Subaru Justy '92

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Subaru Justy '92

Postfrá Sævar Örn » 05.apr 2010, 13:33

Er með til sölu gullfallegan Subaru Justy vagn, 92 árgerð og ekinn 172þ km.

Þessi bíll er jafn ryðlaus og 92 módel af ryðlausum bíl getur orðið, það er doppa á farþegahurðinni miðri, væntanlega eftir einhverja rispu eða álíka en tæplega klukkustundarverk að laga. Tektílborinn að neðan og þar sem tektíllinn er laus má sjá orginal málninguna undir bílnum.

Vélin sem var í bílnum var á síðasta snúning og því skipti ég um vélina og setti aðra betri í, dettur alltaf í gang, eyðir engu og engin aukahljóð.

Fjórhjóladrif, 3 nýjar öxulhosur, nýr spindill v/m að framan.

Nýlegur alternator, nýupptekinn startari og ný kol í skiptingunni(algengasta bilunin í ECVTinu)

Nýleg óslitin nagladekk, 13" stál, justy koppar.

Innrétting góð, áklæði á sætum í ágætu ásigkomulagi miðað við aldur og fyrri störf.

Númer liggja í geymslu en skoðun gildir til lok Maí 2010.


Engar sektir og engar byrðir.


tek við tilboðum og SLÉTTUM skiptum á súkkum eða cherokee, helst breyttum

Image

Image

Image

Image


Fyrsta gangsetning eftir vélarskipti
[video=youtube;A1YyDuvtzbw]http://www.youtube.com/watch?v=A1YyDuvtzbw[/video]

Bíllinn er nýsmurður, það er ný olía og sía á vél, ný olía á skiptingunni, sérstök ECVT olía ætluð fyrir þessar skiptingar. Ný olía á afturdrifi(framdrif er tengt skiptingu)

Það fylgir bílnum smurbók en hún fylgir drifrásinni, smurbók fylgir ekki með vélinni en ástand hennar gefur til kynna að hún hafi verið þjónustuð með prýði.

Ég læt með bílnum allt sem á að fylgja, tjakkur, varadekk, felgulykill, ofl. Allt orginal Justy.

Í bílnum er orginal Justy útvarp ásamt klassískum tónum af kasettu sem ég fann úr gamla safninu hér heima. Mjög mikil nostalgía.

Ég læt með bílnum Eigendaferil, skoðunarferil, tjónaferil(sem er tómur) osfv. biðji kaupandi um það.

Bíllinn er ný ljósastilltur og hjólastilltur þannig hann slítur nýju dekkjunum ekki neitt(enda mjög léttur bíll) Stýrið þráðbeint og rásar ekki neitt. Dekk þokkalega ballanseruð, mætti þó fíngera en ekkert sem skiptir höfuð máli.

Nýlegir bremsudiskar og klossar að framan, tekið upp og liðkað fyrir skemmstu, nýlegt að aftan tekið og liðkað.

Púströr í toppstandi, nýlega viðgert og dugar eitthvað næstu árin. Fremsti hlutinn er eins og nýr.

Mynd af botninum á bílnum, sem er hvað gjarnastur að ryðga burt á justyunum.

Síls h/m
Image

Síls v/m
Image

Image

Undir bílnum miðjum þar sem tektíllinn er að flagna af.

Image

Góð dekk

Image



Sjón er sögu ríkari, 8458799 bíllinn er í Hafnarfirði.


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Subaru Justy '92

Postfrá gaz69m » 01.sep 2010, 12:11

er bíllin ekki löngu farinn
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Subaru Justy '92

Postfrá Sævar Örn » 03.sep 2010, 18:18

Jú hann seldist í apríl og er enn í fullum gangi hjá núverandi eiganda
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Önnur farartæki”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir