Gaz69 árg 66 U 1447 nýjar myndir
Posted: 11.mar 2011, 22:42
Hér eru myndir af Gaz69 í undirbúningi fyrir nýtt lakk, á að taka húdd, bretti og stuðara í sandblástur. Annað verður bara pússað niður. Bíllinn er alveg óryðgaður, gerður upp árið 1980 af góðum manni á Egs. Ég eignaðist bílinn í sumar, bíllinn er í mjög góðu ásigkomulagi að öllu leiti og verður settur á skrá í vor. Fleiri myndir munu koma síðar.


Hér eru myndir af því sem búið er að gera, semsagt sandblása.



Uppfærsla 1.4.2012./
Búið að gera ýmislegt síðan við kíktum hingað inn síðast, enda liðið heilt ár. Góðir hlutir gerast hægt.
Búið er að vinna boodíið alveg og sprauta það ásamt aukahlutum.Ekki þurfti að kveikja á rafsuðu í verkinu því bíllin er stráheill enda verið allasína tíð á héraði.


Síðan voru allir aukahlutir og smáhlutir svo sem skrúfur og skinnur að sjálfsögðu málað líka!


Allar rúður voru teknar úr fyrir verkið og hús pússað mikið. Stefnt er á að klára að raða saman nú um páska og koma fleiri myndir þegar verkið er lokið!
Jæja þá er verkinu lokið, þótt það sé nú þó nokkuð síðan, fór loksins og tók myndir af honum til að sýna ykkur.






Hér eru myndir af því sem búið er að gera, semsagt sandblása.



Uppfærsla 1.4.2012./
Búið að gera ýmislegt síðan við kíktum hingað inn síðast, enda liðið heilt ár. Góðir hlutir gerast hægt.
Búið er að vinna boodíið alveg og sprauta það ásamt aukahlutum.Ekki þurfti að kveikja á rafsuðu í verkinu því bíllin er stráheill enda verið allasína tíð á héraði.


Síðan voru allir aukahlutir og smáhlutir svo sem skrúfur og skinnur að sjálfsögðu málað líka!


Allar rúður voru teknar úr fyrir verkið og hús pússað mikið. Stefnt er á að klára að raða saman nú um páska og koma fleiri myndir þegar verkið er lokið!
Jæja þá er verkinu lokið, þótt það sé nú þó nokkuð síðan, fór loksins og tók myndir af honum til að sýna ykkur.



