Patrol spurningar


Höfundur þráðar
redneck
Innlegg: 43
Skráður: 18.sep 2011, 00:35
Fullt nafn: Sindri Freyr Pálson

Patrol spurningar

Postfrá redneck » 18.sep 2011, 00:47

Góðan daginn, er soldið nýr í þessu sporti en er að pæla í að fá mér breyttan jeppa fyrir veturinn og heillar gamli Patrol(Y60) mig soldið, er búinn að finna einn álitslegan sem lýtur vel út og er 35'' breyttur á 33'', hann er '94 árgerð og er keyrður 404 þúsund, og er ég að spá, hvað þarf helst að skoða með svoleiðis gripi með kaup í huga? 2.8 TDI vélin



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Patrol spurningar

Postfrá Sævar Örn » 18.sep 2011, 02:41

Hvenær var hedd síðast yfirfarið, aldur vatnskassans og hvort búið sé að auka kæligetu hans

ryð í grind og gólfi og sílsum


grindin ryðgar mikið við afturhjólboga og aftur við dráttarbeysli skoða mjög vel
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Patrol spurningar

Postfrá Startarinn » 18.sep 2011, 12:04

Skoðaðu hvaða heddpakkning er í vélinni, maður sér flipa af pakkningunni aftarlega hægramegin, fjöldi gata á þessum flipa segir til um hversu þykk pakkningin er, ef pakkningin er ekki stálpakkning þá er nánast öruggt að þú lendir fyrr eða síðar í að pakkningin fer.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol spurningar

Postfrá jeepson » 18.sep 2011, 14:54

Passa vel uppá að vera ekki að ofgera þessu í brekkum í of háum gír. Frekar láta þetta vinna létt, þá er minni hætta á að þetta of hitni og pakningin fari. Þetta eru fínir bílar. en það sem að Sævar bendir á hér fyrir ofan er svona nokkurnvegin alt sem þarf að skoða varðandi kaup á svona bíl.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
redneck
Innlegg: 43
Skráður: 18.sep 2011, 00:35
Fullt nafn: Sindri Freyr Pálson

Re: Patrol spurningar

Postfrá redneck » 18.sep 2011, 15:22

gott að vita, var soldið hræddur við hvað hann er mikið keyrður, er það kanski eitthvað sem maður þarf ekki að vera voðalega hræddur um eða?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Patrol spurningar

Postfrá Stebbi » 18.sep 2011, 17:44

jeepson wrote:Passa vel uppá að vera ekki að ofgera þessu í brekkum í of háum gír. Frekar láta þetta vinna létt, þá er minni hætta á að þetta of hitni og pakningin fari. Þetta eru fínir bílar.


Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég sé kaldhæðni og þversögn saumaða snilldarlega saman í stuttu máli.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol spurningar

Postfrá jeepson » 18.sep 2011, 21:50

Stebbi wrote:
jeepson wrote:Passa vel uppá að vera ekki að ofgera þessu í brekkum í of háum gír. Frekar láta þetta vinna létt, þá er minni hætta á að þetta of hitni og pakningin fari. Þetta eru fínir bílar.


Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég sé kaldhæðni og þversögn saumaða snilldarlega saman í stuttu máli.


Nú og hvað er að þessu? Ótrúlegt hvað margir virðast vera sammála mér í þessu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “GAZ og annað austantjalds”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir