Ég var ad setja upp orux med korti frà gpsmap.is à samsung android 10"
Og thetta er ad virka helviti vel allavegna i fyrsta tùr. mjog audvelt vidmòt og einfalt ad tracka og backtracka en hef reyndar ekki profad ad setja inn track ennthà.
Nota innbyggda gpsid
spjaldtölvur
-
- Innlegg: 61
- Skráður: 02.feb 2010, 00:06
- Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: spjaldtölvur
AgnarBen wrote:Burri wrote:Þessi korta slóð er ekki lengur virk á vefnum.. Áttu þessi kort ennþá hjá þér.
Ég á kortin sem ég taldi upp hér að ofan á rafrænu formi, er um 3,5 GB. Alveg sjálfsagt að fá þetta hjá mér ef einhver hefur áhuga.
Slóðin á kortin hjá LMÍ er annars þessi núna: http://www.lmi.is/kortasafn/
Sæll Agnar.
Ég væri alveg til í að þiggja hjá þér kortin, sem þú átt fyrir Ozi Explorer, þ.e. ef þú ert enn tilbúinn að láta þau af hendi.
Í öllum mínum æfingum með Lenovo 2 spjaldtölvuna með Windows 8 náði ég mér m.a. í Ozi Explorer og greiddi fyrir fullt verð. Mér finnst hins vegar að kortin sem ég á fyrir Ozi séu ekki nógu góð enda eru þau ekki nema ca. 183 Mb. Ég er því að gera mér vonir að þú sért með betri kort þar sem gagnamagnið er 3,5 Gb.
Ég er búinn að gefast upp á að láta Visit forritið frá Landmælingum keyra með GPS tækinu því það koma alltaf villumeldingar eftir nokkurra mínútna keyrslu. Visit forritið getur heldur ekki notað innbyggða GPS-ið í tölvunni eins og Ozi getur gert.
Ég er hins vegar orðinn nokkuð sáttur við Garmin/Samsýn kortin eftir nýjustu uppfærslu og nota þau gjarnan með nRoute. Það væri samt gaman að prófa Ozi með góðum kortum.
Kv. Sigurbjörn.
Patrol 2002 38"
Re: spjaldtölvur
SHM wrote:AgnarBen wrote:Burri wrote:Þessi korta slóð er ekki lengur virk á vefnum.. Áttu þessi kort ennþá hjá þér.
Ég á kortin sem ég taldi upp hér að ofan á rafrænu formi, er um 3,5 GB. Alveg sjálfsagt að fá þetta hjá mér ef einhver hefur áhuga.
Slóðin á kortin hjá LMÍ er annars þessi núna: http://www.lmi.is/kortasafn/
Sæll Agnar.
Ég væri alveg til í að þiggja hjá þér kortin, sem þú átt fyrir Ozi Explorer, þ.e. ef þú ert enn tilbúinn að láta þau af hendi.
Í öllum mínum æfingum með Lenovo 2 spjaldtölvuna með Windows 8 náði ég mér m.a. í Ozi Explorer og greiddi fyrir fullt verð. Mér finnst hins vegar að kortin sem ég á fyrir Ozi séu ekki nógu góð enda eru þau ekki nema ca. 183 Mb. Ég er því að gera mér vonir að þú sért með betri kort þar sem gagnamagnið er 3,5 Gb.
Ég er búinn að gefast upp á að láta Visit forritið frá Landmælingum keyra með GPS tækinu því það koma alltaf villumeldingar eftir nokkurra mínútna keyrslu. Visit forritið getur heldur ekki notað innbyggða GPS-ið í tölvunni eins og Ozi getur gert.
Ég er hins vegar orðinn nokkuð sáttur við Garmin/Samsýn kortin eftir nýjustu uppfærslu og nota þau gjarnan með nRoute. Það væri samt gaman að prófa Ozi með góðum kortum.
Kv. Sigurbjörn.
Alveg sjálfsagt, sendu mér endilega email á agnarben@gmail.com með símanúmerinu þínu og þá getum við klárað þetta.
Re: spjaldtölvur
Hefur eh notað sprungu kortin með oruxmaps?
Var að reyna að setja þetta inn en fæ bara stöku græna bletti.
Er síðan ekki hægt að hafa sprungu kortið sem overlay á hitt?
Ívar
Var að reyna að setja þetta inn en fæ bara stöku græna bletti.
Er síðan ekki hægt að hafa sprungu kortið sem overlay á hitt?
Ívar
-
- Innlegg: 14
- Skráður: 31.mar 2014, 17:32
- Fullt nafn: Ívar Kjartansson
- Bíltegund: Opel Astra OPC
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: spjaldtölvur
ivar wrote:Hefur eh notað sprungu kortin með oruxmaps?
Var að reyna að setja þetta inn en fæ bara stöku græna bletti.
Er síðan ekki hægt að hafa sprungu kortið sem overlay á hitt?
Ívar
Sæll,
Það virkar að hálfu leyti að senda þetta saman í eina IMG skrá í MapSource (fyrir þá sem eiga MapSource útgáfu GPSmap.is). Ef þú velur alla 4 landshluta í kortinu mínu og svo sprungukortið sem gera 5 kortahluti og sendir í tækið. Sprungukortið kemur alveg rétt fram við þessa aðferð. Gallinn er að OruxMaps er ekki að ráða rétt við þessa aðferð svo allar þekjur á landinu (Mólendi, gras etc) verður hvítt.
Íslandskort GPSmap.is er fyrir Garmin GPS tæki, MapSource, nRoute og OruxMaps (Android).
Skoðið heimasíðuna a http://www.GPSmap.is
Skoðið heimasíðuna a http://www.GPSmap.is
-
- Innlegg: 228
- Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
- Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
- Bíltegund: Defender 130
Re: spjaldtölvur
Hvað þarf öfluga spjaldtölvu til að keyra oruxmaps með kortinu frá GPSmap.is?
-
- Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: spjaldtölvur
Samsung Galaxy TAB2 7.0'' Dual-Core 1,2 GHz fer t.d létt með kortið og Oruxmaps. En Asus Transformer TF101 10" Dual-core 1 GHz ræður líka auðveldlega við þetta og mér finnst hún mun skemmtilegri í þetta vegna 10" skjásins.
Kv. Elmar
Kv. Elmar
Til baka á “Ferlar og fjarskipti”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur