Síða 1 af 1
Snjóbíll óskast
Posted: 12.jan 2014, 12:06
frá asb91
Góðann daginn spjallverjar mig langaði að auglýsa hér með eftir Snjóbíl eða litlum snjótroðara skoða flest allt að 1,5 milljón , og ef að einhver hefur mikla þekkingu á þessu má hinn sá sami endilega fræða mig um það besta í þessu sporti með fyrirfram þökkum,
sími:8487920
Björn Arason
Re: Snjóbíll
Posted: 12.jan 2014, 17:51
frá Kalli
HÄGGLUND BV206A/T SNJÓBÍLL
Raðnúmer: 155631 - frekari upplýsingar í síma 567 0333
Ökutæki er á staðnum.
Tilboð
Árgerð 1983 Akstur 8 þ.km.
Nýskráður 8 / 1983 Næsta skoðun 2013
Verð 2.000.000 Litur Rauður
Bensín 9 manna
2800 cc. slagrými
135 hestöfl Fjórhjóladrif
4340 kg.
http://www.jrbilar.is/
Re: Snjóbíll
Posted: 12.jan 2014, 22:18
frá ellisnorra
Hagglundinn er æðislegur, við erum með tvo svona í björgunarsveitinni hérna í sveitinni og þetta eru snilldar græjur, fljóta á vatni, keyra á hvaða undirlagi sem er að hámarkshraða að mig minnir 60km/klst á malbiki. Snilldar græjur :)
Re: Snjóbíll
Posted: 13.jan 2014, 00:24
frá Svopni
Þetta eru magnaðir bílar. Hef keyrt svona bíl við ýmsar aðstæður og fátt sem stoppar þetta. Eyðslan er um líter á km C.a m.v létt færa, þónokkuð til af varahlutum í þetta hér heima.
Re: Snjóbíll
Posted: 13.jan 2014, 02:06
frá reynirh
Skrítið hvað þið eruð hrifnir af þessu, Ég vann á svona bílum nokkur sumur á vatnajökli og þetta eru þau ógeðslegustu sem ég hef ekið.
Re: Snjóbíll
Posted: 13.jan 2014, 11:22
frá asb91
hann þyrfti nauðsynlega að vera með tönn á framan, sjáiði hvort þessi sé mmeð tönn hérna fyrir ofann
Re: Snjóbíll
Posted: 13.jan 2014, 12:46
frá jongud
Hägglund er ekki góður í hliðarhalla...
Re: Snjóbíll
Posted: 24.jan 2014, 14:32
frá hrollur
Höglund er alger snild dregur og keirir allt sem þú vilt , hann er ekki breiður satt er það enn þetta virkar .
Gott að hafa 4,2l Toyota mótor eða Kömmings, í honum til dæmis.
Re: Snjóbíll óskast
Posted: 24.jan 2014, 16:48
frá Eiður
Geggjaðir bílar, erum með einn svona í hjálparsveitinni með 3.0 d-4d toyota og það svínvirkar
Re: Snjóbíll
Posted: 25.jan 2014, 04:10
frá Hr.Cummins
hrollur wrote:Höglund er alger snild dregur og keirir allt sem þú vilt , hann er ekki breiður satt er það enn þetta virkar .
Gott að hafa 4,2l Toyota mótor eða Kömmings, í honum til dæmis.
Það er skrifað Cummins.... og borið fram Kömmins... EKKERT G í Cummins.. þar af leiðandi ekki skrifað Cummings eða lesið Kömmings...
Finnst þetta eitt mest óþolandi atriði í heimi :')
En get gert mér í hugarlund að svona græja sé mjög góð með 4BT....
Re: Snjóbíll óskast
Posted: 25.jan 2014, 10:21
frá ellisnorra
Þessar V6 ford vélar sem eru í þessu original eru líka alveg nothæfar, þær eru allavega þýðgengar og koma þessu frá A-B, svipað og hilux gerir þó hann mætti vera kraftmeiri :)
4b er auðvitað góð til síns brúks en ég held að hún sé of grófgeng í þetta, þekki þessar vélar af eigin raun þar sem þetta er í 3 tonna dráttarbílum sem ég vinn á og þetta bókstaflega nötrar allt í hægaganginum.
Re: Snjóbíll
Posted: 25.jan 2014, 11:02
frá Svopni
Hr.Cummins wrote:
Það er skrifað Cummins.... og borið fram Kömmins... EKKERT G í Cummins.. þar af leiðandi ekki skrifað Cummings eða lesið Kömmings...
Finnst þetta eitt mest óþolandi atriði í heimi :')
En get gert mér í hugarlund að svona græja sé mjög góð með 4BT....
Punktar eru notaðir til að enda setningu, og þá bara einn.
Þetta eru snilldar tæki, mæli með að menn google-i þessa bíla. Þetta er notað um allan heim við allar aðstæður.
Re: Snjóbíll óskast
Posted: 25.jan 2014, 12:04
frá jongud
elliofur wrote:Þessar V6 ford vélar sem eru í þessu original eru líka alveg nothæfar, þær eru allavega þýðgengar og koma þessu frá A-B, svipað og hilux gerir þó hann mætti vera kraftmeiri :)
4b er auðvitað góð til síns brúks en ég held að hún sé of grófgeng í þetta, þekki þessar vélar af eigin raun þar sem þetta er í 3 tonna dráttarbílum sem ég vinn á og þetta bókstaflega nötrar allt í hægaganginum.
Ég hef setið þmikið í einum sem er með 2.9 benz dísel turbo og hún er mjög þýðgeng miðað við 4bt.
En samt er 2.9 vélin víbrandi hvert einasta rassgat sem situr í framhúsinu og það er ekki mjög þægilegt til lengdar.
Þetta er svona svipað og menn voru að skrifa hér á spjallinu um Volvo Lapplander, bara enn óþægilegra.