Síða 1 af 1

Android spjald-win spjald-fart.

Posted: 24.aug 2012, 12:49
frá TBerg
Daginn.

Nú er spurningin hvað sé helst að fá sér í bílinn með gps inum.

Android spjaldtölvu? Hefur einhver reynslu af því að nota svoleiðis með kortum og því sem við á?
Spjaldtölvu með windows stýrikerfi. Er ekki til svoleiðis?
Eða bara litla 10" fartölvu með ssd diski?

Hverju mæla menn með?

mbk Trausti

Re: Android spjald-win spjald-fart.

Posted: 24.aug 2012, 14:22
frá Stóri
ég er með fartölvu undir sætinu afturí og síðan 8" snertiskjá í mælaborðinu í grandinum (bluetooth gps pungur í framrúðunni)... frekar leiðinleg upplausn á skjánum en það virkar samt fínt, ætla mér samt að breyta þessu þegar Windows tablet kemur út (haust 2012) og vera bara með hana og síðan gps bloutooth pung, þá er maður með margmiðlunarspilara og allt sem og gps tæki í sömu græjunni, hvort sem að það fer í grandinn eða næsta bíl.

Kristófer

Re: Android spjald-win spjald-fart.

Posted: 24.aug 2012, 14:32
frá Polarbear
besta settuppið sem ég ef fundið er lítil fartölva eða tablet-pc og nRoute frá Garmin og svo gott handtæki frá Garmin með.

það versta við þetta er að garmin er hætt fyrir löngu að þróa nRoute svo þetta er engin framtíðarlausn...

óska eftir upplýsingum ef einhver veit um eitthvað forrit eins og nRoute sem virkar með Garmin kortunum og gerir sama gagn og nRoute gerði :)

Re: Android spjald-win spjald-fart.

Posted: 24.aug 2012, 15:18
frá AgnarBen
Síðustu 10 ár er ég búinn að vera með Garmin eTrex göngutæki ýmist tengt við 15" fartölvu á tölvuborði, sömu fartölvu í vasanum aftan á sætinu og 9" snertiskjá ofan á mælaborði (Patrol 2001), 9" ASUS fartölvu ofan á mælaborði (Patrol 2001) og núna 12" Lenovo Notebook (enginn SS diskur) á plexiplötu sem er fest ofan á mælaborðið (Cherokee XJ).

12" Lenovo Notebook tölvan er lang besta úfærslan af öllu þessum lausnum, nógu stór skjár, lítil og létt, kemst auðveldlega fyrir í flestum bílum ofan á mælaborði eða plexi plötu sem hægt er að koma fyrir, hægt að fara á netið í ferðum osfrv osfrv. Ég hef ekki ennþá séð neina þörf fyrir Solid state diska í þessum tölvum fyrir vetrarferðir, flestir bílar fjaðra nú bara ágætlega þegar búið er að hleypa úr og ég hef aldrei lent í neinu veseni með þessar tölvur. Annað mál er með sumarakstur, þvottabretti osfrv en ég nota nú tölvuna orðið aldrei á sumrin, er bara með kortabók :)

Framtíðin liggur samt í Tablet tölvum og þegar Windows tablet kemur út í haust þá hefur nú flestum hindrunum verið rutt úr vegi sem voru til staðar í Android/Apple. GPS pungur eða Garmin USB tengt handtæki ætti að virka vel með þeim en ég hef ekki mikla trú á innbyggðri GPS virkni ef hún verður til staðar.

kveðja / Agnar

Re: Android spjald-win spjald-fart.

Posted: 24.aug 2012, 15:56
frá Stóri
Sammála, samkvæmt því sem ég hef lesið verður ekki innbyggt GPS í Windows tablet, enda væri það að öllu líkindum ónothæft í þetta. þessvegna nota ég bara bluetooth kubbinn minn áfram í staðinn, virkar mjög vel.
var reyndar til að byrja með með etrex handtæki tengt við tölvuna í gegnum usb en það gaf upp öndina og ég týmdi ekki að kaupa mér nýtt handtæki, sem er aðal ástæðan fyrir bluetooth pungnum..

Re: Android spjald-win spjald-fart.

Posted: 24.aug 2012, 16:21
frá Hagalín
Ég notast við Asus 10" ekki með ssd disk og 60csx Garmin tæki. Þetta setup er bara að virka vel..... tölvan kostar 50kall og með þetta GPS tæki hefur maður valmöguleika á að taka úr bílnum og halda í gönguferð með það.....