Ég var að velta fyrir mér lausn á vandamáli sem kom upp hjá mér.
Að vísu er ég búinn að selja jeppan sem tækið var í en það er sama, aðrir gætu verið með þetta vandamál.
Þannig var að ef ég drap á bílnum í einhverju hjakki, þá slokknaði á GPS tækinu, og talstöðin þagnaði eitt augnablik meðan ég startaði í gang.
Þetta var ekki stórt vandamál, en svolítið pirrandi.
Þannig að ég var að íhuga hvort einhver hafi leyst svona vandamál öðruvísi en að vera með sérstakan rafgeymi fyrir aukadótið, eins og t.d. svona þétti;
http://www.ebay.com/itm/2-FARAD-12-Volt-DC-CAR-AUDIO-CAPACITOR-DIGITAL-VOLTAGE-DISPLAY-Boss-Audio-CAP2B-/321083998311?pt=Car_Audio_Video&hash=item4ac2190067&vxp=mtr
Getur svona kvikindi haldið spennunni uppi í 4-6 sekúndur meðan maður startar?
Hafa menn kannski leyst svona vandamál öðruvísi, t.d. með litlum vélsleðarafgeymi og díóðum?
Hugmynd; að nota þétti
Re: Hugmynd; að nota þétti
Ég notaði svipaðan rafvökvaþétti og díóðu við lítið Loran tæki í den, sem dugði til að leysa þetta vandamál. Það var samt lítill afgangur, mig minnir að tækið hafi dottið út í starti ef vélin var köld (diesel). Sá þéttir kom nú úr einhverju gömlu tæki sem ég fann í drasli og sem ódýr lausn alveg ásættanleg.
Alveg spurning hvort ekki sé betra að fara í geymi, eða jafnvel hleðslubatterí.
Alveg spurning hvort ekki sé betra að fara í geymi, eða jafnvel hleðslubatterí.
Re: Hugmynd; að nota þétti
Myndi nota rafvökvaþétti, jafnvel þrjá saman ef svo ber undir, engin ástæða til að panta eitthvað dýrt fanzý dót af ebay. 2F þéttir er rosalega stór fyrir svona dót.
Gætir t.d. notað 4700uF/35V þétti og eina díóðu. Kostar c.a. 1200kr hjá Eyþóri í Íhlutum, myndi halda GPS tækinu lifandi og líklega stöðinni líka, ef til vill mætti hliðtengja fleiri þétta saman ef það dekkar ekki talstöðina. Bara passa að nota þétta sem þola 35V eða hærra.
Kosturinn við þétti umfram rafgeymi er sú að þéttirinn á eflaust eftir að lifa töluvert lengur en rafgeymir í sömu stöðu. Hef talsverða reynslu af svona smárafgeymum í jeppum og hefur mér þótt þeir endast heldur illa.
Hér er síðan tengimynd: http://people.seas.harvard.edu/~jones/e ... ak_det.gif
Gætir t.d. notað 4700uF/35V þétti og eina díóðu. Kostar c.a. 1200kr hjá Eyþóri í Íhlutum, myndi halda GPS tækinu lifandi og líklega stöðinni líka, ef til vill mætti hliðtengja fleiri þétta saman ef það dekkar ekki talstöðina. Bara passa að nota þétta sem þola 35V eða hærra.
Kosturinn við þétti umfram rafgeymi er sú að þéttirinn á eflaust eftir að lifa töluvert lengur en rafgeymir í sömu stöðu. Hef talsverða reynslu af svona smárafgeymum í jeppum og hefur mér þótt þeir endast heldur illa.
Hér er síðan tengimynd: http://people.seas.harvard.edu/~jones/e ... ak_det.gif
Til baka á “Ferlar og fjarskipti”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir