Síða 1 af 1

Lada Oka

Posted: 07.feb 2010, 12:06
frá ofursuzuki
Rakst á þennan á netinu fyrir nokkur og datt í hug að hann ætti vel heima hér. Þetta er víst Lada Oka Rússneskur smábíll sem búið er að smíða upp úr liðstýrt torfærutæki. Læt ég myndirnar tala sínu máli.
Image
Þú byrjar með einn svona.
Image
Image
Image
Og endar með einn svona.

Re: Lada Oka

Posted: 07.feb 2010, 12:21
frá Einar
Veit einhver eitthvað um þessi dekk sem maður sér oft undir þessum Rússnesku torfærutröllum?

Re: Lada Oka

Posted: 07.feb 2010, 12:33
frá ofursuzuki
Þau eru framleidd í Rússlandi og hér er heimasíða hjá þeim en hún er auðvitað öll á Rússnesku en Google sér við því.
Hér er hún í enskri þýðingu http://translate.google.com/translate?hl=en&u=http://vezdehody.ru/wheels/1310.php&prev=/search%3Fq%3D%25D0%2590%25D1%2580%25D0%25BA%25D1%2582%25D0%25B8%25D0%25BA-%25D0%25A2%25D1%2580%25D0%25B0%25D0%25BD%25D1%2581%26hl%3Den%26lr%3Dlang_ru%26sa%3DG%26as_qdr%3Dall
p.s. Slíkar þýðingar eru oft ansi skondnar og maður þarf að geta í eyðurnar.

Re: Lada Oka

Posted: 07.feb 2010, 15:06
frá jeepson
hahaha mætti segja að þetta væri lada í stærri kantinum. Það er ótrúlegt hvað þessum rússum dettur í hug :p

Re: Lada Oka

Posted: 07.feb 2010, 15:21
frá Sævar Örn
Fögur er ladan ekki en notagildið og sjálfsbjargarviðleitnin í botni. Þetta hentar freðmýrunum austanvið okkur ábyggilega vel, en þá spyr maður sig, hví ekki í snjóinn hér á Íslandi? Svo belgmikil dekk man ég ekki eftir að hafa séð á Íslandi og væri mjög fróðlegt að sjá hvernig þau höguðu sér í snjó. Miðað við gráðuskornu og grófu jeppadekkin okkar.