Garmin 620

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.
User avatar

Höfundur þráðar
hringir
Innlegg: 77
Skráður: 14.mar 2010, 22:17
Fullt nafn: Ingi Ragnarsson

Garmin 620

Postfrá hringir » 08.nóv 2012, 19:16

Er einhver með reynslu af Garmin 620 tæki í jeppanum, getur þetta tæki "trackað" og svo savað þetta trakk, ég er að reyna að skoða lýsinguna á því og mér finnst á því að það er ekki hægt,

Hvað segja menn, mæla menn kannski ekki með því í jeppan?


__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"


reyktour
Innlegg: 183
Skráður: 25.sep 2011, 17:13
Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
Bíltegund: Land Rover

Re: Garmin 620

Postfrá reyktour » 08.nóv 2012, 20:46

Ég er helsáttur við mitt.
Getur trackað og tekið á móti tracki úr tölvunni.
Get notað það í konu bílinn og fleira ef ég hefði efni á bát og sleða. :)


Musso varahlutir
Innlegg: 696
Skráður: 25.jún 2011, 19:45
Fullt nafn: Þórarinn Sverrisson

Re: Garmin 620

Postfrá Musso varahlutir » 08.nóv 2012, 20:50

Er með svona tæki til sölu , 6 mánaða gamalt .

Verð 80.000-

kv.
Þórarinn
s.864 0984


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Garmin 620

Postfrá birgthor » 08.nóv 2012, 22:30

Þetta tæki keyrir á tveimur grunnum. Annarsvegar er hægt að nota þetta eins og plotter (bátatæki) en hinsvegar eins og Núví tæki.

Það er einungis hægt að nota annað viðmótið í einu.

Ef þú ert í "plotter" viðmót (eins og öll bátatæki) getur þú:
Unnið með kortin, sett inn ferla, trackað og allt sem þú hefur kynnst í þessum hefðbundnu bátatækjum (Garmin 500 línan og uppúr ef ég man rétt).

Svo getur þú svissað yfir í "Núví" viðmót og þá:
Notað vegvísun og allt það sem hefðbundin núví tæki bjóða uppá en ekki vistað track eða sett inn ferla.


Hægt er að keyra á Núví viðmótinu og fá merki inní tölvu (smá auka forrit) en þannig má vinna með kort, tracka eða hvað sem tölvan bíður uppá. Og samt sem áður vera með vegvísun í gangi.

Tækið hefur ekki mikið minni fyrir ferla en hinsvegar fylgir 2 gb sd kort frá Garmin og hægt að vista ferla inná það.
Kveðja, Birgir


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Garmin 620

Postfrá kjartanbj » 09.nóv 2012, 01:31

birgthor wrote:Þetta tæki keyrir á tveimur grunnum. Annarsvegar er hægt að nota þetta eins og plotter (bátatæki) en hinsvegar eins og Núví tæki.

Það er einungis hægt að nota annað viðmótið í einu.

Ef þú ert í "plotter" viðmót (eins og öll bátatæki) getur þú:
Unnið með kortin, sett inn ferla, trackað og allt sem þú hefur kynnst í þessum hefðbundnu bátatækjum (Garmin 500 línan og uppúr ef ég man rétt).

Svo getur þú svissað yfir í "Núví" viðmót og þá:
Notað vegvísun og allt það sem hefðbundin núví tæki bjóða uppá en ekki vistað track eða sett inn ferla.


Hægt er að keyra á Núví viðmótinu og fá merki inní tölvu (smá auka forrit) en þannig má vinna með kort, tracka eða hvað sem tölvan bíður uppá. Og samt sem áður vera með vegvísun í gangi.

Tækið hefur ekki mikið minni fyrir ferla en hinsvegar fylgir 2 gb sd kort frá Garmin og hægt að vista ferla inná það.



ég spurði þá í garmin versluninni hvort það væri hægt að fá merki í tölvu frá tækinu og þeir sögðu að það væri ekki hægt. hvaða forrit segirðu að það sé hægt með?
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Garmin 620

Postfrá birgthor » 09.nóv 2012, 10:34

haha, þetta eru einmitt allar þær upplýsingar sem ég fékk frá þeim :)

Hann sagði að það væri ekkert mál að fá merki fyrir þegar keyrt er í plotter ham en hann myndi láta mig fá auka forrit með sem nær merki úr núví ham.


Það er nú slæmt ef þeir vita ekki hvernig þetta virkar. Prófaðu að hringja og spyrja einhvern annann.
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
hringir
Innlegg: 77
Skráður: 14.mar 2010, 22:17
Fullt nafn: Ingi Ragnarsson

Re: Garmin 620

Postfrá hringir » 09.nóv 2012, 11:03

Ok það er semsagt hægt að tracka á þessu og sava trökkin í minni, og eins að setja trökk úr tölvunni inní það, þá er þetta nú fínt tæki til að hafa í jeppanum og á fjórhjólinu...

En í sambandi við að tengja við tölvu þá er NMEA 0183 inn/út gangur á því, þannig að það á alveg að vera hægt allavega í gegnum serial
__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir