Montana 600 kort?
Posted: 04.jan 2013, 19:03
Sælir félagar. Fékk þennann fína GPS í jólagjöf frá konunni, vantar ráð varðandi hvar maður nálgast kort í þessi tæki. Ætla að taka Íslandskortið frá Garmin, er það ekki besta kortið? En á maður að taka minisd eða hlaða því niður af netinu, mætir maður bara með tækið í Rsigmundsson og þeir græja þetta fyrir mann? En þá kemur að öðru atriði, bý með annan fótin í USA og ætla því helst að hafa vegakort af USA í því líka, hvað getur maður sett inn mörg kort eða hvað mega þau vera stór, þá minnisstærðarlega. Líst helv vel á þetta tæki þar sem ég hef ekki áhuga á stórum skjám eða tölvum, er með spjaldtölvu sem ég var að hugsa um að nota en finnst það bara of stórt persónulega.
En allar ráðleggingjar vel þegnar, og gleðilegt nýtt ár!
Kv, Stefán
En allar ráðleggingjar vel þegnar, og gleðilegt nýtt ár!
Kv, Stefán