Síða 1 af 1
Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 27.des 2012, 21:56
frá kjartanbj
Fór í Garmin búðina í dag, var að forvitnast með að fá mér usb gps pung til að vera með laptopið í bílnum
nú er ég með GPSmap 620 og með íslandskortið í það.. kostar 18þúsund kr rúmar
til þess að geta verið með þetta í lappanum með usb pung þá þarf maður að punga út fyrir öðru íslandskorti 18þús kr rúmar
svo kostar svona gps pungur 21þúsund kr.. þetta finnst mér alveg glatað ca 40þúsund kr til þess að geta verið með þetta í lappanum
og maður á íslandskort fyrir, með gömlu kortunum þá fylgdu 2 leyfi með kortunum , en í dag þá er það orðið þannig að maður þarf að kaupa nýtt kort á 18þúsund fyrir hvert tæki, og maður fær ekki einu sinni kortið á disk eða neitt heldur bara download link og kóða
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 27.des 2012, 22:22
frá reyktour
Ég á pung handa þér á lítið. Downloadar svo bara kortinu.
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 27.des 2012, 22:58
frá kjartanbj
á hvað væri hægt að fá hann hjá þér ? :)
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 28.des 2012, 22:56
frá hringir
þú átt held ég örugglega að geta tengt 620 tækið við tölvuna, og notað kortið í lappanum
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 29.des 2012, 00:50
frá kjartanbj
nei það er ekki hægt með 620 tækin
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 29.des 2012, 01:07
frá andrijo
En er ekki nmea útgangur á því, hélt að það ætti að duga, splæsa com tengi við og nota með tölvu, eða er eitthvað annað tengi sem þarf?
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 29.des 2012, 01:17
frá kjartanbj
tja þeir allavega segja þetta niður í Garmin verslun, að það sé ekki hægt að tengja þau saman við tölvu til að fá út úr þeim gps upplýsingarnar
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 29.des 2012, 01:21
frá andrijo
Já, ætla ekki að rengja það, fór bara að gamni að bera saman tækniupplýsingar á 620 tæki nú og gamla 152 tæki nú sem þeir selja,
http://www.rsimport.is/?p=542Sá ekki neinn mun á tengingunni, er með svoleiðis tæki og tengi það við tölvu, eins virkar etrex tækið við tölvuna hjá mér, frekar dapurt þetta sem þú segir með verðin og kortin...peningaplokk:(
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 29.des 2012, 01:33
frá kjartanbj
já mér finnst þetta skrýtið, væri gaman að prufa með svona nmea snúru að tengja og sjá hvað gerist, á bara ekki svona snúru til
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 29.des 2012, 01:40
frá andrijo
http://www.gpscity.ca/garmin-gpsmap-6xx ... mount.htmlAllavega seld festing hér með data Cable, snúrurnar sem fylgja með tækjunum fyrir fasttengingu og eru með fullt af auka vírum fyrir utan plús og mínus.
Lóðar þessa víra við serial tengi samkvæmt leiðbeiningum og kaupir svo serial í USB breyti stykki, fæst ódýrt í tölvubúðum með virtual com port hugbúnaði.
Þetta er smá maus en samt ekkert óyfirstíganlegt og vola...kominn með stóran aukaskjá.
Ég gerði þetta svona og var mjög ánægður með að hafa tölvuna.
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 29.des 2012, 02:15
frá kjartanbj
er með svona festingu með þessum auka vírum, bara spurning hvar ég fæ serial kapal :)
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 21.feb 2013, 12:33
frá bjornod
Ertu búinn að prófa þetta? Þ.e tengja 620 við tölvu?
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 13.mar 2013, 06:54
frá Þröstur S
kaupir þessa serial snúru og klippir annan endan af og tengir inná GPS 620 aukasnúrurnar í bracketinu ,notar gulan vír og svartan úr bracketinu sem er inná GPS mótakaran í 620 tækinu og úr serial breyti stykki í usb fást hjá íhlutum skipholti td,
svo ef þú ert með lappan og nýlegt íslandskort þá áttu að geta sett það úr 620 tækinu þínu í lappan , færð kóda hjá Garmin sem er inni í tækinu þínu til að aflæsa íslandskortinu þínu í , þeir gerðu þetta fyrir mig í Garmin buðinni , man bara ekki hvaða pinna guli og svarti vírin eiga að fara inná á serial tengið sem tengist við aukavírana við bracketið , en fékk þær upplýsingar hjá þeim líka
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 13.mar 2013, 21:51
frá ellisnorra
http://www.macgpspro.com/MacGPSProHelp/ ... MiniB.htmlÞarna eru leiðbeningar hvernig á að standa að þessu. Þú færð þetta serial tengi í íhlutum en ég mæli með að þú kaupir þér usb to serial tengi á ebay með FTDI kubbasettinu
Til dæmis þetta hér
http://www.ebay.com/itm/USB-FTDI-FT232R ... 2328580033Íhlutir selja tvær týpur af usb to serial, önnur týpan kostar 3.xxxkr og hin 8.xxxkr. Munurinn er að 8þús kr græjan virkar á mun fleiri tæki. Þó er þetta ekki með FTDI kubbasettinu sem á að virka á lang flest serial tól, en til að spara þér aurinn þá fæst þetta á ebay á klink ($13.39 í linknum hér fyrir ofan)
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 13.mar 2013, 22:15
frá Brjótur
Hæ auðvitað vill Rikki kallinn ekki að við vitum að þetta se hægt þa missir hann viðskifti selur ekki uppfærsluna eða neitt annað, nu verður hann sur að lesa þetta :)
Re: Íslandskort og Gps18 usb móttakari
Posted: 13.mar 2013, 22:36
frá Árni Braga
ég skal selja ykkur gamla tölvu með öllum kortum og gps pung.
þræl virkar.