Síða 1 af 1

stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 07.mar 2012, 15:22
frá jonni187
Er með þennan flatvagn til sölu með gömlu skráningunni, sem þýðir að hann sé með ljósum en þurfi ekki bremsubúnað.

Málin eru : Breidd 2,20m og lengd 3,75m

Verð 270.000

Myndirnar eru of stórar fyrir þessar síður, sendi myndir á e-mail.

Eyjólfur

893-2466

Re: stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 07.mar 2012, 15:28
frá birgthor
ertu til í að senda mér myndi á birgir@kjalarnes.is

Re: stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 11.mar 2012, 19:22
frá jonni187
Mynd af kerru, smella til að stækka þær

Re: stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 17.mar 2012, 03:12
frá hringir
Hvað þýðir að hann sé með gömlu skráningunni, hvað má hún þá bera mikið?

Re: stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 19.mar 2012, 11:44
frá jonni187
Gamla skráningin þýðir að hún sé með ljósum en er ekki skyldug að hafa bremsubúnað. Kerran má bera eins mikið og hún þolir.

Kv, Jón

Re: stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 19.mar 2012, 13:58
frá Groddi
jonni187 wrote:Gamla skráningin þýðir að hún sé með ljósum en er ekki skyldug að hafa bremsubúnað. Kerran má bera eins mikið og hún þolir.

Kv, Jón



En ekki yfir burðargetu bílsins sem dregur kerruna.

Re: stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 19.mar 2012, 14:02
frá hringir
Groddi wrote:
jonni187 wrote:Gamla skráningin þýðir að hún sé með ljósum en er ekki skyldug að hafa bremsubúnað. Kerran má bera eins mikið og hún þolir.

Kv, Jón



En ekki yfir burðargetu bílsins sem dregur kerruna.


ok... en hvað er þá kerran þung?

Re: stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 19.mar 2012, 14:35
frá Offari
Ég held að skráð (gamla skráningin) bremsulaus kerra megi bara vera 1500 kg í heildarþyngd.

Re: stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 19.mar 2012, 16:12
frá ivar
Síðan langar mig að benda á að mesta þyngd á hemlalausum eftirvagni á öllum (amk öllum nýrri) bílum er 700 eða s 750 kg. Sama hvers gerðar kerran er máttu ekki fara yfir þetta hemlalaust.
Gæti vel verið að á gömlum bílum og með gamla kerru sleppi þetta til, en efast um það.

Alveg eins og mesta þyngd sem má draga á venjulegri kúlu er 3,5T eftir það þarftu annan tengibúnað.

Snyrtileg kerra hinsvegar og öruggleg góð kaup.

Smíðuðum jeppakerru úr eins ódýru dóti og við komumst yfir, margt gefins og annað frítt og vinna ótalin. Ég er viss um að hún hafi kostað amk 150k jafnvel meira svo þetta er ekkert vont verð

Ívar

Re: stór kerra/Flatvagn til sölu

Posted: 19.mar 2012, 16:31
frá hringir
Já, síðan skil ég ekki mismunin á milli bíla í sambandi við dráttargetuna (skráninguna), ég má draga á mussonum 3500 kg samkvæmt skráningarskírtneininu, en á Ford Explorer sem ég á 2007 árg. ekki nema 1600 kg, sem varla dugar fyrir sæmilegt hjólhýsi.

En ég þarf að athuga þetta með 750 kg skráninguna á bílinn, fattaði það ekki... og gæti verið í framhaldinu að ég kíki á þessa kerru hjá þér.

kv
Ingi