Síða 1 af 1

lada sport

Posted: 04.feb 2011, 10:46
frá gaz69m
hvernig hafa ladasport bílarnir sem komu eftir 2000 til landsins verið að standasig er einhverjir veikleikar í drifum kössum eða vél og eru til einhverjar disel vélar sem passa ofaní ladasport.

Re: lada sport

Posted: 04.feb 2011, 11:58
frá Dodge
bara máttlausar vélar er það eina sem ég veit.
Gamla 1600 er sprækari, og eldgamla 1500 er ennþá betri.
Góð þróun :D

Re: lada sport

Posted: 04.feb 2011, 12:02
frá birgthor
Mig minnir að það sé sjálfstæður millikassi í þeim svo þá er það bara að koma einhverri vél fyrir og breyta drifskaptinu á milli. Tiltölulega einfalt hvað það varðar.

Kv .Biggi

Re: lada sport

Posted: 04.feb 2011, 15:26
frá gaz69m
já ok þannig að kanski er maður að fara að fjárfesta sér í lada sport þar sem maður er jú veikur fyrir rússnesku dótti

Re: lada sport

Posted: 05.feb 2011, 04:13
frá Sævar Örn
hæhæ rússinn var ekki alveg orðinn nógu tækniþróaður til að hanna sína eigin vélartölvu og innspýtingarkerfi... það er svolítið gjarnt á að bila og frágangurinn á því skrautlegur. Annars bara i svipuðum gæðaflokki og gamli sportinn.

Re: lada sport

Posted: 05.feb 2011, 07:29
frá Bóndinn
Lada Sport eru snilldar bílar í alla staði og það veist þú gummi!!!!!!!!
Innspítingin er copy-paste frá GM amk skynjarar og svoleiðis allavega í fyrstu bílunum nýrri sportarnir eru með háspennukefli á cyl og allt ss kveikjulausir
Einusinni var hægt að kaupa Lödu sport með Diesel vél úr peugeot......Oj

Þegar ég verð Ríkur þá langar mig að kaupa mér Lödu sport.

Þannig að mér fyndist að þú hefðir frekar á að hafa spurninguna svona..

"Hvort á ég að kaupa mér eina eða tvær Lödu Sport"

Kveðja Geiri

Re: lada sport

Posted: 05.feb 2011, 08:44
frá Offari
Ég held að þú þurfir ekkert að bíða eftir því að verða ríkur til að geta keypt þér Lödu sport. Ég veit ekkert hvernig þessar nýrri lödur hafa reynst en fátt hefur breyst með árunum. Annar voru þetta ágætis bílar fyrir utan smá galla sem auðvelt vara að laga með því að skipta um kram.

Re: lada sport

Posted: 05.feb 2011, 19:41
frá birgthor
Það sem ég veit að hefur breyst er afturhlerinn var stækkaður ásamt vélinni.