að koma díelvél í gang


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

að koma díelvél í gang

Postfrá gaz69m » 24.nóv 2010, 11:21

hvernig er það ég er með landróver vél sem er disel en hefur staðið lengi hún hinsvegar
sníst allveg spurningin er verð ég ekki að rífa hana í spað ef ég ættla að nota hana
og skifta legur og annað .


sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: að koma díelvél í gang

Postfrá JonHrafn » 24.nóv 2010, 11:33

Er ekki rétt að skipta um smurolíuna, smursíu og koma henni í gang? Legurnar skemmast ekkert við að vélin stendur ónotuð held ég.

Settum cummins í gang í vetur sem hafði staðið í 3-4 ár. Hún snérist bara og snerist og eftir smá hausaklór uppgötvaðist að ádreparinn var fastur á.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: að koma díelvél í gang

Postfrá Izan » 24.nóv 2010, 11:57

Sæll

Þegar vélar standa lengi getur heddpakkningin eða pakkningarnar átt til að þorna. Þegar þú ferð að nota vélina fer pakkningin, kannski ekki á fyrsta rúnti heldur seinna. Þetta getur líka átt við pakkdósir og annað í þeim dúr.

Ég myndi allavega hella nýrri olíu á mótorinn og hafa hana jafnvel stofuheita og frekar þunna. Ég sé fyrir mér að olían sem liggur alla að jöfnu á legunum sé meira og minna farin og ef olían er köld og þykk er dælan mun lengur að dæla henni upp og ná vinnuþrýstingi.

Ég myndi ekki, allavega ef ég kæmist hjá því að starta vélinni mjög andskoti kaldri en reyna frekar að tjalda í kringum hana og taka mesta hrollinn úr henni fyrir gangsetningu.

Svo er bara að prófa, ef legurnar fara þá bara skiptirðu um þær.

Kv Jón Garðar

P.s. ef mótorinn liggur inni á bílsskúrsgólfi hjá þér núna ættiru að hugsa um leguskipti en það er ekkert sem segir að þær fari á því að standa.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: að koma díelvél í gang

Postfrá Tómas Þröstur » 24.nóv 2010, 12:02

gaz69m wrote:hvernig er það ég er með landróver vél sem er disel en hefur staðið lengi hún hinsvegar
sníst allveg spurningin er verð ég ekki að rífa hana í spað ef ég ættla að nota hana
og skifta legur og annað .


Ég er sérfræðingur í akkúratt svona dæmi. Var að henda landrover árgerð 66 dísil vél ekki fyrir svo löngu. Vélin hafði staðið úti undir dúk í ca 4 ár síðan 1983. Síðan í kjallara þangað til fyrir 3 árum. Þetta gera ein 24 ár ef ég hef reiknað rétt. Til að auðvelda flutninginn úr kjallaranum þá reif ég alla vélina í spað. Hún var að öllu leyti eins og síðast hefði verið drepið á henni í gær. Stimpilhringir lausir og olíubaðaðir.Slífaveggir ótærðir. Svona var þetta allavega í þessu tilviki. Vélin hjá þér gæti verið með fasta stimpilhringi og tærða slífaveggi sem myndi kannski skemma vélina illa ef sett yrði í gang. Gætir tekið sénsinn og ekki tekið hedd af og stimpla úr til að skoða og skrúfað þess í stað úr hitakerti og dæla(úða) olíu inn í sprengirýmið til að smyrja upp stimpilhringi og slífaveggi. Starta svo án þess að setja í gang fyrst til að ná upp olíuþrýsting.


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: að koma díelvél í gang

Postfrá gaz69m » 24.nóv 2010, 16:55

þarf að skoða þetta veit annrs ekki hvurn fjandan ég á að gera við vélina þar sem ég er einnig með gipsyvél sem ég ættla að nota ofaní gazin minn , vantar einhverjum disel lr vél series 2
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


oliagust
Innlegg: 7
Skráður: 08.sep 2010, 22:07
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Axelsson

Re: að koma díelvél í gang

Postfrá oliagust » 24.nóv 2010, 17:16

Ég startaði fyrir þó nokkrum árum Land Rover vél (reyndar bensín) sem hafði staðið innandyra í 10 ár. Það reyndist lítið mál án nokkurrar fyrirhafnar, annað en að hella smá olíu í kertagötin og láta standa í smá tíma. Ég keyrði bílinn svo í mörg ár um allt land án þess að vélin væri til nokkurra vandræða.

Þannig er það alls ekkert gefið að geymslan fari eitthvað sérstaklega illa með vélar...

Það gæti haft áhrif á ákvörðun þína hvort þú heldur vélinni eða ekki, að m.v. mína reynslu er ekkert mál að fá alla mögulega varahluti í þessar gömlu Land Rover vélar.
Land Rover series 2a 1966
Land Rover Discovery 2002

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: að koma díelvél í gang

Postfrá hobo » 24.nóv 2010, 17:29

Ég opnaði tvo Iveco vörubílamótora í vor sem var búið að flytja til landsins og höfðu þá staðið út í Bretlandi óhreyfðir í yfir 20 ár. Tek það fram að þetta voru alveg ónotaður mótorar. Það kom semsagt í ljós að þeir voru eins og nýir að innan, sveifaráslegur voru ennþá olíblautar og slífar óaðfinnanlegar. Svo er annað mál hvað pakkningar og pakkdósir halda lengi út eftir gangsetningu en mótorarnir hafa ekki enn verið gangsettir að ég held.

Bara mitt framlag í umræðuna..

kv HB


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: að koma díelvél í gang

Postfrá gaz69m » 24.nóv 2010, 23:30

já þá er bara spurning hvort að ég á að vera að eiga þessa vél er með gibsy vél sem fer ofaní uppgerða bílin þar sem hún var ofaní fyrir uppgerð . og ég er ekki á leið að gera upp landróver . hmm kanski best að selja kassan og skiptinguna og vélina saman nú eða föndra hana td við rafstöð
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Til baka á “GAZ og annað austantjalds”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir