Síða 1 af 1

Seldur

Posted: 16.des 2012, 16:26
frá sean
Er með þennan forláta Hyundai Accent til sölu, þeir gerast ekki mikið flottari :-)
Bíllinn er vel útbúinn, er með hjólkoppa, útvarpi með segulbandstæki, toyota gúmmí mottur, handskrúfaðar rúður og ekki má gleyma afturrúðuhitaranum ásamt rúðuþurrku. Örugglega fullt sem ég er að gleyma þar sem maður kemst varla yfir aukabúnaðinn sem er í bílnum.

Bíllinn er ný kominn úr skoðun og auðvita fór hann í gegn með 13 miða
Splunku ný kúpling er í bílnum ásamt nýjum geymi
Nýleg vetradekk eru á bílnum.
Allt nýtt í bremsum að aftan.
Skipt var um olíu á vél og gírkassa í 127þ.km
Skipt var um tímareim í 90 þ.km
Bíllinn er keyrður 127 þ.km

Vill fá 150 þ.stgr fyrir kaggann. sem er náttúrulega bara gjöf fyrir svona rosalega fallegann bíl. :-)
3190 þúsund í skiptum ef útí það er farið.
Uppl. Gunni S:895-6676
Hér er svo myndir af bílnum, allt skítkast vel þegið

Image

Image

Re: Ódýr bíll gerast ekki flottari

Posted: 16.des 2012, 16:29
frá Hfsd037
Áttu B10 ennþá?

Re: Ódýr bíll gerast ekki flottari

Posted: 16.des 2012, 16:44
frá -Hjalti-
Hfsd037 wrote:Áttu B10 ennþá?


Skráningarnúmer: SEAN
Tegund: BMW ALPINA
Undirtegund: B10

Re: Ódýr bíll gerast ekki flottari

Posted: 16.des 2012, 17:36
frá sean
jebb ég á hann ennþá og mun sennilega eiga hann sem eftir er

Re: Ódýr bíll gerast ekki flottari

Posted: 17.des 2012, 14:44
frá Hfsd037
sean wrote:jebb ég á hann ennþá og mun sennilega eiga hann sem eftir er



Virkilega smekklegur bíll, ég man að ég skutlaði þér einhverntímann heim af djamminu upp í brh á mínum E34
og leit við inn til þín þar sem þú varst með tvær nýjar túrbínur plús eitthvað af nýju innvolsi í vélina

Re: Ódýr bíll gerast ekki flottari

Posted: 17.des 2012, 16:13
frá joisnaer
hvaða árgerð er þetta og er hann eitthvað ryðgaður?

Re: Ódýr bíll gerast ekki flottari

Posted: 17.des 2012, 16:58
frá StefánDal
Sendu mér í einkapóst hvað þú vilt fyrir Toyota motturnar

Re: Ódýr bíll gerast ekki flottari

Posted: 17.des 2012, 21:42
frá sean
joisnaer wrote:hvaða árgerð er þetta og er hann eitthvað ryðgaður?


nee hann er nú merkilega lítið ryðgaður, svona ein og ein bóla hér og þar, samt aðalega þar....
drossían er 1995 árgerð. þar sem að það var síðasti veturinn sem snjóaði e-d að viti á Íslandi þá kemst þessi allt í snjónum....

svopni wrote:Hvað ertu til í að láta Toyota motturnar á?

Vopni af því að þetta ert þú þá læt ég þig hafa motturnar á 85 þúsund :-)

en ef menn eru heitir þá get ég sýnt motturnar á miðvikudaginn milli kl 8:00- 9:00 og í boði verður ískalt vatn beint úr krana