Lada Sport...aðeins meira en smá dund...núna með myndum


Höfundur þráðar
Einar Kr
Innlegg: 78
Skráður: 09.maí 2010, 04:29
Fullt nafn: Einar Kristinn Brynjólfsson

Lada Sport...aðeins meira en smá dund...núna með myndum

Postfrá Einar Kr » 08.maí 2013, 23:39

Ætla mér að reyna setja hér inn smá þráð um eitt lítið verkefni sem ég er að dunda í. Forsaga málsins er sú að fyrir mörgum árum síðan verslar bróðir minn sér Lödu Sport sem var búið að mála í camó litum og var greinilega notaður sem veiðibíll. Þessi bíll var notaður bæði sem daglegur fararskjótur, sveitabíll og torfærutæki, eins og góðri lödu sæmir. Það var ýmislegt búið að bralla og fara á þessu tæki og allt gert með lágmarks viðhaldi. Það var meðal annars einu sinni búið að kveikja í kúplíngunni í þungu færi upp í fálkafell, stökkva yfir skurði, keyra niður girðingar ofl ofl. En lokahnykkurinn var þegar honum var velt útaf vegi í skafrenningi og stórhríð. Eftir það náði græjan aldrei að jafna sig.
Nokkrum árum seinna, þegar greyið var búið að standa á beit í sveitinni var henni keyrt inn í hlöðu og átti að sjæna og skvera kvikindið til. Hún var pússuð upp, spreyjuð með spreybrúsum, sveitareddað ryðgötum með hnoðbyssu, blikki og frauði. Aldrei tókst samt að klára kvikindið og hún dalaði uppi í hlöðunni. Svo var farið í það að breyta hlöðunni í fjárhús og græjunni var hent út ókláraðri.
Í bjartsýniskasti ákvað svo yngri bróðir minn að fara í það að græja kvikindið og koma henni á götuna. Henni var ýtt (neitaði að fara í gang) inn í hina hlöðuna og hafist handa við að pússa niður Racing Orange og svarta litinn sem var búið að sulla á kvikindið. Búið var að pússa niður svona eins og hálfa hliðina á kvikindinu, rífa helling og þá dó áhuginn og tíminn hvarf.
Eftir að hafa þvælst fyrir mér í hlöðunni í að verða komið annað ár var annaðhvort að ýta kvikindinu út, sem hefði þýtt það að hún hefði grotnað niður á kanntinum, eða taka sig til og græja kvikindið.
Seinni leiðin var valin og er farið að renna á mig tvær grímur varðandi það. Í fyrsta lagi er henni púslað saman úr að minsta kosti þremur lödum, hún er mun ryðgaðri en ég hafði ímyndað mér, rafkerfið er í hönk, brotnar demparafestingar, ónýtar skálar fyrir gormana að framan, hefur ekki farið í gang í guð má vita hvað mörg ár ofl ofl ofl......
En eftir að hafa vafrað aðeins um veraldarvefinn og séð Lödur í mun verra ástandi en þessi gengið í endurnýjun lífdaga og að vita til þess að hér inni er hafsjór af fróðleik bundin í þeim vitringum sem sækja heim þessa síðu, plús það að hægt er að nálgast alla varahluti í þetta grey úti í heimi, hef ég ákveðið að halda áfram með Dundið mitt.

Búinn að rífa meira, fara með stóra slípirokkinn með vírbustanum á einhverja fleti, finna ennþá meira ryð, tína til varahluti, prenta út manúal og hamstra bjór......nú er annaðhvort að.....jæja bara best að standa sig
Myndir í vinnslu....
Síðast breytt af Einar Kr þann 27.maí 2013, 10:50, breytt 1 sinni samtals.
Lada
Innlegg: 165
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Lada Sport...aðeins meira en smá dund

Postfrá Lada » 09.maí 2013, 15:34

Sæll.

Ég er alveg ólýsanlega ánægður með að þú skildir velja uppgerðarleiðina !! Það er sorglegt hvað er búið að fara illa með marga svona bíla og hreinlega eyðileggja þá, allt vegna þess að "þetta er bara Lada".
Ég hef í mörg ár undrað mig á því hversvegna menn hafa ekki gert upp fleiri bíla sem hafa sögulegt gildi á Íslandi. Það virðist vera landlægt hér að ef það á að gera upp fornbíl þá hugsa menn strax um ameríska krómkagga. Eins fannst mér skrítið í góðærinu hvað voru margir bílar fluttir inn sem voru einu bílar sinnar tegundar á landinu. Ég skil það ósköp vel að menn vilji vera öðruvísi, en við megum ekki gleyma sögunni.

Gangi þér annars vel með þessa uppgerð.

Kv.
Ásgeir
Sérlegur áhugamaður um Lada Niva.


Höfundur þráðar
Einar Kr
Innlegg: 78
Skráður: 09.maí 2010, 04:29
Fullt nafn: Einar Kristinn Brynjólfsson

Re: Lada Sport...aðeins meira en smá dund

Postfrá Einar Kr » 27.maí 2013, 09:41

Jæja...ekki mikið búið að gerst, nema aðallega það að taka til í kringum græjuna. Búið að safnast óheyrilegt magn af drasli í kringum hana. En læt hér fylgja nokkrar myndir af skemmtilegustu ryðblettunum.


Höfundur þráðar
Einar Kr
Innlegg: 78
Skráður: 09.maí 2010, 04:29
Fullt nafn: Einar Kristinn Brynjólfsson

Re: Lada Sport...aðeins meira en smá dund

Postfrá Einar Kr » 27.maí 2013, 10:47

Þar sem ég er einstaklega treggáfaður maður að eðlisfari....set ég bara inn link á flikr...

www.flickr.com/photos/96586168@N08/8852 ... otostream/

Það eru svo einhverjar smá útskýringar neðan við.


Höfundur þráðar
Einar Kr
Innlegg: 78
Skráður: 09.maí 2010, 04:29
Fullt nafn: Einar Kristinn Brynjólfsson

Re: Lada Sport...aðeins meira en smá dund...núna með myndum

Postfrá Einar Kr » 28.maí 2013, 03:34

Gömul viðgerð á vinstri væng.
Image
20130509_41 by Einar Kr, on Flickr

Neðra hornið á vinstri væng
Image
20130509_20 by Einar Kr, on Flickr

Þetta kom innan úr holrúminu á bakvið frambrettið. Platan fyrir holrúminu hefur ekki verið tekin af frá því að bíllinn var ryðvarinn.
Image
20130509_19 by Einar Kr, on Flickr

Vinstri hlið að aftan
Image
20130509_22 by Einar Kr, on Flickr

Örlar fyrir ryði.
Image
20130509_21 by Einar Kr, on Flickr


Til baka á “GAZ og annað austantjalds”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur