kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá gaz69m » 10.jan 2012, 17:50

þar sem rússinn minn verður gerður upp eins orginal og hann var 1966 eftir að blæjuni var hent af og trefjaplasthúsið sett á fyrir utan að vélin verður talsvert sprækari , verður settur á 35-38 tommu dekk , þá langar mig að forvitnast hvernig voru og eru bílar með fjöðrum hringin að reynast í vetrarfærð á fjöllum eru einhverjir gallar og eru einhverjir kostir


sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


gambri4x4
Innlegg: 203
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá gambri4x4 » 10.jan 2012, 17:54

Rússinn er þeim hæfleikum gæddur að vera með snilldar fjöðrun orginal jafnvel þó hann sé á fjöðrum,,,,,


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá naffok » 10.jan 2012, 17:56

Amk. var það þannig að rússar voru þeir einu sem höfðu vit á að framleiða nothæfar blaðfjaðrir, þetta voru einu alminnilega blaðfjaðrandi bílarnir. Annars held ég samt að góðir gormar séu betri fjöðrunarbúnaður í dag, en fjaðrirnar sem eru undir kosta þig væntanlega ekki neitt - og eru góðar fjaðrir :)
Kv Beggi


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá gaz69m » 10.jan 2012, 17:59

fjaðrirnar kosta ekki neit og nýjar fjaðrir ótrúlega lítið en svo er þetta líka til að halda bílnum eins og hann var 1965 þegar hann kom af færibandinu í sovét
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1693
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá jeepcj7 » 10.jan 2012, 18:07

Blaðfjaðrir eru að mörgu leiti snilld sérstaklega rússafjaðrir en helsti ókosturinn er vindingurinn sem verður þegar dekkin eru orðin mjög stór og jafnvel vélaraflið mikið.Það er reyndar hægt að minnka þann vinding mikið með dempurum og svo hafa menn sett stífur jafnvel til að aftra vindingnum en það þarf að vera rétt upp sett til að aftra ekki fjöðruninni sjálfri.
Ef þú ert með svona blaðfjöðrun er eiginlega öruggt að þú átt að nota hana því það eru litlar líkur á því að þú getir smíðað betri fjöðrun nema fyrir svakalega mikinn pening.
Heilagur Henry rúlar öllu.


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá jongunnar » 10.jan 2012, 18:47

jeepcj7 wrote: svo hafa menn sett stífur jafnvel til að aftra vindingnum en það þarf að vera rétt upp sett til að aftra ekki fjöðruninni sjálfri.
.

Hrólfur Ertu þá að tala um eins og Spyrnubúkka?
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1693
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá jeepcj7 » 10.jan 2012, 19:11

Það er reyndar einn möguleikinn en nei er að tala um auka stífur sem eru settar með fjöðrunum eins og lang stífur í 4 link fjöðrun.Í denn vorum við búnir að prófa í sveitinni að nota frekar bara stífa dempara í staðinn fyrir svoleiðis stífur og það bara smellvirkaði.
Heilagur Henry rúlar öllu.


olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá olei » 10.jan 2012, 20:03

Í t.d afturfjöðrum með hefðbundið augablað er gott að bæta við stífu fyrir neðan blaðið fyrir stór dekk. Bæði hjálpar hún upp á snúningsvægi en tekur líka við láréttum kröftum frá hjólunum, t.d ef hjól pompa niður í skorninga.

Það má líta á augablaðið sem efri stífu í four link og viðbótarstífan gegnir þá hlutverki þeirrar neðri, og þarf að spila í takt. T.d vera viðlíka löng og fjarlægðin frá auga að fjaðraklemmu eða lítillega styttri og fest neðan við blaðið álíka langt fyrir neðan festipunktana í svipuðum halla og augablaðið sjálft.

Gamli Hilux var gjarn á að brjóta afturfjaðrir þegar hann var kominn á stærri dekk, tvær stífur (auga í báða enda) redduðu því máli mjög vel og það var lítið mál að stilla þeim upp þannig að þær þvinguðu ekki hina margrómuðu afturfjörðun í þeim ágætu bílum.

Hér er eitt dæmi um stífur með fjörðum í þeim dúr sem ég er að tala um.
Image

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá Stebbi » 10.jan 2012, 20:17

olei wrote:Gamli Hilux var gjarn á að brjóta afturfjaðrir þegar hann var kominn á stærri dekk, tvær stífur (auga í báða enda) redduðu því máli mjög vel og það var lítið mál að stilla þeim upp þannig að þær þvinguðu ekki hina margrómuðu afturfjörðun í þeim ágætu bílum.


Enda brotna þeir nánast allir alveg upp við fjarðaklemmu eða mjög nálægt sem er hægt að skrifa í langflestum tilfellum á snúning á hásingu. Þetta var sérstaklega slæmt ef að búið var að setja klossa undir fjaðrirnar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: kostir og gallar við blaðfjaðrir hringin

Postfrá olei » 10.jan 2012, 20:28

Það passar Stefán.
Gamli Hilux var náttúrulega snilldarhönnun, en þarna vantaði upp á fullkomnunina hjá Japananum. Original kom hann að sjálfsögðu með stífu á framhásingunni til að taka við snúningsvæginu frá hásingunni. Hún hefur sennilega gleymst að aftan...


Til baka á “GAZ og annað austantjalds”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir