Síða 1 af 1

**LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 09.feb 2013, 16:18
frá GoForIt *
Sælir.
Veit einhver um..eða hvar væri hægt að nálgast góða vél í eldri "91...SPORTARA.
Eða jafnvel hvað kæmi til greina í staðinn án verulegra breytinga.
b.kv.

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 09.feb 2013, 19:27
frá hrappatappi
Það er bara eitt sem að kemur til greina hjá þér og það er cummins 4bt. Það er ekkert vit í öðru og bla bla bla...


Djók.. Hef ekki hugmynd :)

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 09.feb 2013, 19:50
frá LFS
hrappatappi wrote:Það er bara eitt sem að kemur til greina hjá þér og það er cummins 4bt. Það er ekkert vit í öðru og bla bla bla...


Djók.. Hef ekki hugmynd :)



hahaha eg ætlaði að segja það enn ein helv..cummins umræðan !

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 09.feb 2013, 22:38
frá Bskati
GoForIt * wrote:Sælir.
Veit einhver um..eða hvar væri hægt að nálgast góða vél í eldri "91...SPORTARA.
Eða jafnvel hvað kæmi til greina í staðinn án verulegra breytinga.
b.kv.


ef þú ætlar að gera bílinn upp og blokkin er heil, þá kostar involsið í þetta mjög lítið

kíktu á http://www.russian4x4.de/

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 10.feb 2013, 00:29
frá Grímur Gísla
ég myndi mixa 1800 subaru 4x4 kram niður sportarann,

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 10.feb 2013, 10:55
frá Lada
Grímur Gísla wrote:ég myndi mixa 1800 subaru 4x4 kram niður sportarann,



Ég er mjög hlynntur Subaru pælingunum en var að spá. Er auðveldara að koma 1.8 vélinni fyrir heldur en 2.0? Er ekki auðveldara að verða sér úti um 2.0? Fleiri og yngri bílar til sem eru með 2.0.

Kv.
Ásgeir

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 10.feb 2013, 13:12
frá Grímur Gísla
það hlítur að vera fullt af 1800 vélunum í bílhræjum sem eru ódýrar, þar er ekkert flókið rafkerfi tengt 1800 vélunum. Var 2000 subbin með hátt og látt drif?

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 10.feb 2013, 13:58
frá Lada
Grímur Gísla wrote:Var 2000 subbin með hátt og látt drif?


Beinskiptu bílarnir eru allir með lágt drif.

Kv.
Ásgeir

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 10.feb 2013, 14:54
frá StefánDal
Einhvern tíman heyrði ég talað um það að boxer mótor væri ekki góður í jeppa. Rökin voru sú að smurkerfið þolir illa hliðar halla.

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 10.feb 2013, 15:01
frá jeepson
En að mixa einhverja 4cyl diesel vél í löduna. Ég heyrði það reyndar að lödurnar hefðu komið með diesel rellum. En einhverja hluta vegna enduðu þær aldrei hérna á klakanum.

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 10.feb 2013, 15:23
frá birgir björn
boxer ætti ekki að fitta útaf stýrisstaunginni það er sama vesen og með súkkuna hann er of breiður

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 10.feb 2013, 15:23
frá birgir björn
ps seldu mér bara löduna :)

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 11.feb 2013, 15:13
frá Dodge
að setja 1800 subaru í lödu sport er alveg glötuð hugmynd af mínu mati.
Þetta kram er allt öðruvísi í laginu þannig að það verður brjáluð smíðavinna og árangurinn er akkúrat enginn, þar sem 1800 súbbi er ekkert öflugri en 1600 lada :)

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 11.feb 2013, 20:37
frá lecter
það var til sportari með fiat 2000 twin cam

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 11.feb 2013, 20:39
frá LFS
ég átti eina með rauða með fiat twincam :)

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 11.feb 2013, 20:43
frá sukkaturbo
Sæll settu vél úr 1600 sukku það er sjálfstæður millikassi í lödunni svo fleiri vélar koma til greins 2 lit toyota diselvél úr afturdrifnum bíl eða bensín vél með gírkassal Sukku vélin er samt góð kveðja guðni

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 11.feb 2013, 21:23
frá grimur
Er ekki V6 súkku vél málið?

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 11.feb 2013, 21:37
frá Stebbi
BMW V56e022SRT991-S3B með HK25-AS og double Vanos. Þarft bara að tengja ITN við EOS og fæða Booster dæluna með vaselíni til að fá hann í gang.

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 11.feb 2013, 22:01
frá spámaður
Stebbi wrote:BMW V56e022SRT991-S3B með HK25-AS og double Vanos. Þarft bara að tengja ITN við EOS og fæða Booster dæluna með vaselíni til að fá hann í gang.



þetta er hrillilega fyndið:)

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 11.feb 2013, 23:46
frá Grímur Gísla
Það er breiðara á milli grindarbita á Sportaranum en sukkunni, stýrismaskinan er alveg aftast í vélarúminu og 1800 Súbba vélin er styttri en orginal Ladan og getur því verið framar í vélarsalnum. þú færð milligír með því að hafa súbaru kassann ( hi og lo) í súbarokassanum og svo hi og lo í lödukassanum. Ef þú finnur Subaru 1800 turbo ertu kominn með þrusukraft

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 12.feb 2013, 10:17
frá elfar94
hef mikið verið að spá í að subaru væða minn sportara, á einhver myndir af svona projecti? og það væri gaman að sjá útkomuna hvort þetta sé eitthvað að virka

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 12.feb 2013, 12:28
frá Dodge
sukkaturbo wrote:Sæll settu vél úr 1600 sukku það er sjálfstæður millikassi í lödunni svo fleiri vélar koma til greins 2 lit toyota diselvél úr afturdrifnum bíl eða bensín vél með gírkassal Sukku vélin er samt góð kveðja guðni


Og hvað er 1600 súkka mikið aflMINNI en ladan? :)

Re: **LADA NIVA ( SPORT ) **

Posted: 13.feb 2013, 08:13
frá Stebbi
Dodge wrote:
sukkaturbo wrote:Sæll settu vél úr 1600 sukku það er sjálfstæður millikassi í lödunni svo fleiri vélar koma til greins 2 lit toyota diselvél úr afturdrifnum bíl eða bensín vél með gírkassal Sukku vélin er samt góð kveðja guðni


Og hvað er 1600 súkka mikið aflMINNI en ladan? :)


Nákvæmlega það er ekkert unnið með því að setja jafn andvana vél í kaggann.