Síða 1 af 1

TS: Hyundai Accent '98

Posted: 17.jún 2014, 11:48
frá ulfr
Er með þennan ágætis bíl til sölu.

Hyundai Accent, ekinn tæpa 180þús km.
Rauður á lit. 2 Dyra (eða 3dyra ef þú vilt endilega ganga innum skottið)
Mynd kemur síðar!

Það sem er búið að gera við bílinn síðan hann kom í mínar hendur:
Ný olíupanna (hin var ryðguð og byrjaði að leka)
Ný smurður og ný sía
Skipt um vinstri afturhjólalegu.
Nýr pústbarki.
Ný kerti
Lagfært ryð í hjólaskálum að aftan.

Það sem er að:
Það eru ryðbólur á gluggapóstinum á bílstjórahurðinni, það er sennilega ekki mikið mál að tjasla uppá það. Ég man ekki eftir neinu öðru sem er að (allavegana ekkert sem ég hef orðið var við)

Annað:
Dekkin eru sæmileg undir honum, hann lítur ágætlega út að innan og er fínn í akstri, eyðir ekkert gríðarlega og er nokkuð 'solid'. Svissinn á honum er dálítið fyndinn, en venst alveg (rafeindavirkjar og bílaviðgerðir fara ekki vel saman...)
Með skoðun fram í ágúst (+2 mánuðir ef maður nennir ekki í skoðun í ágúst...)

Frekari spurningar? Sendið mér email eða hringið: samuel@ulfr.net eða 848-2317
Verðhugmynd? ~200þús eða eitthvað... Engin skipti (nema kannske ódýr racer eða cyclocross hjól uppí)