Síða 1 af 1
Magellan eða Garmin
Posted: 23.aug 2012, 19:56
frá helgierl
Er á leiðinni að stiga skrefið inn í gps heiminn. Garmin virðist hafa yfirburði á markaðnum en það fást Magellan göngutæki (hef ekki séð bíltæki) sem líta vel út, virðast á góðu verði og eru með íslenskum kortum. Hvað segir almannarómur um muninn á þessum tegundum?
Re: Magellan eða Garmin
Posted: 25.aug 2012, 00:52
frá Kárinn
ég held að ástæðan fyrir garmin varð ofaná í bransanum sé
mér finnst þau vera einfaldari
gott umboð hérna heima
mikklu meira úrval af kortum og þess háttar
hef notað garmin í 10 ár og líkar það bara fínt
hef aðeins fiktað í magellan göngutæki og fannst það eiga langt í land til að ná garmin
En svo ef maður einsetur sér að læra allmennilega á þetta magellandót er það örugglega ekkert síðra
en mín niðurstaða GARMIN allan daginn
Re: Magellan eða Garmin
Posted: 25.aug 2012, 07:12
frá atte
Ég hef notað bæði Magellan og Garmin göngutæki og ég verð að segja að Magellan er mun betra en Garmin í göngutækjunum (Íslandskortið í Magellan er betra).
Tækin sem ég var með heita Garmin cx60 og Magellan sportrack map.
Re: Magellan eða Garmin
Posted: 25.aug 2012, 18:28
frá helgierl
Er einmitt að spá í að kortinn í Magellan eru frá Loftmyndum ehf. (veit ekkert um þau) en eru kortin í Garmin ekki frá Landmælingum ríkisins? Örugglega hvorutveggja pottþétt kort en kannski mismunandi útfærð??