Síða 1 af 1

Að loknu NMT

Posted: 18.aug 2010, 06:34
frá Birkir
Þá styttist óðfluga í 1. september en skv. heimusíðu Símans verður NMT þjónustunni lokað þann dag. Hvað eru menn komnir með í staðinn? Vissulega er hefðbundið GSM samband orðið ansi víða á hálendinu en mörg svæði verða þó án símasambands eftir að NMT dettur út. Er þetta langdræga GSM kerfi Símans tilbúið? Sá á síðunni þeirra langdrægt kerfi fyrir sjóinn, en ekki fyrir landið.

Birkir

Re: Að loknu NMT

Posted: 18.aug 2010, 09:59
frá Tómas Þröstur
GSM samband er orðið nokkuð gott og stundum betra en NMT var þegar það var upp á sitt besta. Eftir að NMT fór að deyja hægt og rólega fékk ég mér SPOT gerfihnatta staðsetningartæki til að styðja GSM símann ef hann næði ekki sambandi þegar þörf væri á og sé ekki eftir því - ódýrara en gerfihnattasími og hefur virkað ágætlega. Eina er að mótttökuhnettirnir eru fyrir sunnan landið svo fræðilega getur samband verið stoppult þar sem suðurátt blokkerast. Hef samt ekki verið vandamál en gæti samt komið upp sú staða að slíkt væri verulegur galli.

Re: Að loknu NMT

Posted: 18.aug 2010, 14:51
frá gislisveri
Með Spot tækinu geta aðstandendur líka fylgst með ferðum manns án þess að maður sendi neyðarmerki og því auðvelt að sjá hvar maður var seinast ef ekki spyrst af manni á réttum tíma.

Re: Að loknu NMT

Posted: 06.okt 2010, 12:01
frá Birkir
Hvernig er það með þessi SPOT tæki, er hægt að velja um að senda handvirkt eitthvað meira en neyðarboð?
Það sem ég á við er að vera kann að upp hafi komið ástand sem er ekki neyðarástand en samt sem áður þörf á aðstoð.
Ef menn fara að senda út neyðarboð þegar aðstoðar er þörf en ekki er neyðarástand, er hætt við að viðbragðsaðilar láti hjá líða að afgreiða slík boð sem neyðarboð. Einhver sem þekkir þetta?

Re: Að loknu NMT

Posted: 06.okt 2010, 12:10
frá eidur
Þú getur sent þrjár tegundir af skilaboðum með SPOT:

SOS - Sendir neyðarboð á viðbragðsaðila í BNA
Help - Sendir staðsetningu með ósk um hjálp á netföng eða síma sem þú skilgreinir.
OK - Sendir staðsetningu og tilkynningu um að allt sé í lagi á netföng eða síma sem þú skilgreinir.

Einnig er hægt að stilla SPOT tækið í tracking ham og þá sendir það staðsetninguna á 10 mínútna fresti. Í tracking ham fara punktarnir inn á síðu, en eru ekki sendir í tölvupósti eða sms.

Kveðja,
Eiður

Re: Að loknu NMT

Posted: 06.okt 2010, 12:25
frá Birkir
Flott mál. Akkúrat þetta sem ég var að leita eftir. Að hafa mismunandi boð fyrir aðstoðarbeiðni og neyðarboð.
Hverjir eru að selja þetta hér á landi?
Kv. Birkir

Re: Að loknu NMT

Posted: 09.okt 2010, 22:09
frá iceboy
Þetta er til í N1