í patrolnum sem ég á núna, en mér hefur ekki gefist tækifæri til að ræða við neinn enn sem komið er.

ein spurning varðandi loftnetinn, loftnetið sem ég fékk og setti á súkkuna var þannig að helmingurinn á því var alveg stífur, en restinn var svo aðeins fjaðrandi og eithvað hægt að stilla lengdina á fjaðrandi hlutanum.

svo eru þessi loftnet sem maður sér víða, úr stáli eða stál lituð með gormi neðst, en oftast nær er brúnn plasthólkur um miðjuna þar sem virðast vera samskeyti, þannig loftnet er á pattanum hjá mér, ca 50 cm. En svo á ég annað alveg eins nema það er sennilega 1-1,3 m

hver er tilgangurinn með þessari samsetningu á síðarnefndu gerðinni?
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá Stebbi » 07.apr 2013, 19:19

stebbi1 wrote:hver er tilgangurinn með þessari samsetningu á síðarnefndu gerðinni?


Þetta er spóla sem lengir loftnetið án þess að 'lengja' það.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


ulfr
Innlegg: 46
Skráður: 13.júl 2010, 21:54
Fullt nafn: Samúel Úlfur Þór Guðjónsson

Re: UHF stöðvar milli bíla

Postfrá ulfr » 18.apr 2013, 12:57

UHF stöðvarnar eru örugglega ágætis kostur á milli bíla sem eru minna en 1km frá hverjum öðrum.
Reyndar er hægt að ná ágætlega yfir tugi kílómetra ef góð sjónlína er á milli og vel leiðandi jörð eða í gegnum brot á fjöllum.
Það er til dæmis ágætis samband til reykjavíkur frá norðanverðu snæfellsnesi rétt við Ólafsvík með UHF eða VHF talstöð.

Vandamálið við VHF er samt ekki skammdrægni, eða langdrægni, það er fjöldinn á rásum og skipulag á milli rásanna.
Það væri mikið nær að fjölga rásunum en að bæta við búnaði, einnig er mikilvægt að þekking manna á VHF aukist. T.d. að menn lækki sendistyrkinn á stöðvunum sínum (ef það er möguleiki) þegar ferðast er í hóp sem er þétt saman.


En aðeins af CB.
Margar af þessum stöðvum sem menn hafa verið að nota undanfarin ár og undir það síðasta þegar CB var enn ríkisfjarskiptaleiðin á fjöllum (Svipað og VHF er í dag) eru hreinlega orðnar gamlar og lélegar. Elektrónískir componentar dofna með tímanum og stöðvar afstillast, fara að flakka á tíðnum og sendistyrkjur minnkar, meiri skruðningar og læti og fleira í þeim dúr.

Sem dæmi var ég að lagfæra CB stöð um daginn, en næmni hennar var um 5uV (micro volt), til samanburðar á næmnin að liggja um 0,9-1,5uV á CB á AM/FM.

Til samanburðar má benda á að næmni VHF FM stöðvar er um 0,4-0,7uV.

Munurinn á FM og AM mótun er svo sem ekki neinn gríðarlegur hvað drægni snertir, nema að FM er skárra ef eitthvað er.
FM er síður viðkvæmara fyrir truflunum en AM og yfirleitt tekur sterkara merkið yfir þegar tveir senda í einu á FM. (Það gerist reyndar oftast líka á AM, en það eru aðrir sálmar)

Elstu CB stöðvarnar höfðu þann dásamlega fídus að geta stillt þær á SSB (Single Side Band Supressed Carrier).
Auðvitað eru verri talgæði en á FM eða AM, en drægnin eykst svo um munar.
Afhverju?
Næmni á SSB er um 0,12uV - 0,2uV miðað við að stöðin sé í lagi á móti 0,3-0,7uV á FM/AM.

Það eru margir þættir í þessu dæmi sem skipta máli, t.d. loftnet.
Hefðbundin CB stöng (monopole) er um 2,5m. Til að þetta virki sem best þarf að hafa sæmilega fjarlægð frá jörðu (landfræðilega séð) og góða jörð (mótvægi bílsins). (dáldið ruglingslegt, en jörð er ekki það sama og jörð. :)
Spólurnar eru notaðar til að auka rýmd eða span loftnetssins sem færir netið til á tíðni, en tap verður fyrir spóluna sem EKKI geislast út.

Eftirfarandi tölur eru ágiskanir, en gefa ákveðna mynd af hvernig spóla étur upp aflið frá stöðinni.
s.s., hefðbundin 2,5m CB stöng hefur ~100% nýtni s.s. 4,5W út úr stöð fer allt útúr loftnetinu.
Segjum svo að við séum með 1,5m loftnet með um 40% nýtni.
Þá er það 4,5W * 0,4 = 1,8W útgeislað, restin brennur upp í spólunni.
Þess má geta að þetta er ekki nema rétt rúmlega helmingun á afli. Lélegt loftnetstengi getur auðveldlega búið til slíka deyfingu. Blautur coax kapall hefur t.d. um 6dB auka deyfingu.

En þetta skiptir svo sem litlu máli ef loftnetið er vel staðsett, með gott mótvægi (jörð) og góða fjarlægð frá landfræðilegri jörð, staðsetningin er mun mikilvægari en nýtnin í þessu dæmi.

Svo var það alltaf hálfgerð bölvun að ekki mátti brúka 50 eða 100W CB stöðvar hér heima.


Mín skoðun, cb er svo sem ágætt á milli bíla í litlum hóp, en lausnin á vandamálinu væri að fjölga rásum á VHF og með betra tíðniskipulagi, eða að sem flestir jeppamenn fari í radíóamatörinn. Þar eru 2MHz á VHF (144-146MHz) sem hægt er að leika sér með að vild. :)

Jæja nóg í bili.


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir