Sprungur og hættu punktar...

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.
User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Hagalín » 04.feb 2010, 08:15

Væri ekki ágætt að eiga einn þráð þar sem að við setjum inn punkta ef t.d. sprungum á jöklum, úrrensli í vegum og þess háttar?
Ef að menn eru á ferðinni og verða varir við eitthvað sem gæti ollið skemmdum eða tala nú ekki um verið hættulegt okkur að þá geta þeir sett inn smá lísingu á því og punkt.....


Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Hagalín » 04.feb 2010, 08:20

Ætla bara að ríða á vaðið og setja inn einn af Langjökli þar sem slysið varð síðastliðinn laugardag.

N64 39.474 W20 26.141

Þetta er tæpa 7km í beinni línu frá Jaka. Það svæði er vel sprungið og ætti ekki neinn að vera í kringum það.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Brjótur » 04.feb 2010, 18:34

Er þetta nákvæmur punktur? það var nefnilega verið að tala um að aðrir punktar sem settir hafa verið inn á vefinn séu ekki nákvæmlega réttir.

kveðja Helgi

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá gislisveri » 04.feb 2010, 18:41

Ég held að það sé ákaflega varasamt að setja inn punkta af hugsanlegum sprungum ef það gæti orðið til þess að menn verði kærulausari þar sem ekkert er merkt. Það hefur amk verið rætt áður annars staðar.
Í það minnsta ætti maður að slá alla varnagla sem hægt er og skerpa á því að það geta verið sprungur alls staðar.

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Tóti » 04.feb 2010, 18:51

Ég get verið sammála því að það er mjög varhugavert að setja inn punkta sem hættusvæði. Hef vanið mig á það að líta á alla þá staði sem ég þekki ekki vel sem hugsanleg sprungusvæði.
Mæli með því að allir þeir sem vilja fá skýra mynd af því hvernig jöklar eru geri sér ferð þangað að sumri til þegar þeir eru vel opnir, þó án þess að leggja sig í hættu. Þá fyrst verður fólki ljóst hversu hrikalegar sumar sprungurnar eru. Þetta að viðbættu því að kunna að lesa landslagið er miklu verðmætara en punktur þar sem einhverntíman bíll opnaði gat yfir sprungu.

Jeppasport á jöklum er í dag frekar hættulegt með tilliti til snjóalaga og brýnt að allir fólk haldi sér á tánum hvað hættuna varðar. Ekki síst þeir sem vanir eru því þeir eru því miður oftar kærulausir eftir að hafa keyrt leiðir ótal sinnum...

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Brjótur » 04.feb 2010, 18:54

Já rétt það væri eiginlega betra að vara bara við allri umferð þarna nema menn hafi séð og trakkað slóð inn hjá sér síðasta sumar, ég veit að þetta hljómar leiðinlega og neikvætt en eftir að maður sér jöklana þennan og fleiri á sumrin og hvar menn eru að keyra upp þá fær maður bara hroll þegar maður fer þarna um og sér hjólförin liggja til allra átta, og ég tek það aftur fram að ég er ekki neikvæður á þessi ferðalög elska þau sjálfur en hef setið á mér að fara þarna um er að bíða eftir meiri snjó, hef farið 3 í haust með túrista þarna uppeftir en keyri þá bara í sömu slóð og í fyrrasumar og max 2-4 km upp.

kveðja Helgi

Ps.á meðan ég skrifaði minn póst kom þessi frá Jeepyj5 og hann er bara líkur mínum :)

User avatar

Tóti
Innlegg: 42
Skráður: 02.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Þórólfur Kristjánsson

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Tóti » 04.feb 2010, 19:09

Brjótur wrote:
Ps.á meðan ég skrifaði minn póst kom þessi frá Jeepyj5 og hann er bara líkur mínum :)


Great minds think alike :)

Ég vil líka árétta að ég er ekki á móti ferðalögum á jökla. Geri mikið að því sjálfur en hvet fólk bara til að kynna sér hætturnar svo komast megi hjá slysum.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Brjótur » 05.feb 2010, 00:17

Nákvæmlega :)

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Hagalín » 05.feb 2010, 13:03

Oki ekkert mál. Þetta var nú bara svona hugmynd.
En varðandi þennan punkt sem ég setti inn að þá er hann vel nákvæmur.

Þegar maður fer að hugsa það sem menn eru búnir að skrifa hér að ofan að þá er ég nú sammála því.
Ef menn setja inn einhvern punkt hjá sér með hættu, þá hugsa menn kanski; Þá get ég keyrt eins og mér sýnist annarsstaðar.


KV Hagalín
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Ofsi » 05.feb 2010, 14:57

Hæ Hagalín, var samála þér í fyrsta pistlinu. en ósammála þér í hinum síðasta. Held að þetta sé algjört væl og röng stefna að mega ekki byrta gagnlega upplýsingar um ástand og hættur á jöklum. Fólk verður að hafa þá skinsemi að gera ráð fyrir því að jöklar séu almennt hættusvæði, hvenær sem þeir eru eknir. kv Ofsi

User avatar

Höfundur þráðar
Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Sprungur og hættu punktar...

Postfrá Hagalín » 05.feb 2010, 16:15

Það eru kanski sumir sem hugsa þannig þegar þeir vita af einhverjum stað sem er hættulegur þá hugsa þeir ekkert um aðrar hættur sem gætu leynst annarsstaðar.
En fyrir mína parta að þá hugsa ég þetta þannig að ef að ég fæ upplýsingar um einhvern stað á jökli til dæmis þá er það bara einn staður í viðbót sem maður veit af að ekki á að vera þvælast á. Þrátt fyrir að ég sé kominn með hættupunkt inn í tækið hjá mér breyti ég því ekki hvernig ég haga mér á jöklum. Þ.E.A.S ekki vera þvælast á slóðum sem ég er vanalega ekki á og þess háttar og er með hugann þannig stilltann að hætturnar leynast allsstaðar.

En menn verða bara að ákveða sjálfir hvernig þeir meðhöndla svona upplýsingar.

Punkturinn sem ég setti inn er pottþéttur og þó að hann sé nákvæmur að þá er þetta svæði bara þannig að ef að ég er að þvælast þarna þá tek ég stórann og þá meina ég STÓRANN sveig framhjá því þetta svæði er svo gott sem snjólaust og kross sprungið.......

Kv Hagalín
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir